Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2022 11:23 Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari. Hjónin Elva Hrönn Hjartardóttir og Andri Reyr Haraldsson eru á leigumarkaði með tvö börn og hafa síðasta eina og hálfa árið leitað að hentugri íbúð fyrir fjölskylduna í Reykjavík. Frásögn Elvu af erfiðleikum við að komast inn á fasteignamarkaðinn vakti gríðarlega athygli á Vísi í gær. Fréttastofa heimsótti hana og Andra í leiguíbúðina í Þverholt í gær og tók þau nánar tali. Viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hjónin vantar sárlega aukaherbergi fyrir unglinginn og í nóvember gerðu þau tilboð í íbúð við Bólstaðarhlíð. Ásett verð var 49,9 milljónir en þau ráku upp stór augu þegar sama íbúð, að því er virðist alveg óbreytt, dúkkaði upp á fasteignavefnum í fyrradag - tíu milljónum dýrari. „Þá varð mér bara allri lokið. Og sendi honum linkinn,“ segir Elva. „Maður verður bara pirraður og reiður þegar maður sér þetta. Við erum með greiðslumat, við erum með útborgun. En við eigum einhvern veginn ekki séns. Það eru einhverjir braskarar sem eru að staðgreiða íbúðir og skiljanlega tekur fólk staðgreiðslutilboði frekar,“ segir Andri. Erfiður veruleiki Meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 5 milljónir króna á tveimur síðustu mánuðum árs í fyrra, samkvæmt skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Nú í byrjun febrúar hafði framboð íbúða dregist saman um 74 prósent síðan í maí 2020. „Og þetta er bara veruleikinn sem við og svo mörg önnur standa frammi fyrir í dag,“ segir Elva. Þau segja ljóst að eitthvað verði að gera til að greiða úr þessum margþætta vanda. „Ég tel að þetta verði kjarasamningsmál númer eitt eða tvö. Ég trúi ekki öðru einhvern veginn, af því þetta er orðinn svo rosalega stór hópur sem kemst ekki inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Andri. En leitin heldur áfram og svo gæti farið að fjölskyldan þurfi að leita út fyrir höfuðborgarsvæðið. „Við höfum vissulega hugsað um það að sofa á þessum svefnsófa til þess að krakkarnir fái sitthvort herbergið. Við gerum bara það sem við þurfum að gera,“ segir Elva. Húsnæðismál Neytendur Leigumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00 Landsbankinn hækkar breytilega vexti um 0,5 prósentustig Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbannkanum hækka um 0,5 prósentustig og verða 4,7 prósent. Engar breytingar hafa verið gerðar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum. 17. febrúar 2022 09:36 Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði. 14. febrúar 2022 14:38 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hjónin Elva Hrönn Hjartardóttir og Andri Reyr Haraldsson eru á leigumarkaði með tvö börn og hafa síðasta eina og hálfa árið leitað að hentugri íbúð fyrir fjölskylduna í Reykjavík. Frásögn Elvu af erfiðleikum við að komast inn á fasteignamarkaðinn vakti gríðarlega athygli á Vísi í gær. Fréttastofa heimsótti hana og Andra í leiguíbúðina í Þverholt í gær og tók þau nánar tali. Viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hjónin vantar sárlega aukaherbergi fyrir unglinginn og í nóvember gerðu þau tilboð í íbúð við Bólstaðarhlíð. Ásett verð var 49,9 milljónir en þau ráku upp stór augu þegar sama íbúð, að því er virðist alveg óbreytt, dúkkaði upp á fasteignavefnum í fyrradag - tíu milljónum dýrari. „Þá varð mér bara allri lokið. Og sendi honum linkinn,“ segir Elva. „Maður verður bara pirraður og reiður þegar maður sér þetta. Við erum með greiðslumat, við erum með útborgun. En við eigum einhvern veginn ekki séns. Það eru einhverjir braskarar sem eru að staðgreiða íbúðir og skiljanlega tekur fólk staðgreiðslutilboði frekar,“ segir Andri. Erfiður veruleiki Meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 5 milljónir króna á tveimur síðustu mánuðum árs í fyrra, samkvæmt skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Nú í byrjun febrúar hafði framboð íbúða dregist saman um 74 prósent síðan í maí 2020. „Og þetta er bara veruleikinn sem við og svo mörg önnur standa frammi fyrir í dag,“ segir Elva. Þau segja ljóst að eitthvað verði að gera til að greiða úr þessum margþætta vanda. „Ég tel að þetta verði kjarasamningsmál númer eitt eða tvö. Ég trúi ekki öðru einhvern veginn, af því þetta er orðinn svo rosalega stór hópur sem kemst ekki inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Andri. En leitin heldur áfram og svo gæti farið að fjölskyldan þurfi að leita út fyrir höfuðborgarsvæðið. „Við höfum vissulega hugsað um það að sofa á þessum svefnsófa til þess að krakkarnir fái sitthvort herbergið. Við gerum bara það sem við þurfum að gera,“ segir Elva.
Húsnæðismál Neytendur Leigumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00 Landsbankinn hækkar breytilega vexti um 0,5 prósentustig Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbannkanum hækka um 0,5 prósentustig og verða 4,7 prósent. Engar breytingar hafa verið gerðar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum. 17. febrúar 2022 09:36 Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði. 14. febrúar 2022 14:38 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00
Landsbankinn hækkar breytilega vexti um 0,5 prósentustig Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbannkanum hækka um 0,5 prósentustig og verða 4,7 prósent. Engar breytingar hafa verið gerðar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum. 17. febrúar 2022 09:36
Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði. 14. febrúar 2022 14:38