Bareigendur til í slaginn um helgina og taka afléttingum fagnandi Fanndís Birna Logadóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 22. febrúar 2022 21:00 Geoffrey Huntingdon-Williams, eigandi Priksins, segir hverja klukkustund skipta máli í veitingabransanum. Vísir/Egill Að óbreyttu verður tilkynnt um afléttingar á öllum takmörkunum innanlands og á landamærunum í síðasta lagi á föstudag. Bareigendur eru farnir að búa sig undir mikil skemmtanahöld um helgina. Miklar takmarkanir hafa verið á starfsemi skemmti- og veitingastaða í gegnum faraldurinn. Skemmtistöðum hefur ýmist verið gert að loka eða opnunartími þeirra skertur allverulega. Geoffrey Huntington-Williams, eigandi Priksins, segir marga veitingamenn fagna þeim afléttingum sem eru væntanlegar. „Hver klukkutími í þessum bransa er frekar veigamikill þegar þú ert veitingamaður og við erum mjög ánægðir að fá heila þrjá og hálfan tíma strax,“ segir Geoffrey en eins og staðan er núna er þessum stöðum gert að loka á miðnætti og þurfa allir gestir að vera farnir út fyrir klukkan eitt. Ánægðir með að fá tíma til að undirbúa sig Auk þess sem veitingamenn fagna þeim afléttingum sem væntanlega verða kynntar fyrir helgi segir Geoffrey þá þakkláta fyrir að fá tíma til að undirbúa sig. „Við erum mjög ánægð með það að fá tíma til þess að undirbúa, við höfum tekið mörgum breytingum undanfarin tvö ár á hlaupum svolítið, við höfum fengið að vita í hádeginu á föstudegi hvernig staðan verði þá á föstudagskvöldið eða föstudagsnóttunni,“ segir Geoffrey. „Það að fá þetta inn á þriðjudegi jafnvel miðvikudegi fyrir helgi er náttúrulega bara æðislegt,“ segir hann enn fremur og bætir við að þá sé hægt að manna vaktir og birgja staðinn vel upp. Sjálfur á Geoffrey von á að stemningin um helgina verði mjög góð. „Við byrjum kvöldið á tónleikum og endum á plötusnúðasetti eins og vaninn er hérna á Prikinu. Ljósin sveiflast og fjörið verður mikið að vanda,“ segir Geoffrey. Ætlun stjórnvalda ætti að ganga eftir Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagðist heilbrigðisráðherra bíða minnisblaðs frá sóttvarnalækni um stöðu faraldursins, sem sé viðráðanleg á heilbrigðisstofnunum, og því ætti áætlun stjórnvalda að ganga eftir. Um tvö þúsund og fjögur hundruð greindust með kórónuveiruna í gær og 52 eru á spítala, þar af tveir á gjörgæslu. Sýnatökur við landamærin verða lagðar niður við afléttingu. „Það er svona kannski í samræmi við þróunina hjá öðrum þjóðum og einfalda þetta bara og þegar útbreiðsla smita er jafn mikil og raun ber vitni innanlands þá er ekki ástæða til að vera með aðrar ráðstafanir á landamærunum,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Miklar takmarkanir hafa verið á starfsemi skemmti- og veitingastaða í gegnum faraldurinn. Skemmtistöðum hefur ýmist verið gert að loka eða opnunartími þeirra skertur allverulega. Geoffrey Huntington-Williams, eigandi Priksins, segir marga veitingamenn fagna þeim afléttingum sem eru væntanlegar. „Hver klukkutími í þessum bransa er frekar veigamikill þegar þú ert veitingamaður og við erum mjög ánægðir að fá heila þrjá og hálfan tíma strax,“ segir Geoffrey en eins og staðan er núna er þessum stöðum gert að loka á miðnætti og þurfa allir gestir að vera farnir út fyrir klukkan eitt. Ánægðir með að fá tíma til að undirbúa sig Auk þess sem veitingamenn fagna þeim afléttingum sem væntanlega verða kynntar fyrir helgi segir Geoffrey þá þakkláta fyrir að fá tíma til að undirbúa sig. „Við erum mjög ánægð með það að fá tíma til þess að undirbúa, við höfum tekið mörgum breytingum undanfarin tvö ár á hlaupum svolítið, við höfum fengið að vita í hádeginu á föstudegi hvernig staðan verði þá á föstudagskvöldið eða föstudagsnóttunni,“ segir Geoffrey. „Það að fá þetta inn á þriðjudegi jafnvel miðvikudegi fyrir helgi er náttúrulega bara æðislegt,“ segir hann enn fremur og bætir við að þá sé hægt að manna vaktir og birgja staðinn vel upp. Sjálfur á Geoffrey von á að stemningin um helgina verði mjög góð. „Við byrjum kvöldið á tónleikum og endum á plötusnúðasetti eins og vaninn er hérna á Prikinu. Ljósin sveiflast og fjörið verður mikið að vanda,“ segir Geoffrey. Ætlun stjórnvalda ætti að ganga eftir Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagðist heilbrigðisráðherra bíða minnisblaðs frá sóttvarnalækni um stöðu faraldursins, sem sé viðráðanleg á heilbrigðisstofnunum, og því ætti áætlun stjórnvalda að ganga eftir. Um tvö þúsund og fjögur hundruð greindust með kórónuveiruna í gær og 52 eru á spítala, þar af tveir á gjörgæslu. Sýnatökur við landamærin verða lagðar niður við afléttingu. „Það er svona kannski í samræmi við þróunina hjá öðrum þjóðum og einfalda þetta bara og þegar útbreiðsla smita er jafn mikil og raun ber vitni innanlands þá er ekki ástæða til að vera með aðrar ráðstafanir á landamærunum,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira