Ekki hafa öll lið leikið alla sína leiki á mótinu, en Þróttarar hafa þrátt fyrir það tryggt sér titilinn.
Þróttur tapaði ekki leik og endar mótið með 16 stig eftir fimm sigra og eitt jafntefli. Liðið skoraði 25 mörk á mótinu og fékk aðeins á sig fimm.
Valur var eina liðið sem átti raunverulegan möguleika á að skáka Þrótturum í baráttunni um Reykjavíkurmeistaratitilinn fyrir leik kvöldsins, en þeim nægir nú jafntefli gegn Fylki á föstudaginn eftir viku til að tryggja sér annað sætið.
Fjölniskonur enda hins vegar í fjórða sæti með níu stig.