Styrkjum íþróttafélögin í landinu Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 18:00 Íþróttafélög, héraðssambönd og sérsambönd í landinu hafa tapað miklum fjármunum í Covid, tapið hleypur á milljörðum, ekki síst vegna fækkunar áhorfenda og niðurfellingar á viðburðum. Til viðbótar er það reynsla margra félaga að erfiðara sé að fá styrki frá fyrirtækjum en áður var. Íþróttahreyfingin er langstærsta fjöldahreyfing á Íslandi og hún byggir að mestu á sjálfboðaliðum. Knattspyrnan er þar fjölmennust og með umfangsmestu starfsemina. Því veldur það mér verulegum áhyggjum að ég heyri á fólki í félögum landsins að stjórnir og ráð eigi sífellt erfiðara með að fjármagna starfið. Þá hefur sjálfboðaliðum fækkað hjá mörgum. Eitt mikilvægasta hlutverk knattspyrnufélaga er að skipuleggja æfingar og keppni fyrir börn og unglinga. Markmiðið er að auka árangur og hæfni í fótbolta en ekki síður að efla félagslega og uppeldislega þætti, eins og leiðtoga-, samvinnu-, félags- og samskiptafærni ásamt vináttu. Auk þess sýna ótal rannsóknir fram á ávinning íþróttaiðkunar fyrir líkamlega og andlega heilsu. Því þarf ekki að koma á óvart að mjög margir foreldrar vilja að börn þeirra stundi íþróttir, þar á meðal knattspyrnu. Út frá mikilvægi, umfangi og starfsemi íþróttahreyfingarinnar er því alveg ljóst að styrkja þarf íþróttafélögin í landinu. Við fengum stuðning í fyrri bylgjum faraldursins, sem skipti miklu máli og við erum afar þakklát fyrir - en eins og allir vita lengdist Covid-tímabilið með gríðarlega neikvæðum áhrifum á rekstur íþróttafélaga. Vil ég því biðla til ríkisstjórnarinnar um að koma íþróttahreyfingunni til hjálpar. Ef ekki tel ég að afleiðingarnar verði grafalvarlegar. Ég hef þó fulla trú á að ríkisstjórnin sýni skilning á þeirri stöðu sem við erum í og grípi til aðgerða á næstu vikum. Íþróttaæfingar eru fastur liður í lífi mjög margra barna og unglinga, svo koma meistaraflokkarnir og loks landsliðin. Ein órjúfanleg keðja sem má ekki rofna. Við erum vonandi að fara yfir síðasta Covid-hjallinn og nú verður ríkið að stíga inn í. Íþróttafélögin mega ekki vera í mörg ár að jafna sig á afleiðingum Covid. Starfsemi sem byggir eins mikið á sjálfboðaliðum og raun ber vitni þolir það einfaldlega ekki. Hættan er að stjórnarfólk og sjálfboðaliðar bugist af álagi og hverfi á braut. Smá saman mun það gerast að ástandið bitnar á gæðum starfsins. Ég treysti því að á næstu vikum komi góðar fréttir fyrir þessa hreyfingu sem er svo stór partur af lífi okkar Íslendinga. Að lokum við ég minna á að fyrir hverja krónu sem sett er í íþróttastarf skila sér ansi margar til baka. Sem dæmi kemur fram á heimasíðu Sænska knattspyrnusambandsins að fyrir hverja krónu sem fer til fótboltans koma tíu krónur til baka til samfélagsins. Að styðja við fótboltann og íþróttir er því fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður KSÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fótbolti Íþróttir barna KSÍ Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Íþróttafélög, héraðssambönd og sérsambönd í landinu hafa tapað miklum fjármunum í Covid, tapið hleypur á milljörðum, ekki síst vegna fækkunar áhorfenda og niðurfellingar á viðburðum. Til viðbótar er það reynsla margra félaga að erfiðara sé að fá styrki frá fyrirtækjum en áður var. Íþróttahreyfingin er langstærsta fjöldahreyfing á Íslandi og hún byggir að mestu á sjálfboðaliðum. Knattspyrnan er þar fjölmennust og með umfangsmestu starfsemina. Því veldur það mér verulegum áhyggjum að ég heyri á fólki í félögum landsins að stjórnir og ráð eigi sífellt erfiðara með að fjármagna starfið. Þá hefur sjálfboðaliðum fækkað hjá mörgum. Eitt mikilvægasta hlutverk knattspyrnufélaga er að skipuleggja æfingar og keppni fyrir börn og unglinga. Markmiðið er að auka árangur og hæfni í fótbolta en ekki síður að efla félagslega og uppeldislega þætti, eins og leiðtoga-, samvinnu-, félags- og samskiptafærni ásamt vináttu. Auk þess sýna ótal rannsóknir fram á ávinning íþróttaiðkunar fyrir líkamlega og andlega heilsu. Því þarf ekki að koma á óvart að mjög margir foreldrar vilja að börn þeirra stundi íþróttir, þar á meðal knattspyrnu. Út frá mikilvægi, umfangi og starfsemi íþróttahreyfingarinnar er því alveg ljóst að styrkja þarf íþróttafélögin í landinu. Við fengum stuðning í fyrri bylgjum faraldursins, sem skipti miklu máli og við erum afar þakklát fyrir - en eins og allir vita lengdist Covid-tímabilið með gríðarlega neikvæðum áhrifum á rekstur íþróttafélaga. Vil ég því biðla til ríkisstjórnarinnar um að koma íþróttahreyfingunni til hjálpar. Ef ekki tel ég að afleiðingarnar verði grafalvarlegar. Ég hef þó fulla trú á að ríkisstjórnin sýni skilning á þeirri stöðu sem við erum í og grípi til aðgerða á næstu vikum. Íþróttaæfingar eru fastur liður í lífi mjög margra barna og unglinga, svo koma meistaraflokkarnir og loks landsliðin. Ein órjúfanleg keðja sem má ekki rofna. Við erum vonandi að fara yfir síðasta Covid-hjallinn og nú verður ríkið að stíga inn í. Íþróttafélögin mega ekki vera í mörg ár að jafna sig á afleiðingum Covid. Starfsemi sem byggir eins mikið á sjálfboðaliðum og raun ber vitni þolir það einfaldlega ekki. Hættan er að stjórnarfólk og sjálfboðaliðar bugist af álagi og hverfi á braut. Smá saman mun það gerast að ástandið bitnar á gæðum starfsins. Ég treysti því að á næstu vikum komi góðar fréttir fyrir þessa hreyfingu sem er svo stór partur af lífi okkar Íslendinga. Að lokum við ég minna á að fyrir hverja krónu sem sett er í íþróttastarf skila sér ansi margar til baka. Sem dæmi kemur fram á heimasíðu Sænska knattspyrnusambandsins að fyrir hverja krónu sem fer til fótboltans koma tíu krónur til baka til samfélagsins. Að styðja við fótboltann og íþróttir er því fjárfesting til framtíðar. Höfundur er formaður KSÍ.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun