Börn eiga alltaf að njóta vafans Hólmfríður Árnadóttir skrifar 24. febrúar 2022 20:00 Enginn og ekkert gefur fullorðnum rétt til að beita börn ofbeldi. Slíkt er skýlaust brot á réttindum barna til uppeldis og umhverfis sem er styðjandi og verndandi, já og sjálfra barnaverndarlaga. Ekkert réttlætir slíkt en allt mælir gegn því. Ef við lítum til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var árið 2013 eiga börn rétt á vernd gagnvart hvers kyns ofbeldi en um leið rétt á hvers konar leiðsögn, virðingu, jöfnuði, aðlögun og þroska. Hvað varðar skólaumhverfið segja lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla og námskrár þeirra slíkt hið sama og ekki má gleyma siðareglum sem við kennarar eigum að starfa eftir. Samt virðist reglulega brotið á börnum, samt loga athugasemdarkerfi af gerendameðvirkni sem bera börn sökum og afsaka gerðir fullorðinna. Ég vil meina að grunnskólaárin í lífi barna séu mestu mótunarár þeirra, að í skjóli grunnskólans, sem í dag má skilgreina sem velferðarstofnun auk þess að vera menntastofnun, megi þau gera mistök og læra af þeim. Innan skólans fái þau stuðning og hvatningu, tækifæri til að efla hæfileika sína og sinna áhugamálum og fara á eigin hraða og þroska í gegn um leik og nám. Börn eiga líka skýlausan rétt á því að ekki sé fjallað um þeirra einkamál, að um hagi þeirra, atgervi, athafnir og aðstæður ríki trúnaður. Skjólið er þeirra, okkar fullorðinna að hlífa, annast, ala upp (já það er nefnilega hlutverk okkar allra) og mennta; enda ótal markmið námskráa sem snúa að vellíðan barna, því barni sem líður vel tekst betur að einbeita sér að námi, leik og starfi. Þar koma margir þættir að, samstarf heimila og skóla er einn þeirra og um leið sá mikilvægasti því saman stefnum við að vellíðan og námi barnanna okkar allra. Börnin okkar eiga nefnilega það besta skilið. Höfundur er menntunarfræðingur og skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Börn og uppeldi Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Enginn og ekkert gefur fullorðnum rétt til að beita börn ofbeldi. Slíkt er skýlaust brot á réttindum barna til uppeldis og umhverfis sem er styðjandi og verndandi, já og sjálfra barnaverndarlaga. Ekkert réttlætir slíkt en allt mælir gegn því. Ef við lítum til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var árið 2013 eiga börn rétt á vernd gagnvart hvers kyns ofbeldi en um leið rétt á hvers konar leiðsögn, virðingu, jöfnuði, aðlögun og þroska. Hvað varðar skólaumhverfið segja lög um leik-, grunn- og framhaldsskóla og námskrár þeirra slíkt hið sama og ekki má gleyma siðareglum sem við kennarar eigum að starfa eftir. Samt virðist reglulega brotið á börnum, samt loga athugasemdarkerfi af gerendameðvirkni sem bera börn sökum og afsaka gerðir fullorðinna. Ég vil meina að grunnskólaárin í lífi barna séu mestu mótunarár þeirra, að í skjóli grunnskólans, sem í dag má skilgreina sem velferðarstofnun auk þess að vera menntastofnun, megi þau gera mistök og læra af þeim. Innan skólans fái þau stuðning og hvatningu, tækifæri til að efla hæfileika sína og sinna áhugamálum og fara á eigin hraða og þroska í gegn um leik og nám. Börn eiga líka skýlausan rétt á því að ekki sé fjallað um þeirra einkamál, að um hagi þeirra, atgervi, athafnir og aðstæður ríki trúnaður. Skjólið er þeirra, okkar fullorðinna að hlífa, annast, ala upp (já það er nefnilega hlutverk okkar allra) og mennta; enda ótal markmið námskráa sem snúa að vellíðan barna, því barni sem líður vel tekst betur að einbeita sér að námi, leik og starfi. Þar koma margir þættir að, samstarf heimila og skóla er einn þeirra og um leið sá mikilvægasti því saman stefnum við að vellíðan og námi barnanna okkar allra. Börnin okkar eiga nefnilega það besta skilið. Höfundur er menntunarfræðingur og skólastjóri.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun