Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda Helga María Guðmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 13:31 Í gegnum tímann hafa félagasamtök stofnað hina ýmsu heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er en var ekki búið að koma á lagnirnar. Sem dæmi má nefna SÁÁ sem eins og í nafninu gefur til kynna er samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda. SÁÁ var stofnað árið 1977 þegar þekking á áfengis- og fíknisjúkdómum var ekki mikil. Ég er mjög þakklát fyrir frumkvöðlana sem stóðu í ströngu til að stofna samtökin en í dag er þetta viðurkenndur sjúkdómur og mun meiri þekking á honum. Allir eru sammála því að það þarf sérfræðinga til að veita meðferð og því ætti þessi meðferð að vera undir heilbrigðiskefinu. Með því á að vera hægt að fjölga rýmum og stytta biðlista. Ekki bara það heldur þarf að samtvinna meðferðina á áfengis- og vímuefnavanda við rót vandans og því þarf mun betra utanumhald í meðferðinni. Vogur er afeitrun en það þarf að aðstoða fólk við að lifa án vímugjafa og eru áföll oft ástæða fyrir því að fólk verður fyrir áfengis- og vímuvanda og því þarf að vinna í áföllunum samhliða meðferðinni við sjúkdóminum. Það er enginn einstaklingur sem ætlar sér að fá sjúkdóm, þetta er ekki val. Það að eina sem stendur flestum til boða í dag sem hafa áfengis- og vímuefnasjúkdóm er að skrá sig á Vog og bíða í fleiri vikur, oft mánuði eftir meðferð. Það á ekki að vera staðan árið 2022. Áfengis- og vímuefnasjúkdómuar eru ekki einstaklingssjúkdómur heldur hefur hann áhrif á alla fjölskylduna og þessi bið getur verið hrikalega erfið. Ekki bara biðin sjálf sem maður veit ekkert hvað er löng og ekkert samband er við mann í biðinni, þegar maður fær loksins pláss eru aðeins nokkrir dagar í fyrirvara. Eftir margra mánaða bið er fólk jafnvel ekki lengur tilbúið og þá missir það af lestinni og ný bið myndast er það mætir ekki. Fyrir utan það að mér finnst agalegt hversu fá pláss eru á Vogi en þau eru aðeins 60 og einstaklingar þurfa oftast að deila herbergi með öðrum. Það nær ekki að sofa vegna þess að einstaklingurinn í sama herbergi er að hrjóta alla nóttina og það veitir ákveðið óöryggi að þurfa að deila meðferðinni með ókunnum einstaklingi. Það að hafa misst ástvin úr áfengis- og vímuefnaneyslu er erfið reynsla, maður er búinn að vera lengi að syrgja manneskjuna sem fíknin tók yfir og síðan sigrar fíknin og maður er eftir að spyrja sig hvað ef. Ég vil ekki spyrja aftur hvað ef, heldur hvað þarf til. Hvað þarf til að minnka innlagnalistann og fá betri aðstöðu? Hvenær ætar ríkið að taka yfir þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu? Höfundur er hjúkrunar- og fjölmiðlafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Félagasamtök Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Í gegnum tímann hafa félagasamtök stofnað hina ýmsu heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er en var ekki búið að koma á lagnirnar. Sem dæmi má nefna SÁÁ sem eins og í nafninu gefur til kynna er samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda. SÁÁ var stofnað árið 1977 þegar þekking á áfengis- og fíknisjúkdómum var ekki mikil. Ég er mjög þakklát fyrir frumkvöðlana sem stóðu í ströngu til að stofna samtökin en í dag er þetta viðurkenndur sjúkdómur og mun meiri þekking á honum. Allir eru sammála því að það þarf sérfræðinga til að veita meðferð og því ætti þessi meðferð að vera undir heilbrigðiskefinu. Með því á að vera hægt að fjölga rýmum og stytta biðlista. Ekki bara það heldur þarf að samtvinna meðferðina á áfengis- og vímuefnavanda við rót vandans og því þarf mun betra utanumhald í meðferðinni. Vogur er afeitrun en það þarf að aðstoða fólk við að lifa án vímugjafa og eru áföll oft ástæða fyrir því að fólk verður fyrir áfengis- og vímuvanda og því þarf að vinna í áföllunum samhliða meðferðinni við sjúkdóminum. Það er enginn einstaklingur sem ætlar sér að fá sjúkdóm, þetta er ekki val. Það að eina sem stendur flestum til boða í dag sem hafa áfengis- og vímuefnasjúkdóm er að skrá sig á Vog og bíða í fleiri vikur, oft mánuði eftir meðferð. Það á ekki að vera staðan árið 2022. Áfengis- og vímuefnasjúkdómuar eru ekki einstaklingssjúkdómur heldur hefur hann áhrif á alla fjölskylduna og þessi bið getur verið hrikalega erfið. Ekki bara biðin sjálf sem maður veit ekkert hvað er löng og ekkert samband er við mann í biðinni, þegar maður fær loksins pláss eru aðeins nokkrir dagar í fyrirvara. Eftir margra mánaða bið er fólk jafnvel ekki lengur tilbúið og þá missir það af lestinni og ný bið myndast er það mætir ekki. Fyrir utan það að mér finnst agalegt hversu fá pláss eru á Vogi en þau eru aðeins 60 og einstaklingar þurfa oftast að deila herbergi með öðrum. Það nær ekki að sofa vegna þess að einstaklingurinn í sama herbergi er að hrjóta alla nóttina og það veitir ákveðið óöryggi að þurfa að deila meðferðinni með ókunnum einstaklingi. Það að hafa misst ástvin úr áfengis- og vímuefnaneyslu er erfið reynsla, maður er búinn að vera lengi að syrgja manneskjuna sem fíknin tók yfir og síðan sigrar fíknin og maður er eftir að spyrja sig hvað ef. Ég vil ekki spyrja aftur hvað ef, heldur hvað þarf til. Hvað þarf til að minnka innlagnalistann og fá betri aðstöðu? Hvenær ætar ríkið að taka yfir þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu? Höfundur er hjúkrunar- og fjölmiðlafræðingur.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar