Viltu vinna milljón? Gunnar Valur Gíslason skrifar 26. febrúar 2022 15:01 Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, höfum undanfarin fjögur ár unnið staðfastlega að því að efna 100 framsækin fyrirheit sem við gáfum Garðbæingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2018. Leiðarljós okkar er traust, ábyrg fjármálastjórn og að skattar á bæjarbúa séu lágir. Ráðdeild í rekstri Bæjarstjórn Garðabæjar hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins sé traustur og stöðugur. Þannig er lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Traust og stöðugleiki skipta öllu máli. Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður eftir hefðbundinn rekstur og er ætlað til að standa undir afborgunum lána bæjarsjóðs annars vegar og nýtist til fjárfestinga hins vegar. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar á árunum 2016-2020 nam um 11.800 m.kr. -ellefu þúsund og átta hundruð milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ber vott um ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála Garðabæjar. Árlegur 850 milljón króna ávinningur íbúanna Lágir skattar skipta miklu máli, bæði fyrir atvinnulífið og fólkið í landinu. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Útsvarsstofn Garðabæjar 2022 er um 104 milljarðar króna. Skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við að ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, er því um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Meðalfjölskyldan sparar milljón á sex árum Sé litið til meðal mánaðarlauna á Íslandi 2020 og hækkun launavísitölu frá desember 2020 til janúar 2022 samkvæmt Hagstofu Íslands sparar fjölskylda með meðallaun sem býr í sveitarfélagi þar sem álagningarhlutfall útsvars er 13,70%, líkt og í Garðabæ, eina milljón króna í útsvarsgreiðslur á sex ára tímabili miðað við að ef fjölskyldan byggi við heimilaða hámarks álagningu útsvars 14,52%. Þetta skiptir ungar fjölskyldur (á öllum aldri) í Garðabæ miklu máli. Ég vil vinna áfram fyrir þig Ég hef sem bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar síðastliðin átta ár unnið með félögum mínum að mótun samfélagsins okkar hér í Garðabæ. Ég býð bæjarbúum áfram krafta mína til að vinna bæjarfélaginu gagn á næsta kjörtímabili. Nú átt þú leik. Verum með og tökum þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 5. mars nk. Hvetjum líka annað sjálfstæðisfólk í bænum til að gera slíkt hið sama. Hvert atkvæði skiptir máli. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður menningar-og safnanefndar Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Sjá meira
Við, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, höfum undanfarin fjögur ár unnið staðfastlega að því að efna 100 framsækin fyrirheit sem við gáfum Garðbæingum fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2018. Leiðarljós okkar er traust, ábyrg fjármálastjórn og að skattar á bæjarbúa séu lágir. Ráðdeild í rekstri Bæjarstjórn Garðabæjar hefur í gegnum tíðina lagt mikla áherslu á styrka fjármálastjórn og að fjárhagur bæjarins sé traustur og stöðugur. Þannig er lagður grunnur að lágum sköttum á bæjarbúa. Traust og stöðugleiki skipta öllu máli. Veltufé frá rekstri er ein mikilvægasta kennitalan í rekstri sveitarfélaga. Þetta er fjárhæðin sem afgangs verður eftir hefðbundinn rekstur og er ætlað til að standa undir afborgunum lána bæjarsjóðs annars vegar og nýtist til fjárfestinga hins vegar. Samanlagt veltufé frá rekstri bæjarsjóðs Garðabæjar á árunum 2016-2020 nam um 11.800 m.kr. -ellefu þúsund og átta hundruð milljónum króna. Á sama tíma hafa Garðbæingar búið við lægsta útsvarið á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ber vott um ráðdeild í rekstri og festu við stjórn fjármála Garðabæjar. Árlegur 850 milljón króna ávinningur íbúanna Lágir skattar skipta miklu máli, bæði fyrir atvinnulífið og fólkið í landinu. Um margra ára skeið hefur álagningarhlutfall útsvars í Garðabæ verið langlægst meðal stærri sveitarfélaga landsins eða 13,70% á meðan mörg þeirra leggja á hámarksútsvar 14,52%. Mismunurinn er 0,82% sem bæjarstjórn Garðabæjar lætur íbúana njóta. Útsvarsstofn Garðabæjar 2022 er um 104 milljarðar króna. Skattsparnaður Garðbæinga af útsvari í ár, miðað við að ef hámarksútsvar væri lagt á útsvarsgreiðendur í bænum, er því um 850 milljónir króna. Árlegar ráðstöfunartekjur heimila í Garðabæ hækka sem þessu nemur. Á heilu kjörtímabili eru þetta þrjú þúsund og fjögur hundruð milljónir króna – fyrir heimilin í Garðabæ. Meðalfjölskyldan sparar milljón á sex árum Sé litið til meðal mánaðarlauna á Íslandi 2020 og hækkun launavísitölu frá desember 2020 til janúar 2022 samkvæmt Hagstofu Íslands sparar fjölskylda með meðallaun sem býr í sveitarfélagi þar sem álagningarhlutfall útsvars er 13,70%, líkt og í Garðabæ, eina milljón króna í útsvarsgreiðslur á sex ára tímabili miðað við að ef fjölskyldan byggi við heimilaða hámarks álagningu útsvars 14,52%. Þetta skiptir ungar fjölskyldur (á öllum aldri) í Garðabæ miklu máli. Ég vil vinna áfram fyrir þig Ég hef sem bæjarfulltrúi og formaður menningar- og safnanefndar Garðabæjar síðastliðin átta ár unnið með félögum mínum að mótun samfélagsins okkar hér í Garðabæ. Ég býð bæjarbúum áfram krafta mína til að vinna bæjarfélaginu gagn á næsta kjörtímabili. Nú átt þú leik. Verum með og tökum þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 5. mars nk. Hvetjum líka annað sjálfstæðisfólk í bænum til að gera slíkt hið sama. Hvert atkvæði skiptir máli. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður menningar-og safnanefndar Garðabæjar.
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar