Sýnum frumkvæði Jódís Skúladóttir skrifar 13. febrúar 2022 18:30 Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. Árásin í Útey breytti líka heimsmynd okkar norðurlandabúa og vakti okkur hressilega til umhugsunar. Hér hefur skotárásum fjölgað ískyggilega síðustu misseri, Rauðagerðismálið, skotárás á Egilsstöðum og tvær skotárásir í Reykjavík síðustu vikuna vekja okkur ugg. Nú er það svo að sjálf er undirrituð skotvopnaeigandi, stundar sjálfbærar skotveiðar og er alin upp við að umgangast skotvopn af virðingu. Skotvopn eru í eðli sínu ekki hættuleg frekar en bifreiðar eða hnífapör. Það er almennt mannanna verk ef skaði hlýst af meðferð þeirra. Það er mér mikið kappsmál að Ísland sýni frumkvæði í því að tryggja öryggi borgaranna og hef ég aldrei haft trú á að vopnvæðing lögreglu sé svar við auknu ofbeldi á landinu. Það að lögregla og glæpaklíkur fari í vígbúnaðarkapphlaup er einfaldlega ekki til þess fallið að draga úr ofbeldi eða auka öryggi landsmanna. Eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég settist á þing var að hefja undirbúning að frumvarpi um endurskoðun skotvopnalaga. Það hefur verið mín tilfinning lengi að mikið sé af óskráðum skotvopnum í landinu en áhugavert er að ekki ber saman skoðun lögreglu og almennings um hversu algengt sé að skotvopn séu óskráð í landinu. Ástæður óskráðar skotvopna geta verið ólíkar, andvaraleysi aðstandenda við fráfall skráðs eiganda, smygl og þjófnaður svo eitthvað sé nefnt. Í undirbúningsvinnu minni við frumvarpið kynnti ég mér löggjöf nágrannalanda. Borið hefur á því á Norðurlöndum að svokölluð „óvirk skotvopn“ séu keypt frá Austur Evrópu en þá er hægt að komast hjá hefðbundnu ferli um kaup á skotvopnum. Það þarf hins vegar litla þekkingu til þess að breyta vopnunum með einföldum hætti til þess að gera þau virk. Árið 2017 bauðst Áströlum að skila inn óskráðum og ólöglegum skotvopnum án eftirmála en þetta var í annað sinn sem slíkt átak var gert í Ástralíu og skiluðu sér alls um 57.000 skotvopn inn til yfirvalda. Eftir hryðjuverkaárás í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem rúmlega 50 voru myrt í skotárásum bauðst fólki að skila inn ákveðnum tegundum skotvopna gegn greiðslu eftir að lögum var breytt og þau hert. Einnig gafst fólki kostur á að skila inn óskráðum vopnum án yfirheyrslu og voru yfir 50.000 skotvopnum þannig skilað inn til lögreglu. Sambærilegt átak var í Svíþjóð árið 2014 og skilaði það yfir 15.000 skotvopnum til yfirvalda. Eftir gott samtal við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákvað ég að leggja ekki fram frumvarpið þar sem stjórnarfrumvarp um endurskoðun skotvopnalaga er í farvatninu. Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og fylgja því eftir inni á þingi þar sem alvarleiki málsins er með þeim hætti að við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Það verður aldrei hægt að koma að fullu í veg fyrir skotárásir en með ábyrgri löggjöf á átaki í eftirliti og umsýslu má hins vegar draga úr líkum á misnotkun skotvopna og þannig bjarga mannslífum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Alþingi Vinstri græn Skotvopn Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjöldi skotárása í Bandarískum háskólum og á götum úti hefur vakið mikla umræðu um skotvopnaeign almennings undanfarin ár. Fréttir af skotvopnaárásum hafa færst nær og nær og nánast orðið daglegt brauð að skotárásir verði í dönskum og sænskum borgum. Árásin í Útey breytti líka heimsmynd okkar norðurlandabúa og vakti okkur hressilega til umhugsunar. Hér hefur skotárásum fjölgað ískyggilega síðustu misseri, Rauðagerðismálið, skotárás á Egilsstöðum og tvær skotárásir í Reykjavík síðustu vikuna vekja okkur ugg. Nú er það svo að sjálf er undirrituð skotvopnaeigandi, stundar sjálfbærar skotveiðar og er alin upp við að umgangast skotvopn af virðingu. Skotvopn eru í eðli sínu ekki hættuleg frekar en bifreiðar eða hnífapör. Það er almennt mannanna verk ef skaði hlýst af meðferð þeirra. Það er mér mikið kappsmál að Ísland sýni frumkvæði í því að tryggja öryggi borgaranna og hef ég aldrei haft trú á að vopnvæðing lögreglu sé svar við auknu ofbeldi á landinu. Það að lögregla og glæpaklíkur fari í vígbúnaðarkapphlaup er einfaldlega ekki til þess fallið að draga úr ofbeldi eða auka öryggi landsmanna. Eitt af mínum fyrstu verkum eftir að ég settist á þing var að hefja undirbúning að frumvarpi um endurskoðun skotvopnalaga. Það hefur verið mín tilfinning lengi að mikið sé af óskráðum skotvopnum í landinu en áhugavert er að ekki ber saman skoðun lögreglu og almennings um hversu algengt sé að skotvopn séu óskráð í landinu. Ástæður óskráðar skotvopna geta verið ólíkar, andvaraleysi aðstandenda við fráfall skráðs eiganda, smygl og þjófnaður svo eitthvað sé nefnt. Í undirbúningsvinnu minni við frumvarpið kynnti ég mér löggjöf nágrannalanda. Borið hefur á því á Norðurlöndum að svokölluð „óvirk skotvopn“ séu keypt frá Austur Evrópu en þá er hægt að komast hjá hefðbundnu ferli um kaup á skotvopnum. Það þarf hins vegar litla þekkingu til þess að breyta vopnunum með einföldum hætti til þess að gera þau virk. Árið 2017 bauðst Áströlum að skila inn óskráðum og ólöglegum skotvopnum án eftirmála en þetta var í annað sinn sem slíkt átak var gert í Ástralíu og skiluðu sér alls um 57.000 skotvopn inn til yfirvalda. Eftir hryðjuverkaárás í Nýja-Sjálandi árið 2019 þar sem rúmlega 50 voru myrt í skotárásum bauðst fólki að skila inn ákveðnum tegundum skotvopna gegn greiðslu eftir að lögum var breytt og þau hert. Einnig gafst fólki kostur á að skila inn óskráðum vopnum án yfirheyrslu og voru yfir 50.000 skotvopnum þannig skilað inn til lögreglu. Sambærilegt átak var í Svíþjóð árið 2014 og skilaði það yfir 15.000 skotvopnum til yfirvalda. Eftir gott samtal við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákvað ég að leggja ekki fram frumvarpið þar sem stjórnarfrumvarp um endurskoðun skotvopnalaga er í farvatninu. Ég mun hins vegar halda málinu vakandi og fylgja því eftir inni á þingi þar sem alvarleiki málsins er með þeim hætti að við getum ekki og megum ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Það verður aldrei hægt að koma að fullu í veg fyrir skotárásir en með ábyrgri löggjöf á átaki í eftirliti og umsýslu má hins vegar draga úr líkum á misnotkun skotvopna og þannig bjarga mannslífum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun