Gætu þurft að kalla starfsfólk úr einangrun svo spítalinn geti starfað Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. febrúar 2022 17:47 Hildi segist ekki lítast vel á hugmyndina um að kalla smitað starfsfólk til vinnu. En það gæti þó vel verið að það verði að gera. Vísir/Egill Til skoðunar er að stytta eða hreinlega aflétta einangrun heilbrigðisstarfsfólks á næstunni til að leysa mönnunarvanda. Rúmlega þrjú hundruð starfsmenn eru frá vinnu á spítalanum vegna þess að þeir eru í einangrun. Smituðu starfsfólki á spítalanum fjölgaði mjög um helgina. Það þarf að sæta lengri einangrun en aðrir og nú eru þeir 302 talsins sem komast ekki í vinnu vegna Covid. „Við erum enn þá með sjö daga einangrun. Starfsfólk er heima í sjö daga vegna þess að einangrunin er í sjálfu sér fimm dagar plús tveir dagar í smitgát, þar sem fólki er uppálagt að fara mjög varlega, umgangast ekki viðkvæma hópa og svo framvegis,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Spítalinn skoðar nú hvort hann neyðist til að fá þá sem eiga að vera heima í smitgát eftir einangrun til starfa og stytta þannig þann tíma sem þeir eru frá vinnu úr sjö dögum í fimm. „Nú svo er auðvitað alltaf verið að tala utan í þetta að aflétta einangrun og að smitað fólk geti komið til vinnu. Við erum ekkert hrifin af því en við verðum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda úti þjónustunni,“ segir Hildur. Ef eina leiðin til þess sé sú að fá einkennalaust en smitað starfsfólk til vinnu geti vel verið að það verði gert. Viðkvæmir hópar enn í hættu Þeir verði þó ólíklega látnir vinna í kring um viðkvæmustu hópana á spítalanum, sem eru í mestri hættu ef þeir vekjast af Covid. Hildur útilokar þó ekkert enda verði að tryggja það að allar deildir geti starfað áfram. Fjórir hafa látist með Covid hér á landi það sem af er febrúarmánuði. Karlmaðurinn sem lést fyrir helgi var í áhættuhópi en var lagður inn á gjörgæslu vegna Covid. Hann var á þrítugsaldri og sá yngsti á landinu sem hefur látist af völdum Covid-19. Hildur segir það ekki mega gleymast í umræðunni hve hættulegt Covid getur verið fyrir þá sem eru í áhættuhópum. „Covid er veirusýking sem gerir ekkert betra. Hún gerir hlutina bara verri. Og það getur auðvitað steypt fólki sem er mjög viðkvæmt fyrir, til dæmis með alvarlega lungnasjúkdóma eða hvað það nú er, í miklu miklu verra ástandi en ella hefði verið. Þannig það er auðvitað það sem við erum hrædd við,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sjá meira
Smituðu starfsfólki á spítalanum fjölgaði mjög um helgina. Það þarf að sæta lengri einangrun en aðrir og nú eru þeir 302 talsins sem komast ekki í vinnu vegna Covid. „Við erum enn þá með sjö daga einangrun. Starfsfólk er heima í sjö daga vegna þess að einangrunin er í sjálfu sér fimm dagar plús tveir dagar í smitgát, þar sem fólki er uppálagt að fara mjög varlega, umgangast ekki viðkvæma hópa og svo framvegis,“ segir Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala. Spítalinn skoðar nú hvort hann neyðist til að fá þá sem eiga að vera heima í smitgát eftir einangrun til starfa og stytta þannig þann tíma sem þeir eru frá vinnu úr sjö dögum í fimm. „Nú svo er auðvitað alltaf verið að tala utan í þetta að aflétta einangrun og að smitað fólk geti komið til vinnu. Við erum ekkert hrifin af því en við verðum auðvitað að gera allt sem í okkar valdi stendur til að halda úti þjónustunni,“ segir Hildur. Ef eina leiðin til þess sé sú að fá einkennalaust en smitað starfsfólk til vinnu geti vel verið að það verði gert. Viðkvæmir hópar enn í hættu Þeir verði þó ólíklega látnir vinna í kring um viðkvæmustu hópana á spítalanum, sem eru í mestri hættu ef þeir vekjast af Covid. Hildur útilokar þó ekkert enda verði að tryggja það að allar deildir geti starfað áfram. Fjórir hafa látist með Covid hér á landi það sem af er febrúarmánuði. Karlmaðurinn sem lést fyrir helgi var í áhættuhópi en var lagður inn á gjörgæslu vegna Covid. Hann var á þrítugsaldri og sá yngsti á landinu sem hefur látist af völdum Covid-19. Hildur segir það ekki mega gleymast í umræðunni hve hættulegt Covid getur verið fyrir þá sem eru í áhættuhópum. „Covid er veirusýking sem gerir ekkert betra. Hún gerir hlutina bara verri. Og það getur auðvitað steypt fólki sem er mjög viðkvæmt fyrir, til dæmis með alvarlega lungnasjúkdóma eða hvað það nú er, í miklu miklu verra ástandi en ella hefði verið. Þannig það er auðvitað það sem við erum hrædd við,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sjá meira