KSÍ í dauðafæri Magnús Orri Marínarson Schram skrifar 22. febrúar 2022 07:31 Vanda Sigurgeirsdóttir var kölluð til starfa hjá KSÍ þegar sambandið logaði stafnanna á milli. Hreyfingin búin að missa allan trúverðugleika, og stuðningsfólk og styrktaraðilar kröfðust aðgerða. Reynslumiklum leiðtogi með mikla þekkingu á stjórnun og áratuga alhliða reynslu úr fótboltaheiminum var skipt inná. Vöndu hefur sannarlega tekist að skapa ró og sátt hjá sambandinu eftir stormasaman tíma. Nú nokkrum mánuðum síðar er komið að ársþingi KSÍ þar sem kjósa skal formann til tveggja ára. Þá stíga strákarnir fram - enda er þetta orðið ágætt. Konan er búin að taka til eftir „vesenið“. Fyrstu 74 árin var formaðurinn KSÍ karl úr KR eða Val. Svo kom kona að norðan. Í fjóra mánuði. Það yrði meiriháttar skandall fyrir knattspyrnuhreyfinguna ef þar ætti að láta staðar numið. Það er nefnilega þörf á nýjum áherslum til þess að bæta menningu fótboltans til framtíðar. Ef í vafa - spyrjið kvennalið Þróttar. Þriðjungur iðkenda innan KSÍ eru konur og þar er helsti vaxtarbroddur hreyfingarinnar. Framundan er að auka hlut kvenna í þjálfun og stjórnun félaganna. Á sama tíma upplifum við stórkostlega breytingu í jafnréttismálum og jöfn staða kynjanna verður mál málanna næstu misserin. Þar er fótboltinn ekki undanskilinn. Gamlar lausnir duga ekki á nýjan veruleika. Vanda kom og tók til. Kona með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu til að takast á við margþættar áskoranir sem framundan eru hjá KSÍ. Þekkir hreyfinguna sem leikmaður og þjálfari, og með bakgrunn í æskulýðs- og menntunarmálum. Er einmitt með þær áherslur sem þarf til að bæta menningu knattspyrnunnar varanlega – með áherslu á fjölbreytni og að við öll tilheyrum. Það yrði íslenskri knattspyrnu mikil lyftistöng ef KSÍ, sem var fyrst knattspyrnusambanda í Evrópu til að kjósa konu sem formann, myndi veita henni brautargengi áfram. Það yrðu frábær skilaboð inní hreyfinguna, til foreldra og sjálfboðaliða, inní íslenskt samfélagið og ekki síður fyrir fótboltann í heiminum. Vonandi nýtir hreyfingin þetta dauðafæri. Höfundur er knattspyrnuunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti KSÍ Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir var kölluð til starfa hjá KSÍ þegar sambandið logaði stafnanna á milli. Hreyfingin búin að missa allan trúverðugleika, og stuðningsfólk og styrktaraðilar kröfðust aðgerða. Reynslumiklum leiðtogi með mikla þekkingu á stjórnun og áratuga alhliða reynslu úr fótboltaheiminum var skipt inná. Vöndu hefur sannarlega tekist að skapa ró og sátt hjá sambandinu eftir stormasaman tíma. Nú nokkrum mánuðum síðar er komið að ársþingi KSÍ þar sem kjósa skal formann til tveggja ára. Þá stíga strákarnir fram - enda er þetta orðið ágætt. Konan er búin að taka til eftir „vesenið“. Fyrstu 74 árin var formaðurinn KSÍ karl úr KR eða Val. Svo kom kona að norðan. Í fjóra mánuði. Það yrði meiriháttar skandall fyrir knattspyrnuhreyfinguna ef þar ætti að láta staðar numið. Það er nefnilega þörf á nýjum áherslum til þess að bæta menningu fótboltans til framtíðar. Ef í vafa - spyrjið kvennalið Þróttar. Þriðjungur iðkenda innan KSÍ eru konur og þar er helsti vaxtarbroddur hreyfingarinnar. Framundan er að auka hlut kvenna í þjálfun og stjórnun félaganna. Á sama tíma upplifum við stórkostlega breytingu í jafnréttismálum og jöfn staða kynjanna verður mál málanna næstu misserin. Þar er fótboltinn ekki undanskilinn. Gamlar lausnir duga ekki á nýjan veruleika. Vanda kom og tók til. Kona með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu til að takast á við margþættar áskoranir sem framundan eru hjá KSÍ. Þekkir hreyfinguna sem leikmaður og þjálfari, og með bakgrunn í æskulýðs- og menntunarmálum. Er einmitt með þær áherslur sem þarf til að bæta menningu knattspyrnunnar varanlega – með áherslu á fjölbreytni og að við öll tilheyrum. Það yrði íslenskri knattspyrnu mikil lyftistöng ef KSÍ, sem var fyrst knattspyrnusambanda í Evrópu til að kjósa konu sem formann, myndi veita henni brautargengi áfram. Það yrðu frábær skilaboð inní hreyfinguna, til foreldra og sjálfboðaliða, inní íslenskt samfélagið og ekki síður fyrir fótboltann í heiminum. Vonandi nýtir hreyfingin þetta dauðafæri. Höfundur er knattspyrnuunnandi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar