Mikil umræða hefur skapast í kringum lands- og félagslið Rússlands í öllum íþróttum frá því rússneski herinn réðst inn í Úkraínu á dögunum.
Fyrr í dag gaf Knattspyrnusamband Íslands út að ekkert íslenskt landslið myndi spila við Rússland og þá vildi Alþjóða ólympíunefndin, IOC, banna þátttöku rússneskra og hvítrússneskra íþróttamanna vegna innrásarinnar.
Nú hafa FIFA og UEFA gefið út að öll rússnesk landslið verði bönnum frá keppnum þangað til annað kemur í ljós. UEFA hefur gert slíkt hið sama.
Það þýðir að Rússland fær ekki að taka þátt í umspilinu fyrir HM sem fram fer í mars. Þar átti Rússland að mæta Póllandi og sigurliðið myndi spila við annað hvort Tékkland eða Svíþjóð um sæti á HM sem fram fer í Katar undir lok árs.
FIFA/UEFA suspend Russian clubs and national teams from all competitions
— FIFA Media (@fifamedia) February 28, 2022
https://t.co/Q2htzW3W9z pic.twitter.com/LFo1bUtqmm
Þá mun rússneska kvennalandsliðið ekki taka þátt á EM sem fram fer í sumar.