Ólýðræðisleg útilokum félagsmanna í VM til kjörgengis og atkvæðisréttar Þorsteinn Ingi Hjálmarsson skrifar 28. febrúar 2022 16:01 VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna er gott stéttarfélag sem byggir á sterkum grunni frá stofnun við sameiningu Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands 2006. Við stofnun VM var lagt mikið upp úr því að lög félagsins væru mjög skýr til að styrkja innviði félagsins og ramma inn starfsemina, jafnframt áttu lögin að tryggja fjárhagslegt aðhald að stjórn félagsins og formanni. Sem varamaður í stjórn VM nú hef ég verið að benda formanni á að hann sé að brjóta lög félagsins með ólöglegum samþykktum stjórnar um færslu á fjármunum úr sjóðum félagsins. Í stað þess að bregðast við þessum ábendingum á lýðræðislegan hátt og sækja einfaldlega umboð til samþykktar frá hinum almenna félagsmanni, þá bregst formaðurinn við þannig að hann leggur bara stein í götu þeirra sem vekja athygli á þessum lagabrotum. Eftir að hafa verið virkur félagi VM í um 35 ár og aðalmaður í stjórn í mörg ár, hef ég alltaf verið í 100% starfi öll þessi ár borgað félagsgjöld og verið fullgildur félagi. Síðustu tvö ár hef ég verið að starfa við kennslu í vélstjórnargreinum, en jafnframt verið við vélstjórastörf til sjós. Sigldi aðeins minna en ég var vanur árið 2020 en þá greiddi ég félagsgjöld til VM í níu mánuði og árið 2021greiddi ég félagsgjöld til VM í fimm mánuði. Nú virðast vinnubrögðin innan VM orðin þannig að nota á það gegn mér að ég sé að benda á leyndar hyggju við stjórnun og hugsanleg lagabrotum vegna mikilla útgjalda sem ekki eru til samþykktir fyrir frá aðalfundi VM . Það læðist að mér sá grunur að hann er að útiloka mig með aðstoð kjörnefndar frá því vera fullgildur félagi í félaginu.Rökin sem bent er á, er að ég hafi ekki greitt félagsgjöld í samfelldri tímalínu síðustu 6 mánuði eins og lögin skilgreina þröngt. Niðurstaðan er því sú að ég hef hvorki atkvæðisrétt né kjörgengi hjá mínu stéttarfélagi, af síðust 6 mánuðum greiddi ég félagsgjald til VM í 3 mánuði. Ég velti því fyrir mér hvernig standa þá allir mínir félaga sem eru vélstjórar á sjó gagnvart þessu ákvörðun kjörnefndar sem róa annan hvern túr og eru ekki í jafnlaunakerfi? Eru þá allir vélstjórar sem sigla 6 mánuði af 12 mánuðum tímabili, sem er nánast á öllum skipum i dag ekki lengur kjörgengir hjá VM? Þetta ákvæði í lögum VM hefur ekki áður svo ég vit verið túlkuð svona þröngt. Einstaklingar verið aðeins kjörgengir þeir sem greiddum iðgjöldum til VM samfellt í 6 mánuði fyrir kosningu eða uppstillingu. Ég tel þetta sé brot á jafnræðisreglu og lýðræði innan stéttarfélagsins VM.Ég hef leitaði álits hjá lögfræðing ASÍ og þar á bæ vilja þeir ekki taka afstöðu og segja að kjörnefndin innan VM hafi ákvörðunarvaldið. Ég segi þá á móti að kjörnefnd VM er vanhæf því hún er ekki vinna að heilindum heldur ganga þvert á fyrri álit um kjörgengi félagsmanna. Þegar núverandi formaður gaf kost á sér til formanns 2018 var hann þá kjörgengur sjálfur samkvæmt þessari túlkun? Það er verið að reyna að útiloka og loka á umræðuna um ósamþykktar útgjalda færslur úr sjóðum félagsins VM langt umfram heimildir. Höfundur er vélfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna er gott stéttarfélag sem byggir á sterkum grunni frá stofnun við sameiningu Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands 2006. Við stofnun VM var lagt mikið upp úr því að lög félagsins væru mjög skýr til að styrkja innviði félagsins og ramma inn starfsemina, jafnframt áttu lögin að tryggja fjárhagslegt aðhald að stjórn félagsins og formanni. Sem varamaður í stjórn VM nú hef ég verið að benda formanni á að hann sé að brjóta lög félagsins með ólöglegum samþykktum stjórnar um færslu á fjármunum úr sjóðum félagsins. Í stað þess að bregðast við þessum ábendingum á lýðræðislegan hátt og sækja einfaldlega umboð til samþykktar frá hinum almenna félagsmanni, þá bregst formaðurinn við þannig að hann leggur bara stein í götu þeirra sem vekja athygli á þessum lagabrotum. Eftir að hafa verið virkur félagi VM í um 35 ár og aðalmaður í stjórn í mörg ár, hef ég alltaf verið í 100% starfi öll þessi ár borgað félagsgjöld og verið fullgildur félagi. Síðustu tvö ár hef ég verið að starfa við kennslu í vélstjórnargreinum, en jafnframt verið við vélstjórastörf til sjós. Sigldi aðeins minna en ég var vanur árið 2020 en þá greiddi ég félagsgjöld til VM í níu mánuði og árið 2021greiddi ég félagsgjöld til VM í fimm mánuði. Nú virðast vinnubrögðin innan VM orðin þannig að nota á það gegn mér að ég sé að benda á leyndar hyggju við stjórnun og hugsanleg lagabrotum vegna mikilla útgjalda sem ekki eru til samþykktir fyrir frá aðalfundi VM . Það læðist að mér sá grunur að hann er að útiloka mig með aðstoð kjörnefndar frá því vera fullgildur félagi í félaginu.Rökin sem bent er á, er að ég hafi ekki greitt félagsgjöld í samfelldri tímalínu síðustu 6 mánuði eins og lögin skilgreina þröngt. Niðurstaðan er því sú að ég hef hvorki atkvæðisrétt né kjörgengi hjá mínu stéttarfélagi, af síðust 6 mánuðum greiddi ég félagsgjald til VM í 3 mánuði. Ég velti því fyrir mér hvernig standa þá allir mínir félaga sem eru vélstjórar á sjó gagnvart þessu ákvörðun kjörnefndar sem róa annan hvern túr og eru ekki í jafnlaunakerfi? Eru þá allir vélstjórar sem sigla 6 mánuði af 12 mánuðum tímabili, sem er nánast á öllum skipum i dag ekki lengur kjörgengir hjá VM? Þetta ákvæði í lögum VM hefur ekki áður svo ég vit verið túlkuð svona þröngt. Einstaklingar verið aðeins kjörgengir þeir sem greiddum iðgjöldum til VM samfellt í 6 mánuði fyrir kosningu eða uppstillingu. Ég tel þetta sé brot á jafnræðisreglu og lýðræði innan stéttarfélagsins VM.Ég hef leitaði álits hjá lögfræðing ASÍ og þar á bæ vilja þeir ekki taka afstöðu og segja að kjörnefndin innan VM hafi ákvörðunarvaldið. Ég segi þá á móti að kjörnefnd VM er vanhæf því hún er ekki vinna að heilindum heldur ganga þvert á fyrri álit um kjörgengi félagsmanna. Þegar núverandi formaður gaf kost á sér til formanns 2018 var hann þá kjörgengur sjálfur samkvæmt þessari túlkun? Það er verið að reyna að útiloka og loka á umræðuna um ósamþykktar útgjalda færslur úr sjóðum félagsins VM langt umfram heimildir. Höfundur er vélfræðingur
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar