Landspítalinn býst ekki við að kalla fólk úr einangrun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 20:00 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala. Vísir/Arnar Halldórsson Landspítalinn hyggst ekki sækja um undanþágur frá einangrun fyrir starfsfólk sitt nema brýna nauðsyn beri til, að sögn forstjórans. Sóttvarnalæknir segir að forsendur séu fyrir því að veita slíkar undanþágur í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita og mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum. „Við erum ekki að fara að kalla inn fólk úr veikindum. Það er fimm daga einangrun og við virðum það, nema það sé sérstakt neyðarástand. Þá gæti það hugsanlega komið til,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Hún segir það verða til bóta nú þegar létt hefur verið á reglum um einangrun starfsmanna Landspítalans en í dag var tilkynnt um að þeir þurfi ekki lengur að fara í tveggja daga smitgát að lokinni fimm daga einangrun. Reglurnar gilda um þríbólusetta eða tvíbólusetta með staðfesta fyrri sýkingu og skilyrðin eru að fólk sé einkennalaust, hitalaust og treysti sér til að mæta til starfa. „Ég geri ráð fyrir að þetta muni hjálpa okkur mikið í þessum mönnunarvanda sem við erum í núna,“ segir hún. Hátt í fimm hundruð starfsmenn Landspítala eru í einangrun og svipuð staða er á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem sextíu starfsmenn eru frá vegna veikinda, og búist er við að þar þurfi að skerða valþjónustu enn frekar. Sóttvarnalæknir telur því hugsanlegt að veita þurfi heilbrigðisstarfsfólki undanþágu frá einangrun. „Það má alveg hugsa sér að fólk sem er kannski smitað og er einkennalaust eða einkennalítið að það gæti annast sjúklinga sem eru með Covid og þá er engin hætta á smiti. Við vitum líka að það hefur ekki orðið smit innan spítalanna frá veikum sjúklingum yfir í starfsmenn. Starfsmenn hafa yfirleitt smitast fyrir utan spítalann þannig að það er hægt að koma í veg fyrir smit á milli starfsmanna og sjúklinga með réttum vinnubrögðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðspurð segir Guðlaug Rakel að staðan sé áfram þung og að ekki sé tilefni til að færa Landspítalann niður af hættustigi. Hins vegar sé heldur ekki tilefni til að auka viðbúnað. Þá sé ekki búist við að staðan breytist mikið á næstu vikum enda sé stefnt að allsherjar afléttingum í vikunni. „Með meiri afléttingum eru fleiri smit og við verðum að takast á við það þegar þar að kemur. En það góða er að þjóðin er vel bólusett og veikindin almennt minni,“ segir hún. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
„Við erum ekki að fara að kalla inn fólk úr veikindum. Það er fimm daga einangrun og við virðum það, nema það sé sérstakt neyðarástand. Þá gæti það hugsanlega komið til,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Hún segir það verða til bóta nú þegar létt hefur verið á reglum um einangrun starfsmanna Landspítalans en í dag var tilkynnt um að þeir þurfi ekki lengur að fara í tveggja daga smitgát að lokinni fimm daga einangrun. Reglurnar gilda um þríbólusetta eða tvíbólusetta með staðfesta fyrri sýkingu og skilyrðin eru að fólk sé einkennalaust, hitalaust og treysti sér til að mæta til starfa. „Ég geri ráð fyrir að þetta muni hjálpa okkur mikið í þessum mönnunarvanda sem við erum í núna,“ segir hún. Hátt í fimm hundruð starfsmenn Landspítala eru í einangrun og svipuð staða er á Sjúkrahúsinu á Akureyri þar sem sextíu starfsmenn eru frá vegna veikinda, og búist er við að þar þurfi að skerða valþjónustu enn frekar. Sóttvarnalæknir telur því hugsanlegt að veita þurfi heilbrigðisstarfsfólki undanþágu frá einangrun. „Það má alveg hugsa sér að fólk sem er kannski smitað og er einkennalaust eða einkennalítið að það gæti annast sjúklinga sem eru með Covid og þá er engin hætta á smiti. Við vitum líka að það hefur ekki orðið smit innan spítalanna frá veikum sjúklingum yfir í starfsmenn. Starfsmenn hafa yfirleitt smitast fyrir utan spítalann þannig að það er hægt að koma í veg fyrir smit á milli starfsmanna og sjúklinga með réttum vinnubrögðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðspurð segir Guðlaug Rakel að staðan sé áfram þung og að ekki sé tilefni til að færa Landspítalann niður af hættustigi. Hins vegar sé heldur ekki tilefni til að auka viðbúnað. Þá sé ekki búist við að staðan breytist mikið á næstu vikum enda sé stefnt að allsherjar afléttingum í vikunni. „Með meiri afléttingum eru fleiri smit og við verðum að takast á við það þegar þar að kemur. En það góða er að þjóðin er vel bólusett og veikindin almennt minni,“ segir hún.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira