Ágúst hættur hjá KKÍ í ljósi umræðu síðustu daga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2022 15:57 Ágúst er einn reynslumesti þjálfari landsins í körfubolta. Vísir/Bára Dröfn Ágúst S. Björgvinsson er hættur störfum fyrir Körfuknattleikssamband Íslands að eigin ósk. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Ágúst hafði sinnt fjölbreyttum verkefnum hjá sambandinu undanfarin sex ár. „Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu,“ segir í yfirlýsingu KKÍ. Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða af hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Sagt upp sökum trúnaðarbrests KKÍ svaraði umfjölluninni í yfirlýsingu í dag, vísaði á bug fullyrðingum um þöggun og aðgerðarleysi, en tók jafnframt fram að breytingar hefðu orðið í starfshópnum nýlega og ýmislegt yrði gert öðruvísi í dag. Ágústi var sagt upp störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins árið 2009. Var ástæðan sögð trúnaðarbrestur. „Ég vil halda því á milli mín og stjórnar KKÍ að svo stöddu. Ég kýs ekki að tjá mig um það,“ sagði Ágúst í viðtali við Vísi fyrir þrettán árum. KKÍ vísaði til þess á sínum tíma að um væri að ræða viðkvæmt og leiðinlegt mál. Hann var svo ráðinn aftur til sambandsins árið 2015 til að stýra þjálfaramenntun hjá KKÍ. Auk þess hefur hann þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, síðast sextán ára landslið karla. Ekki náðist í Ágúst Björgvinsson við vinnslu fréttarinnar. Ósátt við að ekki sé greint frá ástæðu brottrekstrar Aþena gagnrýndi að ástæðu brottrekstursins árið 2009 hefði verið haldið leyndri. Sömu sögu væri að segja um Leif Garðarsson, reyndan dómara og skólastjóra, sem var gert að hætta að dæma körfuboltaleiki hér á landi árið 2020. „Formaður KKÍ telur að líkt og önnur fyrirtæki þá ætti hreyfingin ekki greina frá því þegar ástæða uppsagnar landsliðsþjálfara eða dómara er kynferðisleg áreitni. Augljóst er að landsþjálfari eða dómari er ekki venjulegur starfsmaður í fyrirtæki,“ sagði í yfirlýsingu Aþenu. KKÍ segist hafa sagt dómaranum upp störfum árið 2020 eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti við leikmenn á samfélagsmiðlum. Tæpu ári eftir uppsögnina fluttu fjölmiðlar fréttir af uppsögninni en keppni í körfubolta hafði legið niðri stóran hluta ársins 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Þá segir KKÍ að sambandið hefði í dag brugðist öðruvísi við en að velja karlmann, sem hlotið hafði dóm og afplánað fyrir nauðgun, aftur í landsliðið nokkrum árum síðar. Um er að ræða Sigurð Þorvaldsson sem spilaði tvo leiki fyrir Íslands hönd árið 2014 eftir að hafa hlotið dóm árið 2010. Fimm stúlkur sem spila með Aþenu hafa verið valdar í æfingahóp yngri landsliða í vetur. Fjórar þeirra hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í æfingarnar en sú fimmta er enn í æfingahópnum samkvæmt upplýsingum frá KKÍ. Íslenski körfuboltinn MeToo Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. 23. febrúar 2022 12:08 Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira
„Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu,“ segir í yfirlýsingu KKÍ. Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða af hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Sagt upp sökum trúnaðarbrests KKÍ svaraði umfjölluninni í yfirlýsingu í dag, vísaði á bug fullyrðingum um þöggun og aðgerðarleysi, en tók jafnframt fram að breytingar hefðu orðið í starfshópnum nýlega og ýmislegt yrði gert öðruvísi í dag. Ágústi var sagt upp störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins árið 2009. Var ástæðan sögð trúnaðarbrestur. „Ég vil halda því á milli mín og stjórnar KKÍ að svo stöddu. Ég kýs ekki að tjá mig um það,“ sagði Ágúst í viðtali við Vísi fyrir þrettán árum. KKÍ vísaði til þess á sínum tíma að um væri að ræða viðkvæmt og leiðinlegt mál. Hann var svo ráðinn aftur til sambandsins árið 2015 til að stýra þjálfaramenntun hjá KKÍ. Auk þess hefur hann þjálfað yngri landslið Íslands undanfarin ár, síðast sextán ára landslið karla. Ekki náðist í Ágúst Björgvinsson við vinnslu fréttarinnar. Ósátt við að ekki sé greint frá ástæðu brottrekstrar Aþena gagnrýndi að ástæðu brottrekstursins árið 2009 hefði verið haldið leyndri. Sömu sögu væri að segja um Leif Garðarsson, reyndan dómara og skólastjóra, sem var gert að hætta að dæma körfuboltaleiki hér á landi árið 2020. „Formaður KKÍ telur að líkt og önnur fyrirtæki þá ætti hreyfingin ekki greina frá því þegar ástæða uppsagnar landsliðsþjálfara eða dómara er kynferðisleg áreitni. Augljóst er að landsþjálfari eða dómari er ekki venjulegur starfsmaður í fyrirtæki,“ sagði í yfirlýsingu Aþenu. KKÍ segist hafa sagt dómaranum upp störfum árið 2020 eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti við leikmenn á samfélagsmiðlum. Tæpu ári eftir uppsögnina fluttu fjölmiðlar fréttir af uppsögninni en keppni í körfubolta hafði legið niðri stóran hluta ársins 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Þá segir KKÍ að sambandið hefði í dag brugðist öðruvísi við en að velja karlmann, sem hlotið hafði dóm og afplánað fyrir nauðgun, aftur í landsliðið nokkrum árum síðar. Um er að ræða Sigurð Þorvaldsson sem spilaði tvo leiki fyrir Íslands hönd árið 2014 eftir að hafa hlotið dóm árið 2010. Fimm stúlkur sem spila með Aþenu hafa verið valdar í æfingahóp yngri landsliða í vetur. Fjórar þeirra hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í æfingarnar en sú fimmta er enn í æfingahópnum samkvæmt upplýsingum frá KKÍ.
Íslenski körfuboltinn MeToo Íþróttir barna Tengdar fréttir KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. 23. febrúar 2022 12:08 Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira
KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. 23. febrúar 2022 12:08
Segja KKÍ vilja þagga kynbundið ofbeldi Aþena íþróttafélag krefst aðgerða af hálfu Körfuknattleikssambands Íslands. Forráðamenn félagsins telja stöðuna óásættanlega og stúlkur ekki öruggar innan vébanda sambandsins vegna óuppgerðra mála og aðgerðarleysis varðandi kynbundið ofbeldi. 15. febrúar 2022 14:18