Rússneskir fjölmiðlar fjalla um „árás“ á sendiráðið í Reykjavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. febrúar 2022 20:53 Míkhaíl Noskov er sendiherra Rússlands á Íslandi. Stöð 2/Arnar Rússneskir fjölmiðlar hafa það eftir Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, að ráðist hafi verið á sendiráð Rússlands í Reykjavík. Lögregla staðfestir að afskipti hafi verið höfð af einstaklingi við sendiráðið í gær, en skráði ekkert um ofbeldi eða skemmdarverk í kerfi sitt. Rússneski ríkismiðillinn RIA hefur eftir sendiherranum, í frétt sem ber fyrirsögnina „Ráðist á sendiráð Rússlands á Íslandi,“ að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi tvisvar verið blásið til mótmæla við sendiherrabústaðinn. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram en að eftir mótmælin í gær hafi íslenskur ríkisborgari „sem glímir við geðkvilla“ orðið eftir við sendiráðið. Hann hafi brotið niður hlið við sendiráðið og reynt að eyðileggja myndavél. Þá er haft eftir Noskov að viðkomandi hafi verið handtekinn. „Við fáum ógrynni móðgana og hótana á tölvupóstfang sendiráðsins, það er hringt í okkur og okkur blótað á samfélagsmiðlum,“ sagði Noskov. Ekkert skráð um skemmdarverk Fréttastofa hafði samband við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rétt að lögregla hafi verið kölluð að sendiráðinu vegna Íslendings sem hefði verið kominn inn á lóð sendiráðsins og verið með ónæði. „Hann fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið og var þá tekinn niður á stöð, en sleppt eftir smá viðtal.“ Þá segir Ásgeir að ekkert hafi verið skráð í kerfi lögreglunnar um skemmdarverk. Hann bætir því við að mótmælin sem farið hafa fram við sendiráðið og sendiherrabústaðinn hafi farið vel fram. „Við höfum átt í afar góðu samtali og samstarfi við skipuleggjendur mótmælanna, þannig að það er ekkert sem stendur þar á milli,“ segir Ásgeir. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp skiltum á girðingu umhverfis rússneska sendiráðið við Garðastræti. Ríkisfjölmiðlar endurflytja orð Pútíns Í fréttinni þar sem fjallað er um málið er innrás Rússa í Úkraínu, sem hefur verið fordæmd vítt og breitt um alþjóðasviðið, kölluð „sérstök hernaðaðaraðgerð.“ Það er orðalag sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sjálfur notað um innrásina. Þá segir einnig að markmið „aðgerðarinnar“ sé að draga úr her- og nasistavæðingu Úkraínu og draga „stríðsglæpamenn til ábyrgðar fyrir blóðuga glæpi gegn almennum borgurum í Donbas.“ Þá hefur ríkismiðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Rússlands að rússneski herinn ráðist aðeins á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu og að almennir borgarar hafi ekkert að óttast. Þetta er þó algjörlega á skjön við fréttir sem óháðir fjölmiðlar hafa flutt af svæðinu síðustu daga, um mannfall almennra borgara í sprengjuárásum á úkraínskar borgir, hvar skotmörkin hafa meðal annars verið spítalar og leikskólar. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27. febrúar 2022 23:01 Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Rússneski ríkismiðillinn RIA hefur eftir sendiherranum, í frétt sem ber fyrirsögnina „Ráðist á sendiráð Rússlands á Íslandi,“ að síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst hafi tvisvar verið blásið til mótmæla við sendiherrabústaðinn. Mótmælin hafi farið friðsamlega fram en að eftir mótmælin í gær hafi íslenskur ríkisborgari „sem glímir við geðkvilla“ orðið eftir við sendiráðið. Hann hafi brotið niður hlið við sendiráðið og reynt að eyðileggja myndavél. Þá er haft eftir Noskov að viðkomandi hafi verið handtekinn. „Við fáum ógrynni móðgana og hótana á tölvupóstfang sendiráðsins, það er hringt í okkur og okkur blótað á samfélagsmiðlum,“ sagði Noskov. Ekkert skráð um skemmdarverk Fréttastofa hafði samband við Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjón á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir rétt að lögregla hafi verið kölluð að sendiráðinu vegna Íslendings sem hefði verið kominn inn á lóð sendiráðsins og verið með ónæði. „Hann fór ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa svæðið og var þá tekinn niður á stöð, en sleppt eftir smá viðtal.“ Þá segir Ásgeir að ekkert hafi verið skráð í kerfi lögreglunnar um skemmdarverk. Hann bætir því við að mótmælin sem farið hafa fram við sendiráðið og sendiherrabústaðinn hafi farið vel fram. „Við höfum átt í afar góðu samtali og samstarfi við skipuleggjendur mótmælanna, þannig að það er ekkert sem stendur þar á milli,“ segir Ásgeir. Mótmælendur hafa meðal annars komið upp skiltum á girðingu umhverfis rússneska sendiráðið við Garðastræti. Ríkisfjölmiðlar endurflytja orð Pútíns Í fréttinni þar sem fjallað er um málið er innrás Rússa í Úkraínu, sem hefur verið fordæmd vítt og breitt um alþjóðasviðið, kölluð „sérstök hernaðaðaraðgerð.“ Það er orðalag sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur sjálfur notað um innrásina. Þá segir einnig að markmið „aðgerðarinnar“ sé að draga úr her- og nasistavæðingu Úkraínu og draga „stríðsglæpamenn til ábyrgðar fyrir blóðuga glæpi gegn almennum borgurum í Donbas.“ Þá hefur ríkismiðillinn eftir varnarmálaráðuneyti Rússlands að rússneski herinn ráðist aðeins á hernaðarleg skotmörk í Úkraínu og að almennir borgarar hafi ekkert að óttast. Þetta er þó algjörlega á skjön við fréttir sem óháðir fjölmiðlar hafa flutt af svæðinu síðustu daga, um mannfall almennra borgara í sprengjuárásum á úkraínskar borgir, hvar skotmörkin hafa meðal annars verið spítalar og leikskólar.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir „Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27. febrúar 2022 23:01 Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
„Ég á engin orð til þess að lýsa tilfinningum mínum“ Mörghundruð manns sýndu Úkraínumönnum samstöðu og mótmæltu stríðinu í miðbæ Reykjavíkur í dag. Mótmælendur kröfðust þess að rússneski sendiherrann yrði sendur heim og fordæmdu Rússlandsforseta. 27. febrúar 2022 23:01
Á sjötta hundrað mótmæla við sendiráðið og enn bætir í Fólk streymir að rússneska sendiráðinu í Túngötu þar sem fólk mótmælir nú rússneskum stjórnvöldum og innrás þeirra í Úkraínu. Á sjötta hundrað eru þegar við sendiráðið og lögreglufulltrúi á staðnum segir enn bætast í hópinn. 27. febrúar 2022 13:00
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent