Lovísa Thompson snýr aftur í landsliðið eftir að hafa tekið sér nokkurra mánaða hlé frá handbolta fyrir áramót.
Karen Knútsdóttir, sem var lengi landsliðsfyrirliði, er hins vegar ekki í hópnum. Ragnheiður Júlíusdóttir, samherji Karenar hjá Fram, gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum.
Hinar ungu Jóhanna Margrét Sigurðardóttir úr HK og Rakel Sara Elvarsdóttir úr KA/Þór eru í hópnum en þær gætu leikið sína fyrstu keppnisleiki fyrir landsliðið gegn Tyrkjum.
Ísland mætir Tyrklandi í Katamonu 2. mars. Fjórum dögum síðar mætast liðin á Ásvöllum.
Ísland er með tvö stig í riðlinum en Tyrkland ekki neitt.
Íslenski hópurinn
Markverðir:
- Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (35/1)
- Hafdís Renötudóttir, Fram (32/1)
- Sara Sif Helgadóttir, Valur (3/0)
Aðrir leikmenn:
- Andrea Jacobsen, Kristianstad (27/7)
- Berglind Þorsteinsdóttir, HK (8/5)
- Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (30/31)
- Elísa Elíasdóttir, ÍBV (2/0)
- Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (10/8)
- Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (47/80)
- Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (86/96)
- Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK (3/7)
- Lovísa Thompson, Valur (25/52)
- Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór (3/2)
- Rut Jónsdóttir, KA/Þór (104/215)
- Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (8/27)
- Sunna Jónsdóttir, ÍBV (63/47)
- Thea Imani Sturludóttir, Valur (50/77)
- Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (34/32)
- Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (109/319)