Landspítalinn býst ekki við að kalla fólk úr einangrun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 20:00 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala. Vísir/Arnar Halldórsson Landspítalinn hyggst ekki sækja um undanþágur frá einangrun fyrir starfsfólk sitt nema brýna nauðsyn beri til, að sögn forstjórans. Sóttvarnalæknir segir að forsendur séu fyrir því að veita slíkar undanþágur í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita og mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum. „Við erum ekki að fara að kalla inn fólk úr veikindum. Það er fimm daga einangrun og við virðum það, nema það sé sérstakt neyðarástand. Þá gæti það hugsanlega komið til,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Hún segir það verða til bóta nú þegar létt hefur verið á reglum um einangrun starfsmanna Landspítalans en í dag var tilkynnt um að þeir þurfi ekki lengur að fara í tveggja daga smitgát að lokinni fimm daga einangrun. Reglurnar gilda um þríbólusetta eða tvíbólusetta með staðfesta fyrri sýkingu og skilyrðin eru að fólk sé einkennalaust, hitalaust og treysti sér til að mæta til starfa. „Ég geri ráð fyrir að þetta muni hjálpa okkur mikið í þessum mönnunarvanda sem við erum í núna,“ segir hún. Hátt í fimm hundruð starfsmenn Landspítala eru í einangrun og svipuð staða er á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem sextíu starfsmenn eru frá vegna veikinda, og búist er við að þar þurfi að skerða valþjónustu enn frekar. Sóttvarnalæknir telur því hugsanlegt að veita þurfi heilbrigðisstarfsfólki undanþágu frá einangrun. „Það má alveg hugsa sér að fólk sem er kannski smitað og er einkennalaust eða einkennalítið að það gæti annast sjúklinga sem eru með Covid og þá er engin hætta á smiti. Við vitum líka að það hefur ekki orðið smit innan spítalanna frá veikum sjúklingum yfir í starfsmenn. Starfsmenn hafa yfirleitt smitast fyrir utan spítalann þannig að það er hægt að koma í veg fyrir smit á milli starfsmanna og sjúklinga með réttum vinnubrögðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðspurð segir Guðlaug Rakel að staðan sé áfram þung og að ekki sé tilefni til að færa Landspítalann niður af hættustigi. Hins vegar sé heldur ekki tilefni til að auka viðbúnað. Þá sé ekki búist við að staðan breytist mikið á næstu vikum enda sé stefnt að allsherjar afléttingum í vikunni. „Með meiri afléttingum eru fleiri smit og við verðum að takast á við það þegar þar að kemur. En það góða er að þjóðin er vel bólusett og veikindin almennt minni,“ segir hún. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
„Við erum ekki að fara að kalla inn fólk úr veikindum. Það er fimm daga einangrun og við virðum það, nema það sé sérstakt neyðarástand. Þá gæti það hugsanlega komið til,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Hún segir það verða til bóta nú þegar létt hefur verið á reglum um einangrun starfsmanna Landspítalans en í dag var tilkynnt um að þeir þurfi ekki lengur að fara í tveggja daga smitgát að lokinni fimm daga einangrun. Reglurnar gilda um þríbólusetta eða tvíbólusetta með staðfesta fyrri sýkingu og skilyrðin eru að fólk sé einkennalaust, hitalaust og treysti sér til að mæta til starfa. „Ég geri ráð fyrir að þetta muni hjálpa okkur mikið í þessum mönnunarvanda sem við erum í núna,“ segir hún. Hátt í fimm hundruð starfsmenn Landspítala eru í einangrun og svipuð staða er á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem sextíu starfsmenn eru frá vegna veikinda, og búist er við að þar þurfi að skerða valþjónustu enn frekar. Sóttvarnalæknir telur því hugsanlegt að veita þurfi heilbrigðisstarfsfólki undanþágu frá einangrun. „Það má alveg hugsa sér að fólk sem er kannski smitað og er einkennalaust eða einkennalítið að það gæti annast sjúklinga sem eru með Covid og þá er engin hætta á smiti. Við vitum líka að það hefur ekki orðið smit innan spítalanna frá veikum sjúklingum yfir í starfsmenn. Starfsmenn hafa yfirleitt smitast fyrir utan spítalann þannig að það er hægt að koma í veg fyrir smit á milli starfsmanna og sjúklinga með réttum vinnubrögðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðspurð segir Guðlaug Rakel að staðan sé áfram þung og að ekki sé tilefni til að færa Landspítalann niður af hættustigi. Hins vegar sé heldur ekki tilefni til að auka viðbúnað. Þá sé ekki búist við að staðan breytist mikið á næstu vikum enda sé stefnt að allsherjar afléttingum í vikunni. „Með meiri afléttingum eru fleiri smit og við verðum að takast á við það þegar þar að kemur. En það góða er að þjóðin er vel bólusett og veikindin almennt minni,“ segir hún.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira