Úkraínsk tennisstjarna neitar að mæta Rússa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2022 11:32 Elina Svitolina hefur unnið sextán mót á WTF mótaröðinni í tennis. getty/Robert Prange Úkraínska tenniskonan Elina Svitolina neitaði að mæta Rússanum Anastasiu Potapovu í 32 manna úrslitum á móti í Monterry í Mexíkó í dag. Svitolina dró sig úr keppni á mótinu og ætlar ekki að mæta spilurum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi á WTA mótaröðinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Svitolina hvetur æðstu presta í tennisheiminum til að fara að fordæmi Alþjóða ólympíunefndarinnar að meina rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki að keppa undir merkjum sinna þjóða. „Staðan kallar á skýra afstöðu frá ATP, WTA og ITF. Við, úkraínskt tennisfólk, höfum farið þess á leit við samböndin að þau fylgi IOC og samþykki íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi aðeins sem hlutlausa keppendur sem geta ekki tengt sig sinni þjóð,“ skrifaði Svitolina á Twitter í gær. „Ég vil tilkynna að ég mun ekki spila í Monterrey á morgun né mæta neinum keppendum frá Rússalndi og Hvíta-Rússlandi þangað til samböndin okkar grípa til viðeigandi ráðstafana. Ég á ekkert sökótt við rússneskt íþróttafólk. Það er ekki ábyrgt fyrir innrásinni og ég þakka öllum rússnesku íþróttafólki sem sýndi hugrekki og tók afstöðu gegn stríðinu. Stuðningur þess er nauðsynlegur.“ #Ukraine # #StandWithUkriane pic.twitter.com/1LT4WjrYI9— Elina Monfils (@ElinaSvitolina) February 28, 2022 Svitolina er fimmtánda á heimslistanum í tennis. Hún komst í undanúrslit Wimbledon og Opna bandaríska meistaramótsins 2019. Þá vann hún brons á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar. Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Sjá meira
Svitolina dró sig úr keppni á mótinu og ætlar ekki að mæta spilurum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi á WTA mótaröðinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Svitolina hvetur æðstu presta í tennisheiminum til að fara að fordæmi Alþjóða ólympíunefndarinnar að meina rússnesku og hvít-rússnesku íþróttafólki að keppa undir merkjum sinna þjóða. „Staðan kallar á skýra afstöðu frá ATP, WTA og ITF. Við, úkraínskt tennisfólk, höfum farið þess á leit við samböndin að þau fylgi IOC og samþykki íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi aðeins sem hlutlausa keppendur sem geta ekki tengt sig sinni þjóð,“ skrifaði Svitolina á Twitter í gær. „Ég vil tilkynna að ég mun ekki spila í Monterrey á morgun né mæta neinum keppendum frá Rússalndi og Hvíta-Rússlandi þangað til samböndin okkar grípa til viðeigandi ráðstafana. Ég á ekkert sökótt við rússneskt íþróttafólk. Það er ekki ábyrgt fyrir innrásinni og ég þakka öllum rússnesku íþróttafólki sem sýndi hugrekki og tók afstöðu gegn stríðinu. Stuðningur þess er nauðsynlegur.“ #Ukraine # #StandWithUkriane pic.twitter.com/1LT4WjrYI9— Elina Monfils (@ElinaSvitolina) February 28, 2022 Svitolina er fimmtánda á heimslistanum í tennis. Hún komst í undanúrslit Wimbledon og Opna bandaríska meistaramótsins 2019. Þá vann hún brons á Ólympíuleikunum í Tókýó síðasta sumar.
Tennis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Fleiri fréttir Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Hádramatík eftir að Willum kom inn á Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sló fjörutíu ára gamalt mótsmet Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Sjá meira