Sagði núverandi stöðu á áfengismarkaði ómögulega og vill leita til EFTA Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2022 19:32 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra á von á lögfræðiáliti sem snýr að einkarétti ríkisins á smásölu áfengis hér á landi. Í framhaldi af því verður mögulega kallað eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um það hvort lýðheilsusjónarmið að baki undanþágu ríkisins frá EES-samningnum eigi enn við. Þá ætlar hann að leggja fram frumvarp um að leyfa minni brugghúsum að selja gestum áfengi. Frumvarpið sé málamiðlun milli Sjálfstæðisflokksins og hinna flokkanna í ríkisstjórn Íslands. Þetta sagði Jón á streymisfundi Félags atvinnurekenda í dag sem bar titilinn „Gerjun á áfengismarkaði“. Hann sagðist eiga von á álitinu í þessari viku eða þeirri næstu. Að endingu gæti farið svo að Alþingi kæmist ekki hjá því að taka á málinu. Samkvæmt tilkynningu frá FA sagði Jón að þessi vinna hefði hafist eftir að félagið sendi ráðherra erindi og hann fundaði með forsvarsmönnum þess um áðurnefndan einkarétt. Í EES-samningnum fékk Ísland undanþágu varðandi áfengissölu frá ákvæðum um frjáls vöruskipti. Var það á grundvelli lýðheilsusjónarmiða. „Ég held það sé alveg sama hvernig við lítum á það, það hlýtur að vera orðið mjög umdeilt að þessi lýðheilsusjónarmið sem á sínum tíma voru lögð til grundvallar, eigi hreinlega við í dag,“ sagði Jón á fundinum í dag. Samkvæmt samantekt FA nefndi Jón það að aðgengi að sölustöðum og aukin þjónusta ÁTVR, fjölgun útsölustaða og annað til marks um af hverju lýðheilsusjónarmiðið ætti ekki lengur við. Hann nefndi einnig það að ÁTVR stundaði nútíma markaðssetningu og gerði allt til að selja meira áfengi. Hægt er að horfa á fundinn í spilaranum hér að neðan. Eins og áður segir, þá nefndi Jón að hann ætlaði að leggja fram frumvarp um að leyfa minni brugghúsum að selja gestum áfengi. Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn vilja afnema einkarétt ríkisins á áfengissölu en frumvarpið væri málamiðlun milli Sjálfstæðisflokksins annars vegar og Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hins vegar. „Það hljóta margir að spyrja sig spurninga, hversu réttlætanlegt það er að stíga bara þetta hænuskref í þá átt sem við viljum stefna. En maður fylgir stundum þeirri stefnu að reyna að borða fílinn í fleiri bitum, þó ég hyggi á stærri skref í þessu. En á sama tíma verð ég að vera meðvitaður um að við erum kannski í vandræðum með okkar samstarfsflokka í meirihlutanum og reyndar út fyrir það – það hafa verið eitthvað skiptar skoðanir innan okkar eigin flokks, þó ég telji að það sé yfirstíganlegt,“ sagði Jón. Einnig álit um netsölu áfengis Sérfræðingahópurinn sem á að skila áðurnefndu lögfræðiáliti um undanþáguna mun einnig reyna að svara spurningum um lögmæti netverslunar með áfengi. „Þetta er tilraun mín til að sýna fram á þær ógöngur sem við erum komin í og að mínu mati þá rökleysu sem liggur að baki núverandi ástandi. Það er mín persónulega skoðun og hún hefur svo sem enga vigt umfram það sem það er, en ég ætla að reyna að laða fram einhver álit meiri sérfræðinga í þessu. Þetta gæti mögulega leitt til þess að við myndum leita eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum og sjá hvort með þessari leið við getum kallað fram umræður og þá stöðu að þingið verði í raun að taka málið á dagskrá, verði að taka það til umfjöllunar og ræða mögulegar breytingar,“ sagði Jón. Ráðherrann sagði núverandi stöðu ómögulega og þá bæði varðandi sölu áfengis og áfengisauglýsingar. Markaðurinn væri nánast opinn. Fólk gæti pantað sér áfengi hvaðan sem væri í heiminum og sömuleiðis fengið áfengi heim að dyrum á nokkrum klukkustundum. Þar að auki væri auðvelt að nálgast áfengi á veitingastöðum og í verslunum ÁTVR. „Og þá kemur maður aftur að þessari spurningu: Hvernig standast þessi lýðheilsusjónarmið sem grundvöllur þeirrar undanþágu sem við fengum? Það stenst bara illa að mínu mati.“ Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi EFTA Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Þá ætlar hann að leggja fram frumvarp um að leyfa minni brugghúsum að selja gestum áfengi. Frumvarpið sé málamiðlun milli Sjálfstæðisflokksins og hinna flokkanna í ríkisstjórn Íslands. Þetta sagði Jón á streymisfundi Félags atvinnurekenda í dag sem bar titilinn „Gerjun á áfengismarkaði“. Hann sagðist eiga von á álitinu í þessari viku eða þeirri næstu. Að endingu gæti farið svo að Alþingi kæmist ekki hjá því að taka á málinu. Samkvæmt tilkynningu frá FA sagði Jón að þessi vinna hefði hafist eftir að félagið sendi ráðherra erindi og hann fundaði með forsvarsmönnum þess um áðurnefndan einkarétt. Í EES-samningnum fékk Ísland undanþágu varðandi áfengissölu frá ákvæðum um frjáls vöruskipti. Var það á grundvelli lýðheilsusjónarmiða. „Ég held það sé alveg sama hvernig við lítum á það, það hlýtur að vera orðið mjög umdeilt að þessi lýðheilsusjónarmið sem á sínum tíma voru lögð til grundvallar, eigi hreinlega við í dag,“ sagði Jón á fundinum í dag. Samkvæmt samantekt FA nefndi Jón það að aðgengi að sölustöðum og aukin þjónusta ÁTVR, fjölgun útsölustaða og annað til marks um af hverju lýðheilsusjónarmiðið ætti ekki lengur við. Hann nefndi einnig það að ÁTVR stundaði nútíma markaðssetningu og gerði allt til að selja meira áfengi. Hægt er að horfa á fundinn í spilaranum hér að neðan. Eins og áður segir, þá nefndi Jón að hann ætlaði að leggja fram frumvarp um að leyfa minni brugghúsum að selja gestum áfengi. Hann sagði Sjálfstæðisflokkinn vilja afnema einkarétt ríkisins á áfengissölu en frumvarpið væri málamiðlun milli Sjálfstæðisflokksins annars vegar og Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hins vegar. „Það hljóta margir að spyrja sig spurninga, hversu réttlætanlegt það er að stíga bara þetta hænuskref í þá átt sem við viljum stefna. En maður fylgir stundum þeirri stefnu að reyna að borða fílinn í fleiri bitum, þó ég hyggi á stærri skref í þessu. En á sama tíma verð ég að vera meðvitaður um að við erum kannski í vandræðum með okkar samstarfsflokka í meirihlutanum og reyndar út fyrir það – það hafa verið eitthvað skiptar skoðanir innan okkar eigin flokks, þó ég telji að það sé yfirstíganlegt,“ sagði Jón. Einnig álit um netsölu áfengis Sérfræðingahópurinn sem á að skila áðurnefndu lögfræðiáliti um undanþáguna mun einnig reyna að svara spurningum um lögmæti netverslunar með áfengi. „Þetta er tilraun mín til að sýna fram á þær ógöngur sem við erum komin í og að mínu mati þá rökleysu sem liggur að baki núverandi ástandi. Það er mín persónulega skoðun og hún hefur svo sem enga vigt umfram það sem það er, en ég ætla að reyna að laða fram einhver álit meiri sérfræðinga í þessu. Þetta gæti mögulega leitt til þess að við myndum leita eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum og sjá hvort með þessari leið við getum kallað fram umræður og þá stöðu að þingið verði í raun að taka málið á dagskrá, verði að taka það til umfjöllunar og ræða mögulegar breytingar,“ sagði Jón. Ráðherrann sagði núverandi stöðu ómögulega og þá bæði varðandi sölu áfengis og áfengisauglýsingar. Markaðurinn væri nánast opinn. Fólk gæti pantað sér áfengi hvaðan sem væri í heiminum og sömuleiðis fengið áfengi heim að dyrum á nokkrum klukkustundum. Þar að auki væri auðvelt að nálgast áfengi á veitingastöðum og í verslunum ÁTVR. „Og þá kemur maður aftur að þessari spurningu: Hvernig standast þessi lýðheilsusjónarmið sem grundvöllur þeirrar undanþágu sem við fengum? Það stenst bara illa að mínu mati.“
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi EFTA Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira