Örn Geirsson býður fram krafta sína í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2022 15:44 Örn Geirsson hefur búið í Hafnarfirði alla tíð. Örn Geirsson, verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum, gefur kost á sér í 4. til 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Ég er stoltur gegnheill Hafnfirðingur sem sækist nú eftir því að verða þátttakandi í samhentum hópi bæjarstjórnarfólks fyrir Sjálfstæðisflokkinn á næsta kjörtímabili. Bærinn hefur hreinlega lifnað við með öllu því frábæra fólki sem að bæjarmálum hefur komið,“ segir Örn. „Áhugi minn á velferð bæjarbúa og Hafnarfjarðarbæjar til margra ára fær mig til að vilja taka þátt og efla enn frekar það frábæra starf sem unnið hefur verið á síðustu árum.“ Með framboði sínu vilji hann leggja sig fram fyrir Hafnarfjörð sem vaxi og dafni sem aldrei fyrr. „Vera í liði sem sér til þess að fjárhagur og stjórnun sé traust. Leggja mitt af mörkum í skipulagsmálum og samgöngum í bæjarfélaginu og til og frá því.“ Örn segir miðbæ Hafnarfjarðar og mannlífið blómstra sem aldrei fyrr. „Ég vil vinna að styrkingu atvinnu- og mannlífs almennt í bænum, sókn í þeim málum hefur verið til fyrirmyndar, og hef mikinn metnað fyrir áframhaldandi eflingu menningar og mannlífs í bænum okkar. Þjóðin eldist og Hafnfirðingar í takt við það. Húsnæðismál eldra fólks hafa verið bætt verulega á síðustu tveimur kjörtímabilum, Sólvangur stækkað og eldra húsnæði endurbætt, sem er gott. Þeim framkvæmdum þarf að fylgja öflug þjónusta fyrir eldra fólk.“ Örn er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði hvar hann hefur búið alla tíð. „Ég er giftur Steinunni Hreinsdóttur og saman eigum við hjón sjö börn og ellefu barnabörn. Ég er lærður prentsmiður og undanfarin 17 ár hef ég starfað sem verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum 365 ehf. og nú Torgs ehf. Ég starfaði í meistaraflokksráði FH handknattleiksdeildar 1988 – 1992 og hef fylgt börnum mínum í gegnum unglingastarf þar,“ segir Örn. „Ég trúi því að reynsla mín í mannlegum samskiptum sem mér hefur hlotnast í leik og starfi og þau fjölbreyttu verkefni sem líf mitt hefur boðið mér upp á komi sér vel fyrir Hafnarfjörð. Með vilja og vandvirkni að markmiði vil ég leggja mitt af mörkum til að efla og styrkja það framsækna samfélag sem við höfum búið okkur hér í Hafnarfirði enn betur.“ Prófkjörið í Hafnarfirði fer fram dagana 3., 4. og 5. mars. Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég er stoltur gegnheill Hafnfirðingur sem sækist nú eftir því að verða þátttakandi í samhentum hópi bæjarstjórnarfólks fyrir Sjálfstæðisflokkinn á næsta kjörtímabili. Bærinn hefur hreinlega lifnað við með öllu því frábæra fólki sem að bæjarmálum hefur komið,“ segir Örn. „Áhugi minn á velferð bæjarbúa og Hafnarfjarðarbæjar til margra ára fær mig til að vilja taka þátt og efla enn frekar það frábæra starf sem unnið hefur verið á síðustu árum.“ Með framboði sínu vilji hann leggja sig fram fyrir Hafnarfjörð sem vaxi og dafni sem aldrei fyrr. „Vera í liði sem sér til þess að fjárhagur og stjórnun sé traust. Leggja mitt af mörkum í skipulagsmálum og samgöngum í bæjarfélaginu og til og frá því.“ Örn segir miðbæ Hafnarfjarðar og mannlífið blómstra sem aldrei fyrr. „Ég vil vinna að styrkingu atvinnu- og mannlífs almennt í bænum, sókn í þeim málum hefur verið til fyrirmyndar, og hef mikinn metnað fyrir áframhaldandi eflingu menningar og mannlífs í bænum okkar. Þjóðin eldist og Hafnfirðingar í takt við það. Húsnæðismál eldra fólks hafa verið bætt verulega á síðustu tveimur kjörtímabilum, Sólvangur stækkað og eldra húsnæði endurbætt, sem er gott. Þeim framkvæmdum þarf að fylgja öflug þjónusta fyrir eldra fólk.“ Örn er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði hvar hann hefur búið alla tíð. „Ég er giftur Steinunni Hreinsdóttur og saman eigum við hjón sjö börn og ellefu barnabörn. Ég er lærður prentsmiður og undanfarin 17 ár hef ég starfað sem verkefnastjóri og sölumaður auglýsinga hjá Fréttablaðinu og öðrum miðlum 365 ehf. og nú Torgs ehf. Ég starfaði í meistaraflokksráði FH handknattleiksdeildar 1988 – 1992 og hef fylgt börnum mínum í gegnum unglingastarf þar,“ segir Örn. „Ég trúi því að reynsla mín í mannlegum samskiptum sem mér hefur hlotnast í leik og starfi og þau fjölbreyttu verkefni sem líf mitt hefur boðið mér upp á komi sér vel fyrir Hafnarfjörð. Með vilja og vandvirkni að markmiði vil ég leggja mitt af mörkum til að efla og styrkja það framsækna samfélag sem við höfum búið okkur hér í Hafnarfirði enn betur.“ Prófkjörið í Hafnarfirði fer fram dagana 3., 4. og 5. mars.
Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira