Forsætisráðherra brugðið yfir að blaðamennirnir hafi verið kallaðir til yfirheyrslu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 17:34 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segist hafa verið brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu hjá lögreglu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við umfjallanir þeirra um Samherja. Hún treysti því að lögregla fari ekki af stað með slíka rannsókn nema ríkt tilefni sé til. Málið var til umræðu á Alþingi í dag þar sem Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, lýsti áhyggjum af því hvaða áhrif rannsóknin á hendur blaðamönnunum fjórum kunni að hafa á lýðræðið. „Nú virðist sem svo að lögreglustjóri umdæmisins þar sem Samherji á höfuðstöðvar hafi tekið það upp hjá sjálfri sér að beita fráleitri lagatúlkun á ákvæði hegningarlaga, sem breytt var til að vernda kynferðislega friðhelgi, til að skilgreina blaðamenn sem sakborninga í máli sem varðar meint brot á friðhelgi einkalífs,“ sagði Halldóra. „Höfum í huga að þetta eru blaðamenn sem upplýstu um óvægnar og ósvífnar aðferðir Samherja við að njósna, sitja um og þagga niður í blaðamönnum við vinnu sína við Samherjamálið. Þetta eru blaðamennirnir sem upplýstu okkur um að Samherji væri að leggja á ráðin um að koma í veg fyrir að lykilvitni gæti komið fyrir dóm í Namibíu.“ Hún spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í framhaldinu hvaða augum hún líti á það að lögregla ákveði að yfirheyra blaðamenn vegna umfjöllunar þeirra um einn stærsta aðila í íslenskum sjávarútvegi, „þann sama og sætir rannsókn vegna alvarlegrar spillingar og mútubrota, bæði hér á landi og erlendis.“. Katrín sagði lögreglu litlar upplýsingar hafa gefið um rannsóknina og því sé erfitt fyrir hana sem ráðherra að tjá sig sérstaklega um hana. „Ég vil þó segja að mér var auðvitað brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við fréttaflutning sem þau stóðu fyrir. Við treystum því að sjálfsögðu að lögreglan sé meðvituð um mikilvægi fjölmiðla sem ég hef hér rætt og hv. þingmaður hefur rætt og að málefni stórfyrirtækja sem eru til rannsóknar og framgöngu þeirra í tengslum við hana eru mál sem eiga brýnt erindi við almenning,“ svaraði Katrín. Þá treysti hún því að lögregla sé mjög meðvituð um að allar rannsóknaraðgerðir gegn fjölmiðlum geti haft fælingaráhrif og því eigi ekki að fara af stað nema ríkt tilefni sé til og meðalhófs gætt. Halldóra spurði einnig út í viðbrögð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann spurði hvort blaðamenn væru yfir það hafnir að svara spurningum lögreglu. Katrín svaraði því ekki öðruvísi en að treysta þurfi réttarkerfinu. „Við verðum að treysta því að réttarkerfið og lögreglan starfi samkvæmt þeim lögum og reglum sem hafa verið sett. Þar eru ákveðin og skýr sjónarmið sem hafa verið fest í lög, eins og um vernd heimildarmanna. Það þekki ég mætavel og ég treysti því að þau mál fari eftir lögum og reglum.“ Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Sjá meira
Málið var til umræðu á Alþingi í dag þar sem Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, lýsti áhyggjum af því hvaða áhrif rannsóknin á hendur blaðamönnunum fjórum kunni að hafa á lýðræðið. „Nú virðist sem svo að lögreglustjóri umdæmisins þar sem Samherji á höfuðstöðvar hafi tekið það upp hjá sjálfri sér að beita fráleitri lagatúlkun á ákvæði hegningarlaga, sem breytt var til að vernda kynferðislega friðhelgi, til að skilgreina blaðamenn sem sakborninga í máli sem varðar meint brot á friðhelgi einkalífs,“ sagði Halldóra. „Höfum í huga að þetta eru blaðamenn sem upplýstu um óvægnar og ósvífnar aðferðir Samherja við að njósna, sitja um og þagga niður í blaðamönnum við vinnu sína við Samherjamálið. Þetta eru blaðamennirnir sem upplýstu okkur um að Samherji væri að leggja á ráðin um að koma í veg fyrir að lykilvitni gæti komið fyrir dóm í Namibíu.“ Hún spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í framhaldinu hvaða augum hún líti á það að lögregla ákveði að yfirheyra blaðamenn vegna umfjöllunar þeirra um einn stærsta aðila í íslenskum sjávarútvegi, „þann sama og sætir rannsókn vegna alvarlegrar spillingar og mútubrota, bæði hér á landi og erlendis.“. Katrín sagði lögreglu litlar upplýsingar hafa gefið um rannsóknina og því sé erfitt fyrir hana sem ráðherra að tjá sig sérstaklega um hana. „Ég vil þó segja að mér var auðvitað brugðið yfir fréttum af því að fjórir blaðamenn hefðu verið kallaðir til yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga í tengslum við fréttaflutning sem þau stóðu fyrir. Við treystum því að sjálfsögðu að lögreglan sé meðvituð um mikilvægi fjölmiðla sem ég hef hér rætt og hv. þingmaður hefur rætt og að málefni stórfyrirtækja sem eru til rannsóknar og framgöngu þeirra í tengslum við hana eru mál sem eiga brýnt erindi við almenning,“ svaraði Katrín. Þá treysti hún því að lögregla sé mjög meðvituð um að allar rannsóknaraðgerðir gegn fjölmiðlum geti haft fælingaráhrif og því eigi ekki að fara af stað nema ríkt tilefni sé til og meðalhófs gætt. Halldóra spurði einnig út í viðbrögð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra en hann birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann spurði hvort blaðamenn væru yfir það hafnir að svara spurningum lögreglu. Katrín svaraði því ekki öðruvísi en að treysta þurfi réttarkerfinu. „Við verðum að treysta því að réttarkerfið og lögreglan starfi samkvæmt þeim lögum og reglum sem hafa verið sett. Þar eru ákveðin og skýr sjónarmið sem hafa verið fest í lög, eins og um vernd heimildarmanna. Það þekki ég mætavel og ég treysti því að þau mál fari eftir lögum og reglum.“
Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Sjá meira