Baráttan um ókyngreind salerni og innleiðingu laga um kynrænt sjálfræði skilar árangri Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 20. febrúar 2022 08:02 Barátta mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur gegn úreldum reglugerðum hefur staðið yfir síðan 2018 við upphaf núverandi kjörtímabils. Fyrsta samþykkt ráðsins á kjörtímabilinu var að gera salerni í stjórnsýsluhúsnæði ókyngreind með því markmiði að gera Reykjavík að hinseginvænni vinnustað sem og bæta aðgengi trans fólks og kynsegin fólks. Við vorum síðar gerð afturreka með þessa ákvörðun. Hvers vegna? Vegna reglugerðar um húsnæði vinnustaða frá 1995. Þetta snertir á enn fleiri viðfangsefnum eins og klefaaðstæðum en mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð hefur einnig unnið að bættu aðgengi trans og hinsegin fólks að sundlaugum, skóla- og íþróttahúsnæði. Við höfum látið útbúa ókyngreinda klefa í öllum sundlaugum og unnið að því að hugað sé að aðgengi trans og kynsegin fólks við breytingar og nýja uppbyggingu á vegum borgarinnar. Þar sem að ókyngreindir klefar henta ekki öllum höfum við aukinheldur látið útbúa leiðbeiningar sem styðja starfsfólk sundlauga og íþróttamannvirkja í því að standa vörð um aðgengi trans fólks að kyngreindum klefum einnig. Þessi úrelda reglugerð frá 1995 um húsnæði vinnustaða á vegum félagsmálaráðuneytisins gengur í berhögg við lög um kynrænt sjálfræði sem tóku gildi árið 2019 og hið sama á við um reglugerð um hollustuhætti á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er varðar almenningssalerni og klefa. Þessum tveimur reglugerðum hefur ráðið því beitt sér fyrir því að verði breytt svo þær taki mið af þróun samfélagsins og nýjum normum þar sem gert er ráð fyrir fleiri kynjum en hefðbundin kynjatvíhyggja. Svo að þessi nýju og metnaðarfullu lög séu eitthvað meira en fögur orð á blaði heldur bæti líf trans og hinsegin fólks með beinum hætti. Við vitum að kyn eru ekki bara kynfæri. Það er kynvitundin sem ræður kyni fólks og lög um kynrænt sjálfræði staðfesta það. Þau gera þér kleift að skilgreina sjálft þitt kyn og veita þér þau réttindi sem fylgja því kyni. Þetta er óháð leiðréttingarferli viðkomandi enda ekki öll sem velja að fara í gegnum slíkt ferli. Baráttan virðist loksins vera að skila árangri. Eftir bréfaskriftir, ítrekuð áköll, fjölda áskorana frá mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í samráði við og með stuðningi frá hagsmunasamtökunum, innan úr hópi þingmannaliðsins og stúdentahreyfingunni, höfum við loks fengið þau svör að félagsmálaráðuneytið ætli að bæta úr þessu og ráðast í heildarendurskoðun á reglugerð um húsnæði vinnustaða frá 1995 í takt við lög um kynrænt sjálfræði í samráði við ráðið og hagsmunaaðila. Nýlega voru auk þess sett fram drög að nýrri reglugerð um hollustuhætti sem ráðið skilaði umsögn um. Um leið og ég fagna þessum vendingum legg ég ríka áherslu á að verkefnin klárist og að nauðsynleg skref verði stigin að fullu til að vilji löggjafans með lögum um kynrænt sjálfræði nái fram að ganga. Það er okkar ósk að ókyngreind salerni verði viðmiðið. Þó salerni og klefar og aðgengi að þeim hljómi mjög hversdagslega þá eru þetta aðstæður, mögulegt öráreiti og jafnvel ofbeldi sem fólk mætir á hverjum degi og getur haft umfangsmikil áhrif á lífsgæði trans og hinsegin fólks. Reykjavík hefur einsett sér að vera í fararbroddi þegar kemur að vernd og eflingu mannréttinda. Við vinnum á vettvangi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs að hinseginvænna samfélagi með víðtækum hætti. Fyrir utan fyrrgreind mál er um að ræða Regnbogavottun starfsstaða Reykjavíkur sem hófst á kjörtímabilinu, vinnu við aukna kynja- og hinseginfræðslu í skólum, styrkingu hinsegin félagsmiðstöðvarinnar í tveimur hollum með stóru skrefi nú um áramótin og stuðningsvinnu með tékklistum og fræðslu vegna trans barna í skólakerfinu. Og áfram mætti telja. Við höfum ekki ákveðið að há þessa baráttu um uppfærslu úreldra reglugerða í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði einungis svo að Reykjavík verði hinseginvænni og geti staðið betur með trans og hinsegin íbúum og starfsfólki, heldur svo að öllum starfsstöðum og rekstraraðilum verði gert það kleift. Jafnréttis- og mannréttindabarátta snýst einmitt um að skapa rými til að vera allskonar, með allskonar líkama. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir öll. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Hinsegin Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Barátta mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur gegn úreldum reglugerðum hefur staðið yfir síðan 2018 við upphaf núverandi kjörtímabils. Fyrsta samþykkt ráðsins á kjörtímabilinu var að gera salerni í stjórnsýsluhúsnæði ókyngreind með því markmiði að gera Reykjavík að hinseginvænni vinnustað sem og bæta aðgengi trans fólks og kynsegin fólks. Við vorum síðar gerð afturreka með þessa ákvörðun. Hvers vegna? Vegna reglugerðar um húsnæði vinnustaða frá 1995. Þetta snertir á enn fleiri viðfangsefnum eins og klefaaðstæðum en mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð hefur einnig unnið að bættu aðgengi trans og hinsegin fólks að sundlaugum, skóla- og íþróttahúsnæði. Við höfum látið útbúa ókyngreinda klefa í öllum sundlaugum og unnið að því að hugað sé að aðgengi trans og kynsegin fólks við breytingar og nýja uppbyggingu á vegum borgarinnar. Þar sem að ókyngreindir klefar henta ekki öllum höfum við aukinheldur látið útbúa leiðbeiningar sem styðja starfsfólk sundlauga og íþróttamannvirkja í því að standa vörð um aðgengi trans fólks að kyngreindum klefum einnig. Þessi úrelda reglugerð frá 1995 um húsnæði vinnustaða á vegum félagsmálaráðuneytisins gengur í berhögg við lög um kynrænt sjálfræði sem tóku gildi árið 2019 og hið sama á við um reglugerð um hollustuhætti á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er varðar almenningssalerni og klefa. Þessum tveimur reglugerðum hefur ráðið því beitt sér fyrir því að verði breytt svo þær taki mið af þróun samfélagsins og nýjum normum þar sem gert er ráð fyrir fleiri kynjum en hefðbundin kynjatvíhyggja. Svo að þessi nýju og metnaðarfullu lög séu eitthvað meira en fögur orð á blaði heldur bæti líf trans og hinsegin fólks með beinum hætti. Við vitum að kyn eru ekki bara kynfæri. Það er kynvitundin sem ræður kyni fólks og lög um kynrænt sjálfræði staðfesta það. Þau gera þér kleift að skilgreina sjálft þitt kyn og veita þér þau réttindi sem fylgja því kyni. Þetta er óháð leiðréttingarferli viðkomandi enda ekki öll sem velja að fara í gegnum slíkt ferli. Baráttan virðist loksins vera að skila árangri. Eftir bréfaskriftir, ítrekuð áköll, fjölda áskorana frá mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði í samráði við og með stuðningi frá hagsmunasamtökunum, innan úr hópi þingmannaliðsins og stúdentahreyfingunni, höfum við loks fengið þau svör að félagsmálaráðuneytið ætli að bæta úr þessu og ráðast í heildarendurskoðun á reglugerð um húsnæði vinnustaða frá 1995 í takt við lög um kynrænt sjálfræði í samráði við ráðið og hagsmunaaðila. Nýlega voru auk þess sett fram drög að nýrri reglugerð um hollustuhætti sem ráðið skilaði umsögn um. Um leið og ég fagna þessum vendingum legg ég ríka áherslu á að verkefnin klárist og að nauðsynleg skref verði stigin að fullu til að vilji löggjafans með lögum um kynrænt sjálfræði nái fram að ganga. Það er okkar ósk að ókyngreind salerni verði viðmiðið. Þó salerni og klefar og aðgengi að þeim hljómi mjög hversdagslega þá eru þetta aðstæður, mögulegt öráreiti og jafnvel ofbeldi sem fólk mætir á hverjum degi og getur haft umfangsmikil áhrif á lífsgæði trans og hinsegin fólks. Reykjavík hefur einsett sér að vera í fararbroddi þegar kemur að vernd og eflingu mannréttinda. Við vinnum á vettvangi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs að hinseginvænna samfélagi með víðtækum hætti. Fyrir utan fyrrgreind mál er um að ræða Regnbogavottun starfsstaða Reykjavíkur sem hófst á kjörtímabilinu, vinnu við aukna kynja- og hinseginfræðslu í skólum, styrkingu hinsegin félagsmiðstöðvarinnar í tveimur hollum með stóru skrefi nú um áramótin og stuðningsvinnu með tékklistum og fræðslu vegna trans barna í skólakerfinu. Og áfram mætti telja. Við höfum ekki ákveðið að há þessa baráttu um uppfærslu úreldra reglugerða í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði einungis svo að Reykjavík verði hinseginvænni og geti staðið betur með trans og hinsegin íbúum og starfsfólki, heldur svo að öllum starfsstöðum og rekstraraðilum verði gert það kleift. Jafnréttis- og mannréttindabarátta snýst einmitt um að skapa rými til að vera allskonar, með allskonar líkama. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir öll. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn og formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun