Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2022 18:19 Lögreglan á Norðurlandi hefur boðað Aðalstein í yfirheyrslu í næstu viku. Vísir/Vilhelm Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ Þetta kemur fram hjá Stundinni, sem kveðst hafa heimildir fyrir því að minnst einn annar blaðamaður hafi verið boðaður í yfirheyrslu. Þeir séu grunaðir um að hafa með umfjöllun sinni brotið gegn ákvæðum hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Í boðun frá lögreglu komi fram að Aðalsteinn muni við skýrslutökuna fá réttarstöðu sakbornings og hann hafi rétt til þess að mæta með lögmann með sér, sem lögregla muni tilnefna honum við rannsókn málsins. Telur skilaboðin skrýtin Í samtali við Vísi segist Aðalsteinn hissa á málinu. „Það kemur náttúrulega bara ótrúlega á óvart að lögreglan skuli ekki vera betur að sér í hvaða lög gilda um störf blaðamanna og fjölmiðla. Það gæti ekki verið skýrara að það er lögbrot fyrir mig að gefa nokkra vísbendingu um þau gögn sem ég fjalla um. Um það gilda lög um vernd heimildamanna,“ segir Aðalsteinn. Hann skilji því hreinlega ekki hvað búi að baki ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi um að boða hann í yfirheyrslu, en lögreglumaður að norðan verður sendur til Reykjavíkur til þess að annast yfirheyrslurnar. „En þetta er einhver vegferð sem lögreglustjórinn þarna fyrir norðan hefur áhuga á og ég fæ náttúrulega engu um það ráðið, sama hversu ótrúlega skrýtin skilaboð mér finnst það senda til blaðamanna, fjölmiðla og almennings.“ Spenntur að sjá um hvað málið snýst Aðalsteinn segist ekki hafa fengið upplýsingar um hvaða hluti umfjöllunar hans um Samherja það sé sem lögreglan telur að geti varðað við lög. Í boðun til hans komi einfaldlega fram að grunur leiki á um að hann hafi gerst brotlegur við lagaákvæði um friðhelgi einkalífs. „Það verður bara spennandi að heyra hvað í ósköpunum ég á að hafa gert.“ Aðalsteinn segist litlar áhyggjur hafa af málinu. Hann búi svo vel að vinna á vinnustað sem hafi lögfræðinga á sínum snærum. Líkt og áður sagði greindi Stundin frá því að tveir blaðamenn hið minnsta hafi verið boðaðir í yfirheyrslu, en Aðalsteini er ekki kunnugt um hver hinn blaðamaðurinn er. Uppfært klukkan 18:50: Í umfjöllun Kjarnans kemur fram að tveir starfsmenn miðilsins, ritstjórinn Þórður Snær Júlíusson og blaðamaðurinn Arnar Þór Ingólfsson, hefðu verið boðaðir í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi. Þeir hafi verið boðaðir í yfirheyrslu af sömu ástæðu og Aðalsteinn; vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild Samherja.“ Uppfært klukkan 20:07: Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hana má lesa hér. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Þetta kemur fram hjá Stundinni, sem kveðst hafa heimildir fyrir því að minnst einn annar blaðamaður hafi verið boðaður í yfirheyrslu. Þeir séu grunaðir um að hafa með umfjöllun sinni brotið gegn ákvæðum hegningarlaga um friðhelgi einkalífs. Í boðun frá lögreglu komi fram að Aðalsteinn muni við skýrslutökuna fá réttarstöðu sakbornings og hann hafi rétt til þess að mæta með lögmann með sér, sem lögregla muni tilnefna honum við rannsókn málsins. Telur skilaboðin skrýtin Í samtali við Vísi segist Aðalsteinn hissa á málinu. „Það kemur náttúrulega bara ótrúlega á óvart að lögreglan skuli ekki vera betur að sér í hvaða lög gilda um störf blaðamanna og fjölmiðla. Það gæti ekki verið skýrara að það er lögbrot fyrir mig að gefa nokkra vísbendingu um þau gögn sem ég fjalla um. Um það gilda lög um vernd heimildamanna,“ segir Aðalsteinn. Hann skilji því hreinlega ekki hvað búi að baki ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi um að boða hann í yfirheyrslu, en lögreglumaður að norðan verður sendur til Reykjavíkur til þess að annast yfirheyrslurnar. „En þetta er einhver vegferð sem lögreglustjórinn þarna fyrir norðan hefur áhuga á og ég fæ náttúrulega engu um það ráðið, sama hversu ótrúlega skrýtin skilaboð mér finnst það senda til blaðamanna, fjölmiðla og almennings.“ Spenntur að sjá um hvað málið snýst Aðalsteinn segist ekki hafa fengið upplýsingar um hvaða hluti umfjöllunar hans um Samherja það sé sem lögreglan telur að geti varðað við lög. Í boðun til hans komi einfaldlega fram að grunur leiki á um að hann hafi gerst brotlegur við lagaákvæði um friðhelgi einkalífs. „Það verður bara spennandi að heyra hvað í ósköpunum ég á að hafa gert.“ Aðalsteinn segist litlar áhyggjur hafa af málinu. Hann búi svo vel að vinna á vinnustað sem hafi lögfræðinga á sínum snærum. Líkt og áður sagði greindi Stundin frá því að tveir blaðamenn hið minnsta hafi verið boðaðir í yfirheyrslu, en Aðalsteini er ekki kunnugt um hver hinn blaðamaðurinn er. Uppfært klukkan 18:50: Í umfjöllun Kjarnans kemur fram að tveir starfsmenn miðilsins, ritstjórinn Þórður Snær Júlíusson og blaðamaðurinn Arnar Þór Ingólfsson, hefðu verið boðaðir í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi. Þeir hafi verið boðaðir í yfirheyrslu af sömu ástæðu og Aðalsteinn; vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild Samherja.“ Uppfært klukkan 20:07: Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hana má lesa hér.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Tengdar fréttir „Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49 „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Skæruliðadeild“ Samherja sögð hafa lagt á ráðin um pistlaskrif gegn RÚV og fleirum „Ég fékk skilaboð frá einum af skipstjórunum okkar Páli Steingrímssyni. Hann hefur verið mjög „aktífur“ að skrifa bæði í blöð og á samfélagsmiðlum og getur svarað fyrir sig. Hann sem sagt býður fram krafta sína ef við þurfum nafn á einhver skrif.“ 21. maí 2021 10:49
„Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent