Bingóspilarar einróma um lokun Vinabæjar: „Ömurlegt!“ Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 28. febrúar 2022 19:29 Tímamót í Vinabæ Vísir/Arnar Hinsta bingóið í Vinabæ stendur nú yfir. Eftir bingóið í kvöld verður dyrum bingósalsins vinsæla lokað fyrir fullt og allt. Bingóspilarar eru ekki kátir með breytingarnar. Óþekktur aðili hefur fest kaup á húsnæðinu í Skipholti sem hýsir bingóið í Vinabæ. Þar hefur bingó verið spilað í 32 ár, frá árinu 1990. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, leit við í Vinabæ í kvöld þar sem hún ræddi við bingóspilara, sem eru á sama báti þegar kemur að skoðunum á því að Vinabær sé að loka. „Mér finnst þetta hræðilegt bara. Eitt orð yfir það,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir, sem staðið hefur vaktina í Vinabæ lengi við það að selja bingóspjöld. Fólkið, bingóspilararnir og samstarfsmennirnir eru það sem Hafdís mun sakna mest við Vinabæ. Hún segist ekki vita hvað taki við nú. „Maður veit ekki. Ég er náttúrulega í annarri vinnu en við erum allar að missa vinnuna okkar.“ Þetta er ekki bara erfitt fyrir spilarana? „Nei, þetta er líka erfitt fyrir okkur. Að missa þetta, þetta er eins og félagsmiðstöð.“ Bingóspilararnir sem fréttastofa ræddi við í kvöld eru ekki kátir með að Vinabær sé að loka. Söguleg stund í Vinabæ, síðasta bingóið.Vísir/Arnar „Þetta er ömurlegt. Ömurlegt að þetta skuli vera að hætta. Mér finnst að það eigi ekki að vera leyfi fyrir því,“ sagði Guðný Pálína Adolfsdóttir. „Gulli hlýtur að opna aftur, ég trúi ekki öðru,“ sagði hún og vísaði þar til Guðlaugar Sigmundssonar, framkvæmdastjóra bingósins. Sigþór Elíasson hefur spilað bingó í Vinabæ nánast frá opnun. Hann er ekki hrifinn af því að Vinabær sé að loka. „Mér líður illa með það. Þetta er alveg hörmung.“ Og undir þetta tók sú þriðja. „Mér finnst þetta ömurlegt, alveg í einu orði sagt. Þetta er eina sem maður orðið gerir.“ Rætt var við Guðlaug bingóstjóra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík Tímamót Eldri borgarar Tengdar fréttir Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. 20. febrúar 2022 20:40 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Óþekktur aðili hefur fest kaup á húsnæðinu í Skipholti sem hýsir bingóið í Vinabæ. Þar hefur bingó verið spilað í 32 ár, frá árinu 1990. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, leit við í Vinabæ í kvöld þar sem hún ræddi við bingóspilara, sem eru á sama báti þegar kemur að skoðunum á því að Vinabær sé að loka. „Mér finnst þetta hræðilegt bara. Eitt orð yfir það,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir, sem staðið hefur vaktina í Vinabæ lengi við það að selja bingóspjöld. Fólkið, bingóspilararnir og samstarfsmennirnir eru það sem Hafdís mun sakna mest við Vinabæ. Hún segist ekki vita hvað taki við nú. „Maður veit ekki. Ég er náttúrulega í annarri vinnu en við erum allar að missa vinnuna okkar.“ Þetta er ekki bara erfitt fyrir spilarana? „Nei, þetta er líka erfitt fyrir okkur. Að missa þetta, þetta er eins og félagsmiðstöð.“ Bingóspilararnir sem fréttastofa ræddi við í kvöld eru ekki kátir með að Vinabær sé að loka. Söguleg stund í Vinabæ, síðasta bingóið.Vísir/Arnar „Þetta er ömurlegt. Ömurlegt að þetta skuli vera að hætta. Mér finnst að það eigi ekki að vera leyfi fyrir því,“ sagði Guðný Pálína Adolfsdóttir. „Gulli hlýtur að opna aftur, ég trúi ekki öðru,“ sagði hún og vísaði þar til Guðlaugar Sigmundssonar, framkvæmdastjóra bingósins. Sigþór Elíasson hefur spilað bingó í Vinabæ nánast frá opnun. Hann er ekki hrifinn af því að Vinabær sé að loka. „Mér líður illa með það. Þetta er alveg hörmung.“ Og undir þetta tók sú þriðja. „Mér finnst þetta ömurlegt, alveg í einu orði sagt. Þetta er eina sem maður orðið gerir.“ Rætt var við Guðlaug bingóstjóra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík Tímamót Eldri borgarar Tengdar fréttir Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. 20. febrúar 2022 20:40 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. 20. febrúar 2022 20:40