„Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. mars 2022 13:30 Gunnþór B. Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir verið að skoða hvernig hægt sé að bregðast við því að útflutningur til Úkraínu hafi stöðvast vegna átaka. Matvælaráðherra segir málið ekki hafa ratað á sitt bortð Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. Síldarvinnslan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að útgerðin væri með útistandandi viðskiptakröfur í Úkraínu upp á 1,1 milljarð króna og hefði áformað að selja töluvert magn af loðnu inn á markaðinn áður en fréttir bárust af innrás Rússlands. „Úkraína er mikilvægur markaður fyrir íslenskan uppsjávarfisk og kom mjög sterkur inn eftir að viðskiptabann var sett á Rússland eftir innlimun Rússa á Krímsskaganum. Það ríkir bara fullkomin óvissa um framtíð krafna og markaðar þarna núna eftir að stríðið hófst,“ segir Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar. „Það er of snemmt að meta einhver langtíma áhrif af þessu. Auðvitað erum við öll á bæn um það að þessar hörmungar gangi yfir sem fyrst, “ segir hann. Í Innherja á Vísi í dag kemur fram að útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Þar segir forstjóri Iceland Seafood International mikla óvissu með framtíðina. Gunnþór segir þetta fyrst og fremst tjón fyrir þau fyrirtæki sem flytja út uppsjávarfisk. „Þetta er mikilvægur markaður fyrir íslenskan uppsjávarfisk, ætla má að við flytjum út um níu til ellefu milljarða á þennan markað á ári hverju. Þetta vegur eitthvað í heildarútflutningstekjum en er ekki stór þáttur þó þetta sé stór biti fyrir þau fyrirtæki sem eru í uppsjávarfiski,“ segir Gunnþór. Ekki komið inn á borð matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var spurð að loknum ríkisstjórnarfundi hvort hún væri að fylgjast með stöðunni með tilliti til sjávarútvegsins. Hún svaraði því til að þetta tiltekna mál hefði ekki borist inn á hennar borð en að ráðuneytið fylgdist með. Mannúðarmálin séu fyrst og fremst það sem hún hafi hugann við. Skipi með afla Síldarvinnslunnar sem seldur hafði verið til Úkraínu var snúið við í Svartahafi í síðustu viku eftir að átökin hófust. Gunnþór segir að útilokað hafi verið að halda áfram ferð skipsins. „Það er auðvitað allt í uppnámi þannig að þetta voru viðbrögð í samráði við okkar viðskiptavin sem átti að taka við skipinu í Úkraínu,“ segir hann. Aðspurður um hvernig staðan sé núna, hvort fyrirsjáanlegt sé að koma aflanum á markað á næstu dögum eða vikum svarar Gunnþór. „Þetta er verkefni sem tekur tíma að vinna sig út úr.“ Hefur áhrif á allt íslenskt atvinnulíf Hann segir að stríðið hafi áhrif á alla afkomu sjávarútvegsfyrirtækja „Þetta stríð og þessar hörmungar hafa áhrif á alla markaði og við erum að sjá í olíuverði og slíku að það þrengir víða að. Auk þess erum við að sjá hækkun í öllum flutningskostnaði og öllum aðföngum þannig að þetta hefur alls staðar áhrif,“ segir hann. Hlutabréf í Síldarvinnslunni lækkuðu í Kauphöllinni í gær um 5% og höfðu lækkað um 0.22% klukkan 13 í dag. Gunnþór segir fyrst og fremst horft til lengri tíma þegar kemur að hlutabréfum í fyrirtækinu. „Við rekum fyrirtæki með ákveðna langtímasýn í huga og auðvitað koma svona sveiflur. Íslenskur markaður gengur í gegnum hæðir og lægðir og við erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf,“ segir hann. Innrás Rússa í Úkraínu Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Iceland Seafood Síldarvinnslan Tengdar fréttir Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Síldarvinnslan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að útgerðin væri með útistandandi viðskiptakröfur í Úkraínu upp á 1,1 milljarð króna og hefði áformað að selja töluvert magn af loðnu inn á markaðinn áður en fréttir bárust af innrás Rússlands. „Úkraína er mikilvægur markaður fyrir íslenskan uppsjávarfisk og kom mjög sterkur inn eftir að viðskiptabann var sett á Rússland eftir innlimun Rússa á Krímsskaganum. Það ríkir bara fullkomin óvissa um framtíð krafna og markaðar þarna núna eftir að stríðið hófst,“ segir Gunnþór B. Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar. „Það er of snemmt að meta einhver langtíma áhrif af þessu. Auðvitað erum við öll á bæn um það að þessar hörmungar gangi yfir sem fyrst, “ segir hann. Í Innherja á Vísi í dag kemur fram að útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Þar segir forstjóri Iceland Seafood International mikla óvissu með framtíðina. Gunnþór segir þetta fyrst og fremst tjón fyrir þau fyrirtæki sem flytja út uppsjávarfisk. „Þetta er mikilvægur markaður fyrir íslenskan uppsjávarfisk, ætla má að við flytjum út um níu til ellefu milljarða á þennan markað á ári hverju. Þetta vegur eitthvað í heildarútflutningstekjum en er ekki stór þáttur þó þetta sé stór biti fyrir þau fyrirtæki sem eru í uppsjávarfiski,“ segir Gunnþór. Ekki komið inn á borð matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var spurð að loknum ríkisstjórnarfundi hvort hún væri að fylgjast með stöðunni með tilliti til sjávarútvegsins. Hún svaraði því til að þetta tiltekna mál hefði ekki borist inn á hennar borð en að ráðuneytið fylgdist með. Mannúðarmálin séu fyrst og fremst það sem hún hafi hugann við. Skipi með afla Síldarvinnslunnar sem seldur hafði verið til Úkraínu var snúið við í Svartahafi í síðustu viku eftir að átökin hófust. Gunnþór segir að útilokað hafi verið að halda áfram ferð skipsins. „Það er auðvitað allt í uppnámi þannig að þetta voru viðbrögð í samráði við okkar viðskiptavin sem átti að taka við skipinu í Úkraínu,“ segir hann. Aðspurður um hvernig staðan sé núna, hvort fyrirsjáanlegt sé að koma aflanum á markað á næstu dögum eða vikum svarar Gunnþór. „Þetta er verkefni sem tekur tíma að vinna sig út úr.“ Hefur áhrif á allt íslenskt atvinnulíf Hann segir að stríðið hafi áhrif á alla afkomu sjávarútvegsfyrirtækja „Þetta stríð og þessar hörmungar hafa áhrif á alla markaði og við erum að sjá í olíuverði og slíku að það þrengir víða að. Auk þess erum við að sjá hækkun í öllum flutningskostnaði og öllum aðföngum þannig að þetta hefur alls staðar áhrif,“ segir hann. Hlutabréf í Síldarvinnslunni lækkuðu í Kauphöllinni í gær um 5% og höfðu lækkað um 0.22% klukkan 13 í dag. Gunnþór segir fyrst og fremst horft til lengri tíma þegar kemur að hlutabréfum í fyrirtækinu. „Við rekum fyrirtæki með ákveðna langtímasýn í huga og auðvitað koma svona sveiflur. Íslenskur markaður gengur í gegnum hæðir og lægðir og við erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf,“ segir hann.
Innrás Rússa í Úkraínu Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Iceland Seafood Síldarvinnslan Tengdar fréttir Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent