Guðbjörg Oddný vill 3. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2022 13:39 Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Aðsend/Aldís Pálsdóttir Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, varabæjarfulltrúi og varaþingmaður, sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer dagana 3.-5. mars næstkomandi. Í tilkynningu frá Guðbjörgu Oddnýju segir að hún sé uppalin í Hafnarfirði, fædd árið1985 og sé gift Gísla Má Gíslasyni, hagfræðingi. Þau eiga saman þrjú börn. „Guðbjörg Oddný skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2008 og varð þar fyrsti varabæjarfulltrúi flokksins. Hún hefur setið í fjölskylduráði, fræðsluráði og sem formaður menningar- og ferðamálanefndar. Guðbjörg er fulltrúi bæjarins í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Guðbjörg var einnig á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum sl. haust og varð þá varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi. Guðbjörg Oddný hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðustu 12 ár og hefur meðal annars setið í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, sem varaformaður. Hún situr núna í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði og í framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Guðbjörg Oddný starfar sem samskiptastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Benchmark Genetics,“ segir í tilkynningunni. Sífellt að efla að þróa þjónustuna Haft er eftir Guðbjörgu Oddnýju að það sé frábært að ala upp börn í Hafnarfirði og að hún vilji leggja sitt af mörkum til að svo verði áfram. „Við þurfum sífellt að leita leiða til að efla og þróa þjónustuna fyrir íbúa á öllum aldri og grípa tækifærin sem nóg er af í bænum. Ég hef mikinn áhuga á að gera gagn fyrir samfélagið okkar og tel reynslu mína og framtíðarsýn koma að góðum notum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar." Ég vil að við höldum áfram að þjónusta fjölskyldur vel í Hafnarfirði. Við verðum að hlúa vel að börnunum okkar og leyfa þeim að blómstra í bæði námi og leik. Mikilvægt er að halda áfram að styðja vel við íþróttafélögin og einnig við skapandi frístundir svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Hafnarfjörður er besti staðurinn til að ala upp börnin okkar og við verðum að leitast að því að bæta þjónustuna á hverju degi til að halda því þannig. Verði ég bæjarfulltrúi mun ég leita leiða við að gera betur fyrir fjölskyldur og hlúa að þeim í sífellt breytilegum heimi. Ég legg áherslu á það að bærinn reyni að einfalda lífið fyrir fjölskyldur og við vinnum saman að því að minnka flækjustig og stress. Það er meðal annars mikilvægt að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri sé tryggð svo foreldrar geti snúið til baka til vinnu eftir fæðingarorlof,“ er haft eftir Guðbjörgu. Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í tilkynningu frá Guðbjörgu Oddnýju segir að hún sé uppalin í Hafnarfirði, fædd árið1985 og sé gift Gísla Má Gíslasyni, hagfræðingi. Þau eiga saman þrjú börn. „Guðbjörg Oddný skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2008 og varð þar fyrsti varabæjarfulltrúi flokksins. Hún hefur setið í fjölskylduráði, fræðsluráði og sem formaður menningar- og ferðamálanefndar. Guðbjörg er fulltrúi bæjarins í stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Guðbjörg var einnig á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum sl. haust og varð þá varaþingmaður í Suðvesturkjördæmi. Guðbjörg Oddný hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðustu 12 ár og hefur meðal annars setið í stjórn Stefnis, félags ungra Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði og stjórn Fram, Sjálfstæðisfélags Hafnarfjarðar, sem varaformaður. Hún situr núna í stjórn fulltrúaráðsins í Hafnarfirði og í framkvæmdastjórn Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Guðbjörg Oddný starfar sem samskiptastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjá Benchmark Genetics,“ segir í tilkynningunni. Sífellt að efla að þróa þjónustuna Haft er eftir Guðbjörgu Oddnýju að það sé frábært að ala upp börn í Hafnarfirði og að hún vilji leggja sitt af mörkum til að svo verði áfram. „Við þurfum sífellt að leita leiða til að efla og þróa þjónustuna fyrir íbúa á öllum aldri og grípa tækifærin sem nóg er af í bænum. Ég hef mikinn áhuga á að gera gagn fyrir samfélagið okkar og tel reynslu mína og framtíðarsýn koma að góðum notum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar." Ég vil að við höldum áfram að þjónusta fjölskyldur vel í Hafnarfirði. Við verðum að hlúa vel að börnunum okkar og leyfa þeim að blómstra í bæði námi og leik. Mikilvægt er að halda áfram að styðja vel við íþróttafélögin og einnig við skapandi frístundir svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Hafnarfjörður er besti staðurinn til að ala upp börnin okkar og við verðum að leitast að því að bæta þjónustuna á hverju degi til að halda því þannig. Verði ég bæjarfulltrúi mun ég leita leiða við að gera betur fyrir fjölskyldur og hlúa að þeim í sífellt breytilegum heimi. Ég legg áherslu á það að bærinn reyni að einfalda lífið fyrir fjölskyldur og við vinnum saman að því að minnka flækjustig og stress. Það er meðal annars mikilvægt að dagvistun barna frá 12 mánaða aldri sé tryggð svo foreldrar geti snúið til baka til vinnu eftir fæðingarorlof,“ er haft eftir Guðbjörgu.
Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira