Jós fúkyrðum yfir rússneska sendiherrann Snorri Másson skrifar 25. febrúar 2022 07:59 Kristófer Gajowski, til vinstri á mynd með hljóðnema. Vísir/Vilhelm Mikill fjöldi fólks stóð við sendiráð Rússa við Túngötu síðdegis í gær og mótmæltu innrás Rússa í Úkraínu. Á meðal þeirra sem mótmælti var Kristófer Gajowski. „Þetta er alveg sjokk. Allir eru að hringja í mig og að tala um að þau séu til dæmis nálægt Póllandi, eða í Kiev, og segja: Það er byrjað stríð. Þetta er ekki í lagi. Hvernig líður rússneska sendiherranum, sem er að fela sig hérna helvítið í búri? Hvernig líður honum í dag? Og af hverju er hann ekki vanur að koma fram og útskýra fyrir okkur?“ Svetlana Graudt, rússnesk kona á mótmælunum, kvaðst hafa faðmað dóttur sína sorgmædd þegar hún heyrði fréttirnar í morgun. „Enginn sem ég þekki trúir að þetta sé að eiga sér stað,“ sagði Svetlana. Vísir/Vilhelm Ragna Sigurðardóttir forseti Ungra jafnaðarmanna sagði að fjöldi fulltrúa frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna hafi mætt. „ Við bara vonum að íslenska ríkisstjórnin boði viðskiptaþvinganir og endurskoði viðskiptasambandið við Rússa. Og að sjálfsögðu flýti fyrir því að tekið verði á móti þeim sem nú flýja stríð og hörmungar í Úkraínu,“ sagði Ragna. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem stóð fyrir mótmælunum, sagði flesta Rússa á hans aldri óánægða með aðgerðir Pútín, nema ef vera skyldi þá sem eldri eru og horfi aðallega á ríkissjónvarpið. Þeir séu heldir óánægðir sem noti netið í meiri mæli. Vísir/Vilhelm Rússneski sendiherrann á Íslandi, Mikhail Noskov, sagði í samtali við fréttastofu í gær að markmið innrásarinnar væri í afhernaðarvæða Úkraínu sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Nauðsynlegt væri að ganga milli bols og höfuðs á „nasistum“ í Úkraínu. Þá var sendiherrann sömuleiðis með skilaboð til mótmælenda. Sjá má frétt Stöðvar 2 þar sem rætt er við sendiherrann Mikhail Noskov. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Á meðal þeirra sem mótmælti var Kristófer Gajowski. „Þetta er alveg sjokk. Allir eru að hringja í mig og að tala um að þau séu til dæmis nálægt Póllandi, eða í Kiev, og segja: Það er byrjað stríð. Þetta er ekki í lagi. Hvernig líður rússneska sendiherranum, sem er að fela sig hérna helvítið í búri? Hvernig líður honum í dag? Og af hverju er hann ekki vanur að koma fram og útskýra fyrir okkur?“ Svetlana Graudt, rússnesk kona á mótmælunum, kvaðst hafa faðmað dóttur sína sorgmædd þegar hún heyrði fréttirnar í morgun. „Enginn sem ég þekki trúir að þetta sé að eiga sér stað,“ sagði Svetlana. Vísir/Vilhelm Ragna Sigurðardóttir forseti Ungra jafnaðarmanna sagði að fjöldi fulltrúa frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna hafi mætt. „ Við bara vonum að íslenska ríkisstjórnin boði viðskiptaþvinganir og endurskoði viðskiptasambandið við Rússa. Og að sjálfsögðu flýti fyrir því að tekið verði á móti þeim sem nú flýja stríð og hörmungar í Úkraínu,“ sagði Ragna. Andrei Menshenin, rússneskur blaðamaður sem stóð fyrir mótmælunum, sagði flesta Rússa á hans aldri óánægða með aðgerðir Pútín, nema ef vera skyldi þá sem eldri eru og horfi aðallega á ríkissjónvarpið. Þeir séu heldir óánægðir sem noti netið í meiri mæli. Vísir/Vilhelm Rússneski sendiherrann á Íslandi, Mikhail Noskov, sagði í samtali við fréttastofu í gær að markmið innrásarinnar væri í afhernaðarvæða Úkraínu sem hafi ógnað öryggi Rússlands. Nauðsynlegt væri að ganga milli bols og höfuðs á „nasistum“ í Úkraínu. Þá var sendiherrann sömuleiðis með skilaboð til mótmælenda. Sjá má frétt Stöðvar 2 þar sem rætt er við sendiherrann Mikhail Noskov.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Vaktin: Íbúar leita skjóls í sprengjuskýlum Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 25. febrúar 2022 06:54