Umræðan um ofbeldi hávær og óþægileg en „algjörlega nauðsynleg“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. febrúar 2022 09:21 „Við gerum okkur grein fyrir því að ákvörðun um að tilkynna brot er erfið og ef málið fær ekki framgang, er það brotaþolum oft sem annað áfall ofan á hitt.“ Vísir/Vilhelm Umræðan um ofbeldi í samfélaginu er „á köflum hávær, jafnvel óþægileg, en algjörlega nauðsynleg,“ segir Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, í pistli á lögregluvefnum. Tímarnir breytist og mennirnir með; það sem áður var látið óátalið sé ekki látið viðgangast lengur. „Me Too byltingin hefur skilað miklu og mun gera áfram. Við getum fullseint þakkað þeim röddum sem hafa komið fram og mikilvægt að nýta byltinguna til breytinga. Viðhorfsbreyting hefur þegar átt sér stað enda getum við öll verið sammála um að ofbeldi, í hvað mynd sem það er, á aldrei að líða,“ segir Halla. Tilefni pistlaskrifanna er að í dag er 112 dagurinn en Halla segist vilja hvetja alla þá sem verða fyrir ofbeldi til að tilkynna það um leið til lögreglu og hafa samband við 112, þar sem neyðarverðir séu til staðar og til að aðstoða og leiðbeina um fyrstu viðbrögð. „Lögreglan er kölluð út nær alla daga ársins eftir að ofbeldi hefur átt sér stað. Dapurlegt er að takast á við þessi mál því oftar en ekki eiga margir um mjög sárt að binda. Ýmislegt hefur verið gert til að bæta þjónustuna við þá sem verða fyrir ofbeldi og því skal haldið áfram. Lögreglan hefur gert gangskör að ýmsu í málaflokkum sem snúa að ofbeldi. Þar er nú tekið mun fastar á málum en áður og var full ástæða til,“ segir Halla. Gæti verið framfaraskref að auka aðild brotaþola að málum Halla segir að mikil umræða um kynferðisbrot hafi verið mikilvæg og gagnleg. Þolendur hafi stigið fram og sýnt mikið hugrekki. Frásagnir þeirra hafi ýtt við þjóðinni og þar með réttarvörslukerfinu um að úrbóta sé þörf. „Mikilvægast í meðferð kynferðisbrota er að huga að kjarnanum sem er málshraðinn, gæði rannsókna og upplýsingar um gang máls. Þá verður ekki litið framhjá því að sönnunarbyrði þessara mála er oft erfið og þó svo að ekki takist að sanna að eitthvað hafi gerst, þýðir það ekki að það hafi ekki gerst. Við gerum okkur grein fyrir því að ákvörðun um að tilkynna brot er erfið og ef málið fær ekki framgang, er það brotaþolum oft sem annað áfall ofan á hitt.“ Halla segir að hjá lögreglu sé mikill vilji til að stytta málsmeðferðartímann og auka gæði rannsókna enn frekar. Markvisst hafi verið unnið að úrbótum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þeirri vinnu sé ekki lokið. „Einnig gæti verið framfaraskref að auka aðild brotaþola að sínu máli og er það í skoðun hjá stjórnvöldum. Það er þó ljóst að forsenda þess að geta tekist á við þessa meinsemd í íslensku samfélagi er að fá þessi mál upp á yfirborðið.“ Hér má finna pistil Höllu. Lögreglan Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Tímarnir breytist og mennirnir með; það sem áður var látið óátalið sé ekki látið viðgangast lengur. „Me Too byltingin hefur skilað miklu og mun gera áfram. Við getum fullseint þakkað þeim röddum sem hafa komið fram og mikilvægt að nýta byltinguna til breytinga. Viðhorfsbreyting hefur þegar átt sér stað enda getum við öll verið sammála um að ofbeldi, í hvað mynd sem það er, á aldrei að líða,“ segir Halla. Tilefni pistlaskrifanna er að í dag er 112 dagurinn en Halla segist vilja hvetja alla þá sem verða fyrir ofbeldi til að tilkynna það um leið til lögreglu og hafa samband við 112, þar sem neyðarverðir séu til staðar og til að aðstoða og leiðbeina um fyrstu viðbrögð. „Lögreglan er kölluð út nær alla daga ársins eftir að ofbeldi hefur átt sér stað. Dapurlegt er að takast á við þessi mál því oftar en ekki eiga margir um mjög sárt að binda. Ýmislegt hefur verið gert til að bæta þjónustuna við þá sem verða fyrir ofbeldi og því skal haldið áfram. Lögreglan hefur gert gangskör að ýmsu í málaflokkum sem snúa að ofbeldi. Þar er nú tekið mun fastar á málum en áður og var full ástæða til,“ segir Halla. Gæti verið framfaraskref að auka aðild brotaþola að málum Halla segir að mikil umræða um kynferðisbrot hafi verið mikilvæg og gagnleg. Þolendur hafi stigið fram og sýnt mikið hugrekki. Frásagnir þeirra hafi ýtt við þjóðinni og þar með réttarvörslukerfinu um að úrbóta sé þörf. „Mikilvægast í meðferð kynferðisbrota er að huga að kjarnanum sem er málshraðinn, gæði rannsókna og upplýsingar um gang máls. Þá verður ekki litið framhjá því að sönnunarbyrði þessara mála er oft erfið og þó svo að ekki takist að sanna að eitthvað hafi gerst, þýðir það ekki að það hafi ekki gerst. Við gerum okkur grein fyrir því að ákvörðun um að tilkynna brot er erfið og ef málið fær ekki framgang, er það brotaþolum oft sem annað áfall ofan á hitt.“ Halla segir að hjá lögreglu sé mikill vilji til að stytta málsmeðferðartímann og auka gæði rannsókna enn frekar. Markvisst hafi verið unnið að úrbótum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þeirri vinnu sé ekki lokið. „Einnig gæti verið framfaraskref að auka aðild brotaþola að sínu máli og er það í skoðun hjá stjórnvöldum. Það er þó ljóst að forsenda þess að geta tekist á við þessa meinsemd í íslensku samfélagi er að fá þessi mál upp á yfirborðið.“ Hér má finna pistil Höllu.
Lögreglan Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira