Hvað ef húsfélagið ræðst ekki í nauðsynlegar viðgerðir? Tinna Andrésdóttir skrifar 11. febrúar 2022 08:31 Athafnaleysi húsfélagsins Húseigendafélagið fær oft til sín úrræðalausa eigendur í leit að ráðum vegna skemmda inn í séreign sinni sem rekja má til sameignar. Utanaðkomandi leki er gott dæmi enda mjög algengur hér á landi í þeim veðrum og vindum sem við erum svo heppin að búa við. Ef lekur inn í íbúð efstu hæðar frá þaki hússins er það húsfélagið sem á að bregðast við og ráða til sín verktaka í viðgerðir á þakinu. Eigandi íbúðarinnar þarf þá að byrja á því að tilkynna stjórn um lekann sem boða á til húsfundar í kjölfarið þar sem viðgerðir eru samþykktar. Ef enginn starfandi stjórn er í húsinu þá hafa einstakir eigendur heimild til þess að boða til húsfundar. Oft og tíðum er nauðsynlegt að fá fagaðila til að framkvæma úttekt á húsinu með það að markmiði að finna upptök lekans. Því næst er aflað tilboða í verkið og það lagt fyrir húsfund til samþykktar. Samþykki húsfundur hins vegar ekki nauðsynlegar framkvæmdir vandast málið, en samþykki einfalds meirihluta er áskilið samkvæmt lögum um fjöleignarhús. Sama á við ef stjórn bregst ekki við og boðar ekki til húsfundar þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Í 38. gr. laga um fjöleignarhús er kveðið á um heimild einstakra eigenda til að ráðast í nauðsynlegar viðgerðir á sameign á kostnað allra þrátt fyrir að samþykki húsfundar liggi ekki fyrir. Eigandinn þarf þó að uppfylla ákveðin skilyrði áður en ráðist er í framkvæmdir. Fyrst þarf eigandinn að afla sönnunar á nauðsyn viðgerðarinnar, umfangi hennar og kostnaði við hana. Það er gert með því að fá fagaðila til að framkvæma úttekt og gera kostnaðaráætlun. Þegar þau gögn liggja fyrir er send áskorun með sannarlegum hætti (með ábyrgðarpósti) á stjórn húsfélagsins um að bregðast við, boða til húsfundar og samþykkja viðgerðir. Verði ekki brugðist við áskorun þeirri innan sanngjarns frests (t.d. tveggja vikna) þarf eigandinn að senda aðra áskorun á stjórnina, sama efnis. Verði ekki brugðist við síðari áskoruninni hefur eigandinn heimild til að ráðast í framkvæmdir á kostnað húsfélagsins þó að samþykki fyrir þeim hafi ekki fengist. Nauðsynlegt er að sendar séu tvær áskoranir en í téðri lagagrein er orðalagið áskoranir í fleirtölunotað. Mikilvægt er að gætt sé að áðurnefndum skilyrðum þannig að aðrir eigendur hússins séu bundnir greiðsluskyldu. Verði það ekki gert geta eigendur hafnað greiðsluskyldu og eigandi íbúðarinnar situr einn uppi með kostnaðinn. Neyðarréttur Ef lögn springur og vatn flæðir um íbúðina og málið þolir augljóslega ekki bið, hefur eigandi heimild til að kalla til fagaðila og láta framkvæma viðgerðir á kostnað húsfélagsins þó að kostnaður sá hafi ekki verið borinn undir húsfélagið til samþykktar. Þetta er aðeins heimilt til að koma í veg fyrir yfirvofandi tjón sbr. 37. gr. sömu laga. Þar segir jafnframt að eigandinn þurfi að gæta þess að slíkar ráðstafanir verði ekki umfangsmeiri og kostnaðarsamari en nauðsyn krefur. Réttast væri þá að ráðast í bráðabirgðaviðgerðir strax og bíða með umfangsmeiri viðgerðir þar til húsfundur hefur samþykkt þær. Þeir íbúðareigendur sem ráðast á eigin forsendum í framkvæmdir og vilja fá húsfélagið til að greiða kostnaðinn eftir að framkvæmdir eru hafnar eða þeim lokið, reyna oft að bera fyrir sig neyðarréttinn sbr. 37. gr. laganna. Mikilvægt er að hafa í huga að hann á aðeins við þegar um neyðartilvik er að ræða, líkt og þegar lögn springur, hlutar húss fjúka í vondu veðri o.s. frv. Ekki þegar lekið hefur inn í langan tíma og skyndilega ákveður eigandinn að bregðast við og hefja framkvæmdir. Í þeim tilvikum er eðlilegt að fyrst sé boðað til húsfundar og nauðsynlegar viðgerðir samþykktar. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Sjá meira
Athafnaleysi húsfélagsins Húseigendafélagið fær oft til sín úrræðalausa eigendur í leit að ráðum vegna skemmda inn í séreign sinni sem rekja má til sameignar. Utanaðkomandi leki er gott dæmi enda mjög algengur hér á landi í þeim veðrum og vindum sem við erum svo heppin að búa við. Ef lekur inn í íbúð efstu hæðar frá þaki hússins er það húsfélagið sem á að bregðast við og ráða til sín verktaka í viðgerðir á þakinu. Eigandi íbúðarinnar þarf þá að byrja á því að tilkynna stjórn um lekann sem boða á til húsfundar í kjölfarið þar sem viðgerðir eru samþykktar. Ef enginn starfandi stjórn er í húsinu þá hafa einstakir eigendur heimild til þess að boða til húsfundar. Oft og tíðum er nauðsynlegt að fá fagaðila til að framkvæma úttekt á húsinu með það að markmiði að finna upptök lekans. Því næst er aflað tilboða í verkið og það lagt fyrir húsfund til samþykktar. Samþykki húsfundur hins vegar ekki nauðsynlegar framkvæmdir vandast málið, en samþykki einfalds meirihluta er áskilið samkvæmt lögum um fjöleignarhús. Sama á við ef stjórn bregst ekki við og boðar ekki til húsfundar þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Í 38. gr. laga um fjöleignarhús er kveðið á um heimild einstakra eigenda til að ráðast í nauðsynlegar viðgerðir á sameign á kostnað allra þrátt fyrir að samþykki húsfundar liggi ekki fyrir. Eigandinn þarf þó að uppfylla ákveðin skilyrði áður en ráðist er í framkvæmdir. Fyrst þarf eigandinn að afla sönnunar á nauðsyn viðgerðarinnar, umfangi hennar og kostnaði við hana. Það er gert með því að fá fagaðila til að framkvæma úttekt og gera kostnaðaráætlun. Þegar þau gögn liggja fyrir er send áskorun með sannarlegum hætti (með ábyrgðarpósti) á stjórn húsfélagsins um að bregðast við, boða til húsfundar og samþykkja viðgerðir. Verði ekki brugðist við áskorun þeirri innan sanngjarns frests (t.d. tveggja vikna) þarf eigandinn að senda aðra áskorun á stjórnina, sama efnis. Verði ekki brugðist við síðari áskoruninni hefur eigandinn heimild til að ráðast í framkvæmdir á kostnað húsfélagsins þó að samþykki fyrir þeim hafi ekki fengist. Nauðsynlegt er að sendar séu tvær áskoranir en í téðri lagagrein er orðalagið áskoranir í fleirtölunotað. Mikilvægt er að gætt sé að áðurnefndum skilyrðum þannig að aðrir eigendur hússins séu bundnir greiðsluskyldu. Verði það ekki gert geta eigendur hafnað greiðsluskyldu og eigandi íbúðarinnar situr einn uppi með kostnaðinn. Neyðarréttur Ef lögn springur og vatn flæðir um íbúðina og málið þolir augljóslega ekki bið, hefur eigandi heimild til að kalla til fagaðila og láta framkvæma viðgerðir á kostnað húsfélagsins þó að kostnaður sá hafi ekki verið borinn undir húsfélagið til samþykktar. Þetta er aðeins heimilt til að koma í veg fyrir yfirvofandi tjón sbr. 37. gr. sömu laga. Þar segir jafnframt að eigandinn þurfi að gæta þess að slíkar ráðstafanir verði ekki umfangsmeiri og kostnaðarsamari en nauðsyn krefur. Réttast væri þá að ráðast í bráðabirgðaviðgerðir strax og bíða með umfangsmeiri viðgerðir þar til húsfundur hefur samþykkt þær. Þeir íbúðareigendur sem ráðast á eigin forsendum í framkvæmdir og vilja fá húsfélagið til að greiða kostnaðinn eftir að framkvæmdir eru hafnar eða þeim lokið, reyna oft að bera fyrir sig neyðarréttinn sbr. 37. gr. laganna. Mikilvægt er að hafa í huga að hann á aðeins við þegar um neyðartilvik er að ræða, líkt og þegar lögn springur, hlutar húss fjúka í vondu veðri o.s. frv. Ekki þegar lekið hefur inn í langan tíma og skyndilega ákveður eigandinn að bregðast við og hefja framkvæmdir. Í þeim tilvikum er eðlilegt að fyrst sé boðað til húsfundar og nauðsynlegar viðgerðir samþykktar. Höfundur er lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun