Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2022 14:23 Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar lagði Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra og aðstoðarsaksóknara Eyþór Þorbergsson fyrir héraðsdómi Norðurlands eystra. vísir/egill/vilhelm Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. Eins og fram hefur komið hafa fjórir blaðamenn verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Þeir eru grunaðir um brot gegn 228. og 229. grein almennra hegningarlaga sem snýr að friðhelgi einkalífs og eru með réttarstöðu sakborninga í málinu. Blaðamaður ekki brotlegur við það eitt að taka við gögnum Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og birt greinargerðina sem saksóknarinn Eyþór Þorbergsson lagði fram við málflutninginn. Stundin greinir frá málinu nú rétt í þessu og vitnar í niðurstöðu dómsins sem fjölmiðillinn hefur vitaskuld undir höndum. Þar sem segir að blaðamaður verði ekki talinn brotlegur við 228. gr. og/eða 229. gr. almennra hegningarlaga „fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Þá segir einnig að slíkt verði einnig að teljast eiga við almennt; að það eitt að einhver móttaki og opni gögn sem dreift í óþökk þess sem þau varðar sé ekki refsivert athæfi. Blaðamaður sakborningur vegna atriða ótengd kæruefni Í dómnum er reifað að af gögnum sem lögð voru fram verði ekki ráðið að brotaþoli, Páll Steingrímsson, hafi leitað til lögreglu vegna þeirra persónulegu myndbanda sem lögreglan vísar til að séu ástæða þess að Aðalsteinn fékk stöðu sakbornings. „Ekki er um það deilt í málinu að þær fréttir sem blaðamenn, þar á meðal sóknaraðili, unnu upp úr gögnum úr síma brotaþola hafi átt erindi við almenning og sætir sú háttsemi ekki rannsókn lögreglu. Í þeirri umfjöllun var ekkert fjallað um þessi myndbönd eða önnur persónuleg málefni brotaþola.“ Stundin ræðir við Gunnar Inga Jóhannsson, lögmann Aðalsteins, sem segir niðurstöðu dómsins í takti við sitt upplegg: „Staðfesting á því að málatilbúnaður lögreglu á hendur blaðamönnum er reistur á sandi. Og staðfesting á þeirri afdráttarlausu réttarvernd sem blaðamenn njóta lögum samkvæmt. Sú vernd er virt. Fullyrðingar sem komið hafa fram, meðal annars frá ráðamönnum, um að eitthvað annað og meira búi að baki voru og eru tilhæfulausar,“ segir Gunnar Ingi í samtali við Stundina. Uppfært: 14:30 Úrskurðinn í heild sinni má sjá hér neðar í tengdum skjölum. Tengd skjöl Úrskurður_R-32_2022PDF203KBSækja skjal Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa fjórir blaðamenn verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Þeir eru grunaðir um brot gegn 228. og 229. grein almennra hegningarlaga sem snýr að friðhelgi einkalífs og eru með réttarstöðu sakborninga í málinu. Blaðamaður ekki brotlegur við það eitt að taka við gögnum Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og birt greinargerðina sem saksóknarinn Eyþór Þorbergsson lagði fram við málflutninginn. Stundin greinir frá málinu nú rétt í þessu og vitnar í niðurstöðu dómsins sem fjölmiðillinn hefur vitaskuld undir höndum. Þar sem segir að blaðamaður verði ekki talinn brotlegur við 228. gr. og/eða 229. gr. almennra hegningarlaga „fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Þá segir einnig að slíkt verði einnig að teljast eiga við almennt; að það eitt að einhver móttaki og opni gögn sem dreift í óþökk þess sem þau varðar sé ekki refsivert athæfi. Blaðamaður sakborningur vegna atriða ótengd kæruefni Í dómnum er reifað að af gögnum sem lögð voru fram verði ekki ráðið að brotaþoli, Páll Steingrímsson, hafi leitað til lögreglu vegna þeirra persónulegu myndbanda sem lögreglan vísar til að séu ástæða þess að Aðalsteinn fékk stöðu sakbornings. „Ekki er um það deilt í málinu að þær fréttir sem blaðamenn, þar á meðal sóknaraðili, unnu upp úr gögnum úr síma brotaþola hafi átt erindi við almenning og sætir sú háttsemi ekki rannsókn lögreglu. Í þeirri umfjöllun var ekkert fjallað um þessi myndbönd eða önnur persónuleg málefni brotaþola.“ Stundin ræðir við Gunnar Inga Jóhannsson, lögmann Aðalsteins, sem segir niðurstöðu dómsins í takti við sitt upplegg: „Staðfesting á því að málatilbúnaður lögreglu á hendur blaðamönnum er reistur á sandi. Og staðfesting á þeirri afdráttarlausu réttarvernd sem blaðamenn njóta lögum samkvæmt. Sú vernd er virt. Fullyrðingar sem komið hafa fram, meðal annars frá ráðamönnum, um að eitthvað annað og meira búi að baki voru og eru tilhæfulausar,“ segir Gunnar Ingi í samtali við Stundina. Uppfært: 14:30 Úrskurðinn í heild sinni má sjá hér neðar í tengdum skjölum. Tengd skjöl Úrskurður_R-32_2022PDF203KBSækja skjal
Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels