Katrín gagnrýnir KSÍ: „Viss um að fólk vill gera vel en þetta eru skekkjur sem fólk er orðið blint fyrir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2022 22:30 Katrín Ómarsdóttir varð tvívegis Englandsmeistari með Liverpool á ferli sínum. Vísir/Getty Landsliðs- og atvinnukonan fyrrverandi Katrín Ómarsdóttir gagnrýndi KSÍ í nýjasta þætti Heimavallarins. Þar rifjaði hún upp karllægan talanda kennara á námskeiði sem hún sótti á vegum sambandsins. Katrín var gestur Heimavallarins á dögunum ásamt Ingunni Haraldsdóttur. Hin 34 ára gamla Katrín lék á sínum 69 A-landsleiki fyrir Íslands hönd ásamt því að leika sem atvinnukona í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Englandi. Í þættinum fer Katrín meðal annars yfir upplifun sína af þjálfaranámskeiði Knattspyrnusambands Íslands á sínum tíma. Fyrst var greint frá þessu á Fótbolti.net. „ Við sitjum þar þrjár konur í salnum. Flestir fyrirlesararnir voru karlkyns, flestir af þeim - og meira að segja konurnar líka, við erum nefnilega svo blind á þetta - sögðu „þið strákarnir“ þegar talað var til hópsins. Ég hugsaði með mér hvort þau sæju mig eða hinar stelpurnar í salnum. Það kippti sér engin upp við þetta, þetta var stórfurðulegt.“ Hrósaði Srdjan Tufegdzic í hástert Túfa fékk mikið hrós.vísir/daníel þór „Svo kemur Túfa (Srdjan Tufegdzic). Hann var eini fyrirlesarinn sem notaði rétt persónufornöfn þegar hann var að tala. Bæði í verklegu æfingunum og þegar hann var að tala við mig og okkur. Flestir aðrir töluðu eingöngu í karlkyni.“ „Tungumálið í fótbolta er karllægt, það er eitthvað sem við viljum skoða og laga af því við erum konur og við viljum að það sé talað við okkur í kvenkyni." „Það er sagt að konur séu líka menn en eru menn konur? Við verðum menn þegar menn verða konur, punktur.“ Lét KSÍ vita af upplifun sinni Að lokum sagði Katrín frá því þegar það kom fyrirlesari til að fjalla um jafnrétti. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Í stað þess að það kæmi fyrirlesari til að fjalla um ójafnrétti í garð kvenna innan íþróttarinnar þá kom fyrirlesari til að tala um jafnrétti innan íþróttarinnar. Núna er samkynhneigð mjög viðurkennd í kvenkynsfótbolta og ég veit ekki um neina fordóma þar. Ég hef hins vegar heyrt af því að karlamegin.“ „Þarna var kominn fyrirlesari sem var að fjalla um hómófóbíu karlamegin en ekki ójafnrétti í garð kvenna sem er miklu stærra vandamál. Ég hugsaði bara að þetta námskeið væri ekkert fyrir konur heldur bara fyrir karla. Ég er viss um að fólk vill gera vel en þetta eru skekkjur sem fólk er orðið blint fyrir,“ sagði Katrín að endingu. Í þættinum var einnig farið yfir Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna sem verða formlega endurvakin í Iðnó á föstudaginn kemur, 25. febrúar. Ástæðan er sú að þrátt fyrir mikinn uppgang í kvennaknattspyrnu hér á landi þá hallar enn á konur í knattspyrnu hér á landi og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Þátt Heimavallarins má hlusta í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Katrín var gestur Heimavallarins á dögunum ásamt Ingunni Haraldsdóttur. Hin 34 ára gamla Katrín lék á sínum 69 A-landsleiki fyrir Íslands hönd ásamt því að leika sem atvinnukona í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Englandi. Í þættinum fer Katrín meðal annars yfir upplifun sína af þjálfaranámskeiði Knattspyrnusambands Íslands á sínum tíma. Fyrst var greint frá þessu á Fótbolti.net. „ Við sitjum þar þrjár konur í salnum. Flestir fyrirlesararnir voru karlkyns, flestir af þeim - og meira að segja konurnar líka, við erum nefnilega svo blind á þetta - sögðu „þið strákarnir“ þegar talað var til hópsins. Ég hugsaði með mér hvort þau sæju mig eða hinar stelpurnar í salnum. Það kippti sér engin upp við þetta, þetta var stórfurðulegt.“ Hrósaði Srdjan Tufegdzic í hástert Túfa fékk mikið hrós.vísir/daníel þór „Svo kemur Túfa (Srdjan Tufegdzic). Hann var eini fyrirlesarinn sem notaði rétt persónufornöfn þegar hann var að tala. Bæði í verklegu æfingunum og þegar hann var að tala við mig og okkur. Flestir aðrir töluðu eingöngu í karlkyni.“ „Tungumálið í fótbolta er karllægt, það er eitthvað sem við viljum skoða og laga af því við erum konur og við viljum að það sé talað við okkur í kvenkyni." „Það er sagt að konur séu líka menn en eru menn konur? Við verðum menn þegar menn verða konur, punktur.“ Lét KSÍ vita af upplifun sinni Að lokum sagði Katrín frá því þegar það kom fyrirlesari til að fjalla um jafnrétti. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Í stað þess að það kæmi fyrirlesari til að fjalla um ójafnrétti í garð kvenna innan íþróttarinnar þá kom fyrirlesari til að tala um jafnrétti innan íþróttarinnar. Núna er samkynhneigð mjög viðurkennd í kvenkynsfótbolta og ég veit ekki um neina fordóma þar. Ég hef hins vegar heyrt af því að karlamegin.“ „Þarna var kominn fyrirlesari sem var að fjalla um hómófóbíu karlamegin en ekki ójafnrétti í garð kvenna sem er miklu stærra vandamál. Ég hugsaði bara að þetta námskeið væri ekkert fyrir konur heldur bara fyrir karla. Ég er viss um að fólk vill gera vel en þetta eru skekkjur sem fólk er orðið blint fyrir,“ sagði Katrín að endingu. Í þættinum var einnig farið yfir Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna sem verða formlega endurvakin í Iðnó á föstudaginn kemur, 25. febrúar. Ástæðan er sú að þrátt fyrir mikinn uppgang í kvennaknattspyrnu hér á landi þá hallar enn á konur í knattspyrnu hér á landi og enn er til staðar ójöfnuður sem aftrar frekari framþróun íþróttarinnar hér á landi. Þátt Heimavallarins má hlusta í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Jafnréttismál Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Sjá meira