Mögnuð endurkoma Dallas í lokaleikhlutanum | Vandræði Lakers halda áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2022 07:28 Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins í endurkomusigri Dallas Mavericks í nótt. AP Photo/Marcio Jose Sanchez NBA-deildin í körfubolta bauð upp á átta leiki í nótt. Þar á meðal vann Dallas Mavericks magnaðan endurkomusigur gegn Golden State Warriors, 107-101, eftir að hafa verið 19 stigum undir í fjórða leikhluta, og vandræði Los Angeles Lakers halda áfram eftir 28 stiga tap gegn New Orleans Pelicans, 123-95. Heimamenn í Golden State tóku forystuna strax í upphafi leiks gegn Dallas Mavericks og eftir fyrsta leikhluta var staðan 37-24, Stríðsmönnunum í vil. Þeir héldu svi forskoti sínu út hálfleikinn og fóru inn í hlé með 12 stiga forystu, 60-48. Það sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta þar sem heimamenn byggðu hægt og bítandi á forskot sitt. Þegar rétt tæpar tíu mínútur voru eftir af lokaleikhlutanum var munurinn orðinn 19 stig, 93-74. Þá vöknuðu gestirnir heldur betur til lífsins og skoruðu 26 stig gegn aðeins einu stigi heimamanna. Þetta var í fyrsta skipti í leiknum sem gestirnir náðu forystunni og þeir létu hana aldrei af hendi eftir það og unnu að lokum sex stiga sigur, 1047-101. Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins með 34 stig fyrir DAllas Mavericks, en hann tók einnig 11 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Í liði Golden State var Steph Curry atkvæðamestur með 27 stig, fjögur fráköst og tíu stoðsendingar. Mavs pull off an unreal comeback on the Warriors and win 107-101 😱Dallas went on a 26-3 run 🤯 pic.twitter.com/8AjryQW76U— SportsCenter (@SportsCenter) February 28, 2022 Í leik Los Angeles Lakers og Nes Orelans Pelicans var ekki jafn mikil spenna. Nokkuð jafnræði var þó með liðunum í fyrri hálfleik, en að honum loknum var staðan 51-40, gestunum frá New Orleans í vil. Þeir tóku svo öll völd í þriðja leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir heimamenn. Pelíkanarnir náðu mest 32 stiga forskoti og unnu að lokum öruggan 28 stiga sigur, 123-95. Los Angeles-liðið hefur nú tapað þrem af seinustu fjórum leikjum sínum, og þá er liðið einnig án sigurs í átta af seinustu 11. LeBron James dró vagninn fyrir liðið í nótt og skoraði 32 stig. Í liði New Orleans dreifðist stigaskorið mun betur yfir liðið, en þar var CJ McCollum stigahæstur með 22 stig. Þá átti fyrrum Lakers-maðurinn Brandon Ingram flottan leik, en hann skorði 19 stig, tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Úrslit næturinnar Philadelphia 76ers 125-109 New York Knicks Utah Jazz 118-114 Phoenix Suns Boston Celtics 107-128 Indiana Pacers Detroit Pistons 127-126 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 99-98 Houston Rockets Dallas Mavericks 107-101 Golden State Warriors Denver Nuggets 124-92 Portland Trailblazers New Orleans Pelicans 123-95 Los Angeles Lakers NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Heimamenn í Golden State tóku forystuna strax í upphafi leiks gegn Dallas Mavericks og eftir fyrsta leikhluta var staðan 37-24, Stríðsmönnunum í vil. Þeir héldu svi forskoti sínu út hálfleikinn og fóru inn í hlé með 12 stiga forystu, 60-48. Það sama var uppi á teningnum í þriðja leikhluta þar sem heimamenn byggðu hægt og bítandi á forskot sitt. Þegar rétt tæpar tíu mínútur voru eftir af lokaleikhlutanum var munurinn orðinn 19 stig, 93-74. Þá vöknuðu gestirnir heldur betur til lífsins og skoruðu 26 stig gegn aðeins einu stigi heimamanna. Þetta var í fyrsta skipti í leiknum sem gestirnir náðu forystunni og þeir létu hana aldrei af hendi eftir það og unnu að lokum sex stiga sigur, 1047-101. Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins með 34 stig fyrir DAllas Mavericks, en hann tók einnig 11 fráköst og gaf eina stoðsendingu. Í liði Golden State var Steph Curry atkvæðamestur með 27 stig, fjögur fráköst og tíu stoðsendingar. Mavs pull off an unreal comeback on the Warriors and win 107-101 😱Dallas went on a 26-3 run 🤯 pic.twitter.com/8AjryQW76U— SportsCenter (@SportsCenter) February 28, 2022 Í leik Los Angeles Lakers og Nes Orelans Pelicans var ekki jafn mikil spenna. Nokkuð jafnræði var þó með liðunum í fyrri hálfleik, en að honum loknum var staðan 51-40, gestunum frá New Orleans í vil. Þeir tóku svo öll völd í þriðja leikhluta og gjörsamlega keyrðu yfir heimamenn. Pelíkanarnir náðu mest 32 stiga forskoti og unnu að lokum öruggan 28 stiga sigur, 123-95. Los Angeles-liðið hefur nú tapað þrem af seinustu fjórum leikjum sínum, og þá er liðið einnig án sigurs í átta af seinustu 11. LeBron James dró vagninn fyrir liðið í nótt og skoraði 32 stig. Í liði New Orleans dreifðist stigaskorið mun betur yfir liðið, en þar var CJ McCollum stigahæstur með 22 stig. Þá átti fyrrum Lakers-maðurinn Brandon Ingram flottan leik, en hann skorði 19 stig, tók fimm fráköst og gaf átta stoðsendingar. Úrslit næturinnar Philadelphia 76ers 125-109 New York Knicks Utah Jazz 118-114 Phoenix Suns Boston Celtics 107-128 Indiana Pacers Detroit Pistons 127-126 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 99-98 Houston Rockets Dallas Mavericks 107-101 Golden State Warriors Denver Nuggets 124-92 Portland Trailblazers New Orleans Pelicans 123-95 Los Angeles Lakers
Philadelphia 76ers 125-109 New York Knicks Utah Jazz 118-114 Phoenix Suns Boston Celtics 107-128 Indiana Pacers Detroit Pistons 127-126 Charlotte Hornets Los Angeles Clippers 99-98 Houston Rockets Dallas Mavericks 107-101 Golden State Warriors Denver Nuggets 124-92 Portland Trailblazers New Orleans Pelicans 123-95 Los Angeles Lakers
NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira