Ómakleg neikvæðni gagnvart vestrænni menningu Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 1. mars 2022 07:31 Íslendingar eru vestræn menningarþjóð. Þessi fullyrðing ætti að vera nokkuð óumdeild. Í stuttu máli mætti skilgreina vestræna menningu sem sameiginlega arfleifð íbúa Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Sú arfleifð felur í sér sameiginleg menningarverðmæti (ritverk, fornminjar og listmuni) og hugmyndafræðileg einkenni (siðferðisgildi og sögulegt sjónarhorn). Þegar ég hóf nám í háskólanum rann fljótt upp fyrir mér að vestræn menning var ekki hátt skrifuð meðal samnemenda minna og kennara. Sumir virtust jafnvel þeirrar skoðunar að Vesturlönd væru rót alls ills í heiminum. Satt að segja var mér nokkuð brugðið. Þessi orðræða var í engu samræmi við þann veruleika sem ég þekkti. Eftir nokkra upplýsingaöflun komst ég að því að þessi niðurstaða fæst eingöngu með því að horfa á vestræna menningu í smásjá á meðan horft er á aðra menningarheima úr fjarlægð með rósrauðum gleraugum. Öfgar geta af sér öfgar Í háskólanum varði ég tíma mínum aðallega á hugvísindasviðinu þar sem andúðin á vestrænni menningu virtist vera einna mest. Tilhneiging háskólasamfélagsins að níða niður vestræna menningu er raunar ekki að ástæðulausu. Flestir samnemenda og kennara minna voru á vinstri væng stjórnmálanna. Andúð vinstri-öfgasinna á vestrænni menningu er í senn tilraun til að friðþægja fyrir syndir fortíðarinnar og nokkurs konar ósjálfrátt viðbragð við yfirburðahyggju hægri-öfgasinna. Þannig er reynt að sporna við öfgum í eina áttina með sambærilegum öfgum í hina áttina. Staðreyndin er hins vegar sú að það er margt jákvætt við vestræna menningu. Þar sem sviðsljósinu hefur undanfarið verið beint að annmörkum vestrænnar menningar langar mig aðallega að benda á helstu áfangasigra hennar í þessari grein. Baráttan gegn þrælahaldi Oft er látið í veðri vaka að þrælahald hafi verið sérstakt vestrænt fyrirbæri. Hið sanna er að þrælahald fyrirfinnst í öllum menningarheimum og viðgengst því miður enn um allan heim. Hins vegar hefur hvergi verið barist harðar gegn þrælahaldi en á Vesturlöndum. Hugmyndin um afnám þrælahalds á rætur sínar að rekja til Loðvíks 10. Frakklandskonungs árið 1315. Að vísu leið langur tími þar til raunverulegum árangri var náð í baráttunni gegn þrælahaldi. Frá lokum 18. aldar var þrælahald afnumið í skrefum víða um Vesturlönd – stundum friðsamlega og stundum með átökum. Þekktasta dæmið um hið síðarnefnda er án vafa bandaríska borgarastríðið sem var háð á árunum 1861 til 1865. Jöfn réttindi Hugmyndir um jafnan rétt þjóðfélagsþegna var fyrst tengd við borgríki á tímum Forngrikkja og Rómverja en náði þó aðeins til einstaklinga af efri stéttum. Frakkland varð fyrst ríkja til að samþykkja jöfn réttindi allra þegna í kjölfar frönsku byltingarinnar. Þeirra á meðal voru Gyðingar sem fengu ríkisborgararétt í Frakklandi árið 1791. Öldum saman höfðu þeir búið við takmörkuð réttindi víða um heim. Nýlendum gefið sjálfstæði Orðið „nýlenda“ hefur í seinni tíð nánast eingöngu verið notað um landsvæði sem Vesturlönd sölsuðu undir sig undanfarin árhundruð. En í stærra samhengi má sjá að það voru ekki einungis Vesturlönd sem áttu nýlendur. Arabar, Kínverjar, Mongólar, Rússar, Tyrkir og fjöldi annarra þjóða hafa í gegn um tíðina slegið eign sinni á fjarlæg svæði sem áður tilheyrðu öðrum þjóðum. Þvert á móti voru það Vesturlönd sem ákváðu að afsala sér nýlendum sínum á 20. öldinni. Þetta var í fyrsta sinn í mannkynssögunni sem ríki ákváðu af yfirlögðu ráði að afsala sér völdum yfir eigin yfirráðasvæði. Vestrænar hugmyndafræðilegar byltingar Endurreisnin, upplýsingaröldin og iðnbyltingin voru vestrænar byltingar sem síðar breiddust út til annarra heimshluta. Hin vísindalega aðferð, sem hefur í auknum mæli gert okkur kleift að komast úr viðjum hjátrúar og hindurvitna, var þróuð á Vesturlöndum á upplýsingaröldinni. Læknavísindin hafa gjörbreytt lífi okkar undanfarnar tvær aldir. Fyrsta bóluefnið var fundið upp í Bretlandi árið 1796. Þökk sé þeirri byltingu var bólusótt – sem herjaði reglulega á heimsbyggðina árþúsundum saman – algjörlega útrýmt fyrir árið 1980. Öðrum sjúkdómum, til dæmis stífkrampa, mænusótt og mislingum, hefur einnig svo gott sem verið útrýmt með bóluefnum. Fáir myndu vilja vera án þeirra læknavísinda eða tækniundra sem hafa auðveldað okkur lífið á svo margan hátt. Hver veit hversu langan tíma það hefði tekið að þróa þessar nýjungar án fyrrnefndra vestrænna byltinga? Myrkar hliðar Vissulega er hægt að finna vankanta á vestrænni menningu. Sumir verstu glæpa 19. og 20. aldar voru framdir af Vesturlandabúum, oft í nafni kynþáttahyggju. Það er alkunna að kynþáttahyggja hafi legið að baki þjóðernishreinsunum og öðrum ofbeldisverkum þýskra nasista. Á þeim tíma brugðust yfirvöld flestra vestrænna ríkja skyldu sinni. Þrátt fyrir að vera meðvituð um þessa glæpi, höfnuðu þau flestum umsóknum hælisleitenda frá Þriðja ríkinu á meðan helförin átti sér stað. Þótt rætur kynþáttahyggju liggi í sammannlegum kenndum er sú falsvísindalega kynþáttahyggja sem varð til á 19. og 20. öld óumdeilanlega vestræn hugmynd. Það verður seint nógu vel undirstrikað að kynþáttahyggja, þar með talin hvít yfirburðahyggja, eigi einungis heima á ruslahaugum sögunnar. En myrkar hliðar sögunnar ógilda ekki það jákvæða sem vestræn menning hefur haft fram að færa. Það er vel hægt að vera meðvitaður um glæpi fortíðarinnar og kunna samtímis að meta hið jákvæða. Lokaorð Það er miður að vestræn menning hafi verið gengisfelld af hluta samfélagsins, meðal annars í tilraun til að friðþægja fyrir syndir fortíðarinnar. Neikvæðni gagnvart vestrænni menningu er ekki aðeins ómakleg heldur hefur hún einnig verið vatn á myllu öfgaafla. Hægri-öfgasinnar á Vesturlöndum hafa notfært sér þessa orðræðu til að afla aukins fylgis og réttlæta eigin öfgar. Það eina sem getur dregið kraftinn úr öfgahyggju er jarðbundin skynsemishyggja. Umhverfi sem einkennist af skynsemishyggju getur dregið fram hið jákvæða án þess þó að breiða yfir hið neikvæða. Í slíku umhverfi á öll öfgahyggja erfitt með að þrífast. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru vestræn menningarþjóð. Þessi fullyrðing ætti að vera nokkuð óumdeild. Í stuttu máli mætti skilgreina vestræna menningu sem sameiginlega arfleifð íbúa Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Sú arfleifð felur í sér sameiginleg menningarverðmæti (ritverk, fornminjar og listmuni) og hugmyndafræðileg einkenni (siðferðisgildi og sögulegt sjónarhorn). Þegar ég hóf nám í háskólanum rann fljótt upp fyrir mér að vestræn menning var ekki hátt skrifuð meðal samnemenda minna og kennara. Sumir virtust jafnvel þeirrar skoðunar að Vesturlönd væru rót alls ills í heiminum. Satt að segja var mér nokkuð brugðið. Þessi orðræða var í engu samræmi við þann veruleika sem ég þekkti. Eftir nokkra upplýsingaöflun komst ég að því að þessi niðurstaða fæst eingöngu með því að horfa á vestræna menningu í smásjá á meðan horft er á aðra menningarheima úr fjarlægð með rósrauðum gleraugum. Öfgar geta af sér öfgar Í háskólanum varði ég tíma mínum aðallega á hugvísindasviðinu þar sem andúðin á vestrænni menningu virtist vera einna mest. Tilhneiging háskólasamfélagsins að níða niður vestræna menningu er raunar ekki að ástæðulausu. Flestir samnemenda og kennara minna voru á vinstri væng stjórnmálanna. Andúð vinstri-öfgasinna á vestrænni menningu er í senn tilraun til að friðþægja fyrir syndir fortíðarinnar og nokkurs konar ósjálfrátt viðbragð við yfirburðahyggju hægri-öfgasinna. Þannig er reynt að sporna við öfgum í eina áttina með sambærilegum öfgum í hina áttina. Staðreyndin er hins vegar sú að það er margt jákvætt við vestræna menningu. Þar sem sviðsljósinu hefur undanfarið verið beint að annmörkum vestrænnar menningar langar mig aðallega að benda á helstu áfangasigra hennar í þessari grein. Baráttan gegn þrælahaldi Oft er látið í veðri vaka að þrælahald hafi verið sérstakt vestrænt fyrirbæri. Hið sanna er að þrælahald fyrirfinnst í öllum menningarheimum og viðgengst því miður enn um allan heim. Hins vegar hefur hvergi verið barist harðar gegn þrælahaldi en á Vesturlöndum. Hugmyndin um afnám þrælahalds á rætur sínar að rekja til Loðvíks 10. Frakklandskonungs árið 1315. Að vísu leið langur tími þar til raunverulegum árangri var náð í baráttunni gegn þrælahaldi. Frá lokum 18. aldar var þrælahald afnumið í skrefum víða um Vesturlönd – stundum friðsamlega og stundum með átökum. Þekktasta dæmið um hið síðarnefnda er án vafa bandaríska borgarastríðið sem var háð á árunum 1861 til 1865. Jöfn réttindi Hugmyndir um jafnan rétt þjóðfélagsþegna var fyrst tengd við borgríki á tímum Forngrikkja og Rómverja en náði þó aðeins til einstaklinga af efri stéttum. Frakkland varð fyrst ríkja til að samþykkja jöfn réttindi allra þegna í kjölfar frönsku byltingarinnar. Þeirra á meðal voru Gyðingar sem fengu ríkisborgararétt í Frakklandi árið 1791. Öldum saman höfðu þeir búið við takmörkuð réttindi víða um heim. Nýlendum gefið sjálfstæði Orðið „nýlenda“ hefur í seinni tíð nánast eingöngu verið notað um landsvæði sem Vesturlönd sölsuðu undir sig undanfarin árhundruð. En í stærra samhengi má sjá að það voru ekki einungis Vesturlönd sem áttu nýlendur. Arabar, Kínverjar, Mongólar, Rússar, Tyrkir og fjöldi annarra þjóða hafa í gegn um tíðina slegið eign sinni á fjarlæg svæði sem áður tilheyrðu öðrum þjóðum. Þvert á móti voru það Vesturlönd sem ákváðu að afsala sér nýlendum sínum á 20. öldinni. Þetta var í fyrsta sinn í mannkynssögunni sem ríki ákváðu af yfirlögðu ráði að afsala sér völdum yfir eigin yfirráðasvæði. Vestrænar hugmyndafræðilegar byltingar Endurreisnin, upplýsingaröldin og iðnbyltingin voru vestrænar byltingar sem síðar breiddust út til annarra heimshluta. Hin vísindalega aðferð, sem hefur í auknum mæli gert okkur kleift að komast úr viðjum hjátrúar og hindurvitna, var þróuð á Vesturlöndum á upplýsingaröldinni. Læknavísindin hafa gjörbreytt lífi okkar undanfarnar tvær aldir. Fyrsta bóluefnið var fundið upp í Bretlandi árið 1796. Þökk sé þeirri byltingu var bólusótt – sem herjaði reglulega á heimsbyggðina árþúsundum saman – algjörlega útrýmt fyrir árið 1980. Öðrum sjúkdómum, til dæmis stífkrampa, mænusótt og mislingum, hefur einnig svo gott sem verið útrýmt með bóluefnum. Fáir myndu vilja vera án þeirra læknavísinda eða tækniundra sem hafa auðveldað okkur lífið á svo margan hátt. Hver veit hversu langan tíma það hefði tekið að þróa þessar nýjungar án fyrrnefndra vestrænna byltinga? Myrkar hliðar Vissulega er hægt að finna vankanta á vestrænni menningu. Sumir verstu glæpa 19. og 20. aldar voru framdir af Vesturlandabúum, oft í nafni kynþáttahyggju. Það er alkunna að kynþáttahyggja hafi legið að baki þjóðernishreinsunum og öðrum ofbeldisverkum þýskra nasista. Á þeim tíma brugðust yfirvöld flestra vestrænna ríkja skyldu sinni. Þrátt fyrir að vera meðvituð um þessa glæpi, höfnuðu þau flestum umsóknum hælisleitenda frá Þriðja ríkinu á meðan helförin átti sér stað. Þótt rætur kynþáttahyggju liggi í sammannlegum kenndum er sú falsvísindalega kynþáttahyggja sem varð til á 19. og 20. öld óumdeilanlega vestræn hugmynd. Það verður seint nógu vel undirstrikað að kynþáttahyggja, þar með talin hvít yfirburðahyggja, eigi einungis heima á ruslahaugum sögunnar. En myrkar hliðar sögunnar ógilda ekki það jákvæða sem vestræn menning hefur haft fram að færa. Það er vel hægt að vera meðvitaður um glæpi fortíðarinnar og kunna samtímis að meta hið jákvæða. Lokaorð Það er miður að vestræn menning hafi verið gengisfelld af hluta samfélagsins, meðal annars í tilraun til að friðþægja fyrir syndir fortíðarinnar. Neikvæðni gagnvart vestrænni menningu er ekki aðeins ómakleg heldur hefur hún einnig verið vatn á myllu öfgaafla. Hægri-öfgasinnar á Vesturlöndum hafa notfært sér þessa orðræðu til að afla aukins fylgis og réttlæta eigin öfgar. Það eina sem getur dregið kraftinn úr öfgahyggju er jarðbundin skynsemishyggja. Umhverfi sem einkennist af skynsemishyggju getur dregið fram hið jákvæða án þess þó að breiða yfir hið neikvæða. Í slíku umhverfi á öll öfgahyggja erfitt með að þrífast. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun