Áróðurinn dynur á opinberum starfsmönnum Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 11:00 Það er svo sem ekki óvenjulegt að talsmenn fyrirtækja á frjálsum markaði barmi sér yfir því að þurfa að standa í samkeppni, enda eflaust þægilegra að sleppa við þesskonar vesen. Nú ber hins vegar svo við að einn forsvarsmanna samtaka atvinnurekenda kvartar yfir því að fyrirtækin geti ekki keppt við hið opinbera um hæft starfsfólk. Það hefði vissulega verið áhugavert að sjá einhver dæmi um þau fyrirtæki sem eiga í þessum hræðilegu erfiðleikum. Þar sem þau dæmi vantar verðum við hin að giska á hvort þar er um að ræða eitthvað af þeim fyrirtækjum sem hafa efni á að borga forstjórum sínum árslaun verkafólks á í laun á mánuði, nú eða fyrirtæki sem vilja taka upp bónusa fyrir svokallað lykilstarfsfólk. Það kemur kannski einhverjum á óvart að lykilstarfsfólkið er ekki fólkið á gólfinu sem býr til verðmætin, en það er önnur saga. Í þessum nýjustu umkvörtunum er vitnað í bráðabirgðatölur Hagstofunnar um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna á síðasta ári. Á árinu 2021, sem við vitum öll að einkenndist öðru fremur af heimsfaraldri kórónuveirunnar, fækkaði starfsfólki á almenna markaðnum á sama tíma og starfsfólki í opinbera geiranum fjölgaði. Það er eiginlega varla fréttnæmt að tína það til, enda augljóst að faraldurinn hefur farið illa með ákveðnar atvinnugreinar á meðan aukin þörf hefur verið fyrir starfsfólk hjá ýmsum stofnunum ríkis og sveitarfélaga til að bregðast við faraldrinum, sem bætist við aukna þjónustuþörf vegna fjölgunar landsmanna og hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra. Þá sköpuðu ríki og sveitarfélög tímabundin störf til að bregðast við mesta atvinnuleysinu. Nú ber hins vegar svo við að talsmaður atvinnurekenda segir erfitt að ná starfsfólki til baka. Svona í ljósi góðra launa og annarra kjara hjá hinu opinbera. Þrátt fyrir að sæmilega skynsamt fólk sem rýnir í tölurnar átti sig á því að þær sýni allt aðra mynd. Það er sama hvar borið er niður. Við getum skoðað meðaltal grunnlauna eða reglulegra heildarlauna hjá hópum innan BSRB, ASÍ eða BHM. Staðan er alltaf sú sama. Launin eru hæst á almenna markaðinum. Það er eiginlega hlægilegt að þurfa að deila um það. Blöskrar stanslaus áróður Okkur sem störfum fyrir starfsfólkið sem hefur staðið í framlínunni í heimsfaraldrinum er satt að segja farið að blöskra þessi stanslausi áróður sem talsmenn samtaka atvinnurekenda láta dynja á opinberum starfsmönnum. Áróður sem dynur daginn út og daginn inn á starfsfólki sem helgar störf sín þjónustu við fólkið í landinu. Þetta starfsfólk veitir okkur hinum grunnþjónustu, ber uppi velferðarkerfið og gætir almannaöryggis. Það er með öllu óskiljanlegt að þeir sem tjá sig opinberlega fyrir hönd atvinnurekenda í þessu landi ekki bara líti framhjá framlagi opinberra starfsmanna í heimsfaraldrinum heldur finni sér ítrekað tækifæri til að níða skóinn af þessu fólki með því að gefa í skyn að það sé ofhaldið í launum og jafnvel að fækka mætti hressilega í þeirra hópi. Staðreyndin er sú að starfsfólk ríkis og sveitarfélaga vinnur oft á tíðum erfið störf fyrir lægri laun en starfsfólk á almenna markaðinum. Atvinnurekendur og talsmenn þeirra ættu að gera sér far um að þakka þessu fólki fyrir að halda atvinnulífinu gangandi með sínum störfum í stað þess að standa í áróðursherferð gegn þeim. Höfundur er 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar – stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er svo sem ekki óvenjulegt að talsmenn fyrirtækja á frjálsum markaði barmi sér yfir því að þurfa að standa í samkeppni, enda eflaust þægilegra að sleppa við þesskonar vesen. Nú ber hins vegar svo við að einn forsvarsmanna samtaka atvinnurekenda kvartar yfir því að fyrirtækin geti ekki keppt við hið opinbera um hæft starfsfólk. Það hefði vissulega verið áhugavert að sjá einhver dæmi um þau fyrirtæki sem eiga í þessum hræðilegu erfiðleikum. Þar sem þau dæmi vantar verðum við hin að giska á hvort þar er um að ræða eitthvað af þeim fyrirtækjum sem hafa efni á að borga forstjórum sínum árslaun verkafólks á í laun á mánuði, nú eða fyrirtæki sem vilja taka upp bónusa fyrir svokallað lykilstarfsfólk. Það kemur kannski einhverjum á óvart að lykilstarfsfólkið er ekki fólkið á gólfinu sem býr til verðmætin, en það er önnur saga. Í þessum nýjustu umkvörtunum er vitnað í bráðabirgðatölur Hagstofunnar um þróun starfsmannafjölda og heildarlaunagreiðslna á síðasta ári. Á árinu 2021, sem við vitum öll að einkenndist öðru fremur af heimsfaraldri kórónuveirunnar, fækkaði starfsfólki á almenna markaðnum á sama tíma og starfsfólki í opinbera geiranum fjölgaði. Það er eiginlega varla fréttnæmt að tína það til, enda augljóst að faraldurinn hefur farið illa með ákveðnar atvinnugreinar á meðan aukin þörf hefur verið fyrir starfsfólk hjá ýmsum stofnunum ríkis og sveitarfélaga til að bregðast við faraldrinum, sem bætist við aukna þjónustuþörf vegna fjölgunar landsmanna og hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra. Þá sköpuðu ríki og sveitarfélög tímabundin störf til að bregðast við mesta atvinnuleysinu. Nú ber hins vegar svo við að talsmaður atvinnurekenda segir erfitt að ná starfsfólki til baka. Svona í ljósi góðra launa og annarra kjara hjá hinu opinbera. Þrátt fyrir að sæmilega skynsamt fólk sem rýnir í tölurnar átti sig á því að þær sýni allt aðra mynd. Það er sama hvar borið er niður. Við getum skoðað meðaltal grunnlauna eða reglulegra heildarlauna hjá hópum innan BSRB, ASÍ eða BHM. Staðan er alltaf sú sama. Launin eru hæst á almenna markaðinum. Það er eiginlega hlægilegt að þurfa að deila um það. Blöskrar stanslaus áróður Okkur sem störfum fyrir starfsfólkið sem hefur staðið í framlínunni í heimsfaraldrinum er satt að segja farið að blöskra þessi stanslausi áróður sem talsmenn samtaka atvinnurekenda láta dynja á opinberum starfsmönnum. Áróður sem dynur daginn út og daginn inn á starfsfólki sem helgar störf sín þjónustu við fólkið í landinu. Þetta starfsfólk veitir okkur hinum grunnþjónustu, ber uppi velferðarkerfið og gætir almannaöryggis. Það er með öllu óskiljanlegt að þeir sem tjá sig opinberlega fyrir hönd atvinnurekenda í þessu landi ekki bara líti framhjá framlagi opinberra starfsmanna í heimsfaraldrinum heldur finni sér ítrekað tækifæri til að níða skóinn af þessu fólki með því að gefa í skyn að það sé ofhaldið í launum og jafnvel að fækka mætti hressilega í þeirra hópi. Staðreyndin er sú að starfsfólk ríkis og sveitarfélaga vinnur oft á tíðum erfið störf fyrir lægri laun en starfsfólk á almenna markaðinum. Atvinnurekendur og talsmenn þeirra ættu að gera sér far um að þakka þessu fólki fyrir að halda atvinnulífinu gangandi með sínum störfum í stað þess að standa í áróðursherferð gegn þeim. Höfundur er 2. varaformaður BSRB og formaður Kjalar – stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar