Að beita valdi og múlbinda Drífa Snædal skrifar 18. febrúar 2022 16:31 Þegar blaðamenn eru komnir með stöðu grunaðra hjá lögregluyfirvöldum fyrir það eitt að segja fréttir vakna áleitnar spurningar um stöðu lýðræðisins. Það er erfitt að sjá af þeim upplýsingum sem lögreglan lætur frá sér að þessi för gegn blaðamönnum sem sögðu fréttir af skæruliðadeild Samherja sé til neins annars en að leggja fyrirhöfn og kostnað á blaðamenn, hugsanlega til að vera öðrum víti til varnaðar. Þannig er það hættulegt lýðræðinu og frjálsum fjölmiðlum þegar ríkisvaldið beitir sér með þessum hætti. Blaðamenn sem skrifa gegn stjórnmála- eða peningavaldinu eiga skilið vernd og stuðning frá samfélagi sínu, sú vernd er að hluta til bundin í lög, en hún er ekki nóg ein og sér. Það er því skylda þeirra sem vilja verja lýðræðið að tala gegn þöggun, sérstaklega þegar ríkisvaldið beitir henni. Það er þekkt leið til að þagga niður umræður að ráðast persónulega gegn þeim sem setja fram erfiðar spurningar. Með því fælist fólk frá umræðunni og forðast jafnvel að setja sig inn í þau átök sem eiga sér stað. Samfélagsmiðlar hafa verið notaðir sem tæki til slíks – að rægja fólk og ætla þeim allt hið versta – en eru jafnframt vettvangurinn þar sem baráttan gegn ofbeldi á sér stað. Fólk sem hefur sögu að segja eða hefur verið beitt órétti getur komist í samband við annað fólk á sama stað, sagt frá og notið stuðnings. Verkalýðshreyfingin hefur ekki farið varhluta af valdabaráttu undanfarið þar sem farið er hart fram gegn einstaklingum, þeir tortryggðir og jafnvel rægðir. Oft hefur verið erfitt að festa hönd á hinn málefnalega ágreining og harkan í umræðunni hefur orðið til þess að fólk veigrar sér við að fara fram á ritvöllinn, fólk sem hefur ýmislegt til málanna að leggja en vill ekki taka þátt í óvæginni umræðu. Við sem förum fyrir fjöldahreyfingu fáum einmitt þessa dagana fjölda áskorana að leggja niður vopn innan hreyfingarinnar, snúa bökum saman og berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum. Með því er ekki sagt að við getum ekki tekist á um stefnur og strauma, jafnvel verið harkalega ósammála. En valdbeitinguna eigum við að forðast og halda okkur við málefnin, ekki persónur. Verkalýðshreyfingin þarf nefnilega að lifa okkur öll sem störfum innan hennar í dag. Við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Fjölmiðlar Lögreglan Stéttarfélög Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar blaðamenn eru komnir með stöðu grunaðra hjá lögregluyfirvöldum fyrir það eitt að segja fréttir vakna áleitnar spurningar um stöðu lýðræðisins. Það er erfitt að sjá af þeim upplýsingum sem lögreglan lætur frá sér að þessi för gegn blaðamönnum sem sögðu fréttir af skæruliðadeild Samherja sé til neins annars en að leggja fyrirhöfn og kostnað á blaðamenn, hugsanlega til að vera öðrum víti til varnaðar. Þannig er það hættulegt lýðræðinu og frjálsum fjölmiðlum þegar ríkisvaldið beitir sér með þessum hætti. Blaðamenn sem skrifa gegn stjórnmála- eða peningavaldinu eiga skilið vernd og stuðning frá samfélagi sínu, sú vernd er að hluta til bundin í lög, en hún er ekki nóg ein og sér. Það er því skylda þeirra sem vilja verja lýðræðið að tala gegn þöggun, sérstaklega þegar ríkisvaldið beitir henni. Það er þekkt leið til að þagga niður umræður að ráðast persónulega gegn þeim sem setja fram erfiðar spurningar. Með því fælist fólk frá umræðunni og forðast jafnvel að setja sig inn í þau átök sem eiga sér stað. Samfélagsmiðlar hafa verið notaðir sem tæki til slíks – að rægja fólk og ætla þeim allt hið versta – en eru jafnframt vettvangurinn þar sem baráttan gegn ofbeldi á sér stað. Fólk sem hefur sögu að segja eða hefur verið beitt órétti getur komist í samband við annað fólk á sama stað, sagt frá og notið stuðnings. Verkalýðshreyfingin hefur ekki farið varhluta af valdabaráttu undanfarið þar sem farið er hart fram gegn einstaklingum, þeir tortryggðir og jafnvel rægðir. Oft hefur verið erfitt að festa hönd á hinn málefnalega ágreining og harkan í umræðunni hefur orðið til þess að fólk veigrar sér við að fara fram á ritvöllinn, fólk sem hefur ýmislegt til málanna að leggja en vill ekki taka þátt í óvæginni umræðu. Við sem förum fyrir fjöldahreyfingu fáum einmitt þessa dagana fjölda áskorana að leggja niður vopn innan hreyfingarinnar, snúa bökum saman og berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum. Með því er ekki sagt að við getum ekki tekist á um stefnur og strauma, jafnvel verið harkalega ósammála. En valdbeitinguna eigum við að forðast og halda okkur við málefnin, ekki persónur. Verkalýðshreyfingin þarf nefnilega að lifa okkur öll sem störfum innan hennar í dag. Við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun