Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2022 11:23 Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari. Hjónin Elva Hrönn Hjartardóttir og Andri Reyr Haraldsson eru á leigumarkaði með tvö börn og hafa síðasta eina og hálfa árið leitað að hentugri íbúð fyrir fjölskylduna í Reykjavík. Frásögn Elvu af erfiðleikum við að komast inn á fasteignamarkaðinn vakti gríðarlega athygli á Vísi í gær. Fréttastofa heimsótti hana og Andra í leiguíbúðina í Þverholt í gær og tók þau nánar tali. Viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hjónin vantar sárlega aukaherbergi fyrir unglinginn og í nóvember gerðu þau tilboð í íbúð við Bólstaðarhlíð. Ásett verð var 49,9 milljónir en þau ráku upp stór augu þegar sama íbúð, að því er virðist alveg óbreytt, dúkkaði upp á fasteignavefnum í fyrradag - tíu milljónum dýrari. „Þá varð mér bara allri lokið. Og sendi honum linkinn,“ segir Elva. „Maður verður bara pirraður og reiður þegar maður sér þetta. Við erum með greiðslumat, við erum með útborgun. En við eigum einhvern veginn ekki séns. Það eru einhverjir braskarar sem eru að staðgreiða íbúðir og skiljanlega tekur fólk staðgreiðslutilboði frekar,“ segir Andri. Erfiður veruleiki Meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 5 milljónir króna á tveimur síðustu mánuðum árs í fyrra, samkvæmt skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Nú í byrjun febrúar hafði framboð íbúða dregist saman um 74 prósent síðan í maí 2020. „Og þetta er bara veruleikinn sem við og svo mörg önnur standa frammi fyrir í dag,“ segir Elva. Þau segja ljóst að eitthvað verði að gera til að greiða úr þessum margþætta vanda. „Ég tel að þetta verði kjarasamningsmál númer eitt eða tvö. Ég trúi ekki öðru einhvern veginn, af því þetta er orðinn svo rosalega stór hópur sem kemst ekki inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Andri. En leitin heldur áfram og svo gæti farið að fjölskyldan þurfi að leita út fyrir höfuðborgarsvæðið. „Við höfum vissulega hugsað um það að sofa á þessum svefnsófa til þess að krakkarnir fái sitthvort herbergið. Við gerum bara það sem við þurfum að gera,“ segir Elva. Húsnæðismál Neytendur Leigumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00 Landsbankinn hækkar breytilega vexti um 0,5 prósentustig Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbannkanum hækka um 0,5 prósentustig og verða 4,7 prósent. Engar breytingar hafa verið gerðar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum. 17. febrúar 2022 09:36 Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði. 14. febrúar 2022 14:38 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Hjónin Elva Hrönn Hjartardóttir og Andri Reyr Haraldsson eru á leigumarkaði með tvö börn og hafa síðasta eina og hálfa árið leitað að hentugri íbúð fyrir fjölskylduna í Reykjavík. Frásögn Elvu af erfiðleikum við að komast inn á fasteignamarkaðinn vakti gríðarlega athygli á Vísi í gær. Fréttastofa heimsótti hana og Andra í leiguíbúðina í Þverholt í gær og tók þau nánar tali. Viðtalið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Hjónin vantar sárlega aukaherbergi fyrir unglinginn og í nóvember gerðu þau tilboð í íbúð við Bólstaðarhlíð. Ásett verð var 49,9 milljónir en þau ráku upp stór augu þegar sama íbúð, að því er virðist alveg óbreytt, dúkkaði upp á fasteignavefnum í fyrradag - tíu milljónum dýrari. „Þá varð mér bara allri lokið. Og sendi honum linkinn,“ segir Elva. „Maður verður bara pirraður og reiður þegar maður sér þetta. Við erum með greiðslumat, við erum með útborgun. En við eigum einhvern veginn ekki séns. Það eru einhverjir braskarar sem eru að staðgreiða íbúðir og skiljanlega tekur fólk staðgreiðslutilboði frekar,“ segir Andri. Erfiður veruleiki Meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 5 milljónir króna á tveimur síðustu mánuðum árs í fyrra, samkvæmt skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Nú í byrjun febrúar hafði framboð íbúða dregist saman um 74 prósent síðan í maí 2020. „Og þetta er bara veruleikinn sem við og svo mörg önnur standa frammi fyrir í dag,“ segir Elva. Þau segja ljóst að eitthvað verði að gera til að greiða úr þessum margþætta vanda. „Ég tel að þetta verði kjarasamningsmál númer eitt eða tvö. Ég trúi ekki öðru einhvern veginn, af því þetta er orðinn svo rosalega stór hópur sem kemst ekki inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Andri. En leitin heldur áfram og svo gæti farið að fjölskyldan þurfi að leita út fyrir höfuðborgarsvæðið. „Við höfum vissulega hugsað um það að sofa á þessum svefnsófa til þess að krakkarnir fái sitthvort herbergið. Við gerum bara það sem við þurfum að gera,“ segir Elva.
Húsnæðismál Neytendur Leigumarkaður Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00 Landsbankinn hækkar breytilega vexti um 0,5 prósentustig Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbannkanum hækka um 0,5 prósentustig og verða 4,7 prósent. Engar breytingar hafa verið gerðar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum. 17. febrúar 2022 09:36 Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði. 14. febrúar 2022 14:38 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Viðskipti innlent Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18. febrúar 2022 07:00
Landsbankinn hækkar breytilega vexti um 0,5 prósentustig Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hjá Landsbannkanum hækka um 0,5 prósentustig og verða 4,7 prósent. Engar breytingar hafa verið gerðar á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum. 17. febrúar 2022 09:36
Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði. 14. febrúar 2022 14:38