Morant skoraði 52 stig, tróð yfir tröllkarl og fékk risa hrós frá Iverson Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2022 08:31 Samherjar Jas Morant fagna þessum magnaða leikmanni. getty/Justin Ford Ja Morant setti persónulegt met þegar hann skoraði 52 stig í sigri Memphis Grizzlies á San Antonio Spurs í NBA-deildinni í nótt. Hann fékk klapp á bakið frá gamalli NBA-hetju. Morant setti met í sögu Memphis þegar hann skoraði 46 stig í sigri á Chicago Bulls, 110-116, í fyrrinótt. Metið varð ekki gamalt því Morant sló það sjálfur með því að skora 52 stig í 118-105 sigri á San Antonio í nótt. Tvær körfur voru öðrum eftirminnilegri hjá Morant. Fyrst þegar hann tróð yfir miðherja San Antonio, Jakob Poetl, og svo þegar hann skoraði flautukörfu úr nær ómögulegri stöðu í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Ja Morant's highlights from tonight are straight out of a video-game!He went off for 5 2 points putting on a show for the crowd in Memphis #GrindCity 52 PTS 22-30 FGM 7 REB 4 3PM pic.twitter.com/u0Hw3jdDMS— NBA (@NBA) March 1, 2022 Another look at Ja going created player!He has 37 PTS on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/SXVPPg29Rx— NBA (@NBA) March 1, 2022 Morant fékk hrós úr ýmsum áttum eftir leikinn í nótt, meðal annars frá sjálfum Allen Iverson. Hann birti mynd af MVP-styttunni með treyju Morant og skrifaði við hana: „Fyrr en seinna“. Iverson var valinn besti leikmaður NBA tímabilið 2000-1 og þess verður eflaust ekki langt að bíða að Morant vinni þau líka. Sooner or Later!!! @JaMorant pic.twitter.com/KshIUz01B6— Allen Iverson (@alleniverson) March 1, 2022 Morant hefur átt frábært tímabil með Memphis og átt hvað stærstan þátt í að þetta unga og efnilega lið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Í vetur er Morant með 27,1 stig, 5,9 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Giannis Antetokounmpo leiddi Milwaukee Bucks til sigurs á Charlotte Hornets, 130-106. Grikkinn skoraði 26 stig og tók sextán fráköst. Þá hitti hann úr öllum fjórtán vítaskotunum sem hann tók í leiknum. Giannis was DOMINANT on both ends for the @Bucks snatching 2 steals and 4 blocks to add to his 26 PTS! #FearTheDeer@Giannis_An34: 26 PTS, 16 REB, 6 AST, 2 STL, 4 BLK pic.twitter.com/uLpAYGlUeu— NBA (@NBA) March 1, 2022 Þá vann Miami Heat góðan sigur á Chicago Bulls, 112-93, í leik toppliðanna í Austurdeildinni. Tyler Herro og Gabe Vincent skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Miami sem hefur unnið fjóra leiki í röð. Caleb Martin throws down a HUGE dunk!Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/BZaVxXgLXO— NBA (@NBA) March 1, 2022 Úrslitin í nótt Memphis 118-105 San Antonio Milwaukee 130-106 Charlotte Miami 112-99 Chicago Cleveland 122-127 Minnesota Orlando 119-103 Indiana Brooklyn 97-133 Toronto Oklahoma 110-131 Sacramento NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Morant setti met í sögu Memphis þegar hann skoraði 46 stig í sigri á Chicago Bulls, 110-116, í fyrrinótt. Metið varð ekki gamalt því Morant sló það sjálfur með því að skora 52 stig í 118-105 sigri á San Antonio í nótt. Tvær körfur voru öðrum eftirminnilegri hjá Morant. Fyrst þegar hann tróð yfir miðherja San Antonio, Jakob Poetl, og svo þegar hann skoraði flautukörfu úr nær ómögulegri stöðu í þann mund sem hálfleiksflautið gall. Ja Morant's highlights from tonight are straight out of a video-game!He went off for 5 2 points putting on a show for the crowd in Memphis #GrindCity 52 PTS 22-30 FGM 7 REB 4 3PM pic.twitter.com/u0Hw3jdDMS— NBA (@NBA) March 1, 2022 Another look at Ja going created player!He has 37 PTS on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/SXVPPg29Rx— NBA (@NBA) March 1, 2022 Morant fékk hrós úr ýmsum áttum eftir leikinn í nótt, meðal annars frá sjálfum Allen Iverson. Hann birti mynd af MVP-styttunni með treyju Morant og skrifaði við hana: „Fyrr en seinna“. Iverson var valinn besti leikmaður NBA tímabilið 2000-1 og þess verður eflaust ekki langt að bíða að Morant vinni þau líka. Sooner or Later!!! @JaMorant pic.twitter.com/KshIUz01B6— Allen Iverson (@alleniverson) March 1, 2022 Morant hefur átt frábært tímabil með Memphis og átt hvað stærstan þátt í að þetta unga og efnilega lið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Í vetur er Morant með 27,1 stig, 5,9 fráköst og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Giannis Antetokounmpo leiddi Milwaukee Bucks til sigurs á Charlotte Hornets, 130-106. Grikkinn skoraði 26 stig og tók sextán fráköst. Þá hitti hann úr öllum fjórtán vítaskotunum sem hann tók í leiknum. Giannis was DOMINANT on both ends for the @Bucks snatching 2 steals and 4 blocks to add to his 26 PTS! #FearTheDeer@Giannis_An34: 26 PTS, 16 REB, 6 AST, 2 STL, 4 BLK pic.twitter.com/uLpAYGlUeu— NBA (@NBA) March 1, 2022 Þá vann Miami Heat góðan sigur á Chicago Bulls, 112-93, í leik toppliðanna í Austurdeildinni. Tyler Herro og Gabe Vincent skoruðu tuttugu stig hvor fyrir Miami sem hefur unnið fjóra leiki í röð. Caleb Martin throws down a HUGE dunk!Watch Now on NBA League Pass: https://t.co/oz9UCQxdQa pic.twitter.com/BZaVxXgLXO— NBA (@NBA) March 1, 2022 Úrslitin í nótt Memphis 118-105 San Antonio Milwaukee 130-106 Charlotte Miami 112-99 Chicago Cleveland 122-127 Minnesota Orlando 119-103 Indiana Brooklyn 97-133 Toronto Oklahoma 110-131 Sacramento
Memphis 118-105 San Antonio Milwaukee 130-106 Charlotte Miami 112-99 Chicago Cleveland 122-127 Minnesota Orlando 119-103 Indiana Brooklyn 97-133 Toronto Oklahoma 110-131 Sacramento
NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira