Stöðnun er ekki í boði Þórdís Sigurðardóttir skrifar 1. mars 2022 15:01 Áskoranir heimsins verða ekki leystar nema framsæknar borgir taki frumkvæðið og setji grænar lausnir og vellíðan íbúa í forgrunn. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og þor til að breyta venjum okkar. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju, geta reynt á í byrjun. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Á næstu árum getum við byggt upp borg sem er leiðandi í grænum störfum, skipulagt skólastarfið upp á nýtt með þarfir barna í fyrirrúmi, byggt upp sveiganlegra samfélag með fjölbreyttari valmöguleikum. Þetta er ekki útópísk framtíðarsýn heldur aðgerðir sem við verðum að fara í ef við ætlum að tryggja yngra fólki framtíð því stöðnun og afstöðuleysi þegar kemur að loftslagsmálum og áskorunum framtíðarinnar mun aðeins leiða til hnignunar. Undanfarin tvö ár hafa einkennst af covid. Ég mun svo sannarlega ekki sakna margs sem einkenndi þetta tímabil en kann líka að meta allan þann lærdóm sem þetta skeið færði okkur. Síðustu tvö ár kenndu okkur nefnilega talsvert um sveigjanleika og útsjónarsemi. Við þurftum að gera hlutina með nýjum hætti til að tryggja almannahagsmuni og skyndilega varð svo margt sem við töldum erfitt sjálfsagt. Við lærðum öll á fjarfundarkerfi á þessum tíma og vitum að það þarf ekki alltaf að mæta við fundarborð með kleinum til að taka stórar ákvarðanir. Við fólum skólastjórnendum, kennurum og starfsfólki skólanna meiri ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum en hefur tíðkast og treystum á að lausnir samfélagsins kæmu til vegna útsjónarsemi þeirra og frumkvæðis en ekki frá miðstýrðri stofnun. Við áttuðum okkur líka á því hversu einhæft lífið getur verið þegar aðgangur okkar að fjölbreyttu og spennandi menningar- og skemmtanalífi er takmarkaður. Og við áttuðum okkur á því hvað mannleg samskipti og nánd eru okkur mikilvæg. Heimsfaraldur varpaði þannig ljósi á mikilvægi fjölbreyttra lausna, sveigjanleika og nýrra nálganna. Nú þegar við erum að stíga aftur okkar fyrstu skref í heimi án samkomutakmarkanna er mikilvægt að við nýtum þennan lærdóm til að huga að verkefnum sem hafa mætt afgangi á þessum tíma og fólki sem ástandið hefur bitnað harðast á. Við þurfum að sjá til þess að það geti eignast eða leigt öruggt húsnæði, við þurfum að styðja við atvinnulífið, skapa mannvænni borg sem gerir eldra fólki auðveldara að vera virkir þátttakendur í og skapa ný tækifæri fyrir það í takt við þarfir samfélagsins. Við þurfum nýjar tæknilausnir og fjölbreyttari nálganir. Við þurfum að ráðast í breytingar og hafa þor til að takast á við áskoranir samtímans. Stöðnun er ekki í boði. Ég hef reynslu af því að leiða framsækin umbreytingarverkefni með góðum árangri og vil leggja mitt af mörkum í þágu borgarbúa. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Áskoranir heimsins verða ekki leystar nema framsæknar borgir taki frumkvæðið og setji grænar lausnir og vellíðan íbúa í forgrunn. Til þess þarf skýra framtíðarsýn og þor til að breyta venjum okkar. Breytingar eru krefjandi, jafnvel þær breytingar sem færa okkur aukin þægindi og hamingju, geta reynt á í byrjun. Breytingar eru hins vegar hollar, þær knýja okkur til að horfa reglulega á tilgang og markmið þess sem við tökum okkur fyrir hendur og forða okkur þannig frá því að festast í viðjum vanans og hugsunarleysis, og hreinlega leti. Á næstu árum getum við byggt upp borg sem er leiðandi í grænum störfum, skipulagt skólastarfið upp á nýtt með þarfir barna í fyrirrúmi, byggt upp sveiganlegra samfélag með fjölbreyttari valmöguleikum. Þetta er ekki útópísk framtíðarsýn heldur aðgerðir sem við verðum að fara í ef við ætlum að tryggja yngra fólki framtíð því stöðnun og afstöðuleysi þegar kemur að loftslagsmálum og áskorunum framtíðarinnar mun aðeins leiða til hnignunar. Undanfarin tvö ár hafa einkennst af covid. Ég mun svo sannarlega ekki sakna margs sem einkenndi þetta tímabil en kann líka að meta allan þann lærdóm sem þetta skeið færði okkur. Síðustu tvö ár kenndu okkur nefnilega talsvert um sveigjanleika og útsjónarsemi. Við þurftum að gera hlutina með nýjum hætti til að tryggja almannahagsmuni og skyndilega varð svo margt sem við töldum erfitt sjálfsagt. Við lærðum öll á fjarfundarkerfi á þessum tíma og vitum að það þarf ekki alltaf að mæta við fundarborð með kleinum til að taka stórar ákvarðanir. Við fólum skólastjórnendum, kennurum og starfsfólki skólanna meiri ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum en hefur tíðkast og treystum á að lausnir samfélagsins kæmu til vegna útsjónarsemi þeirra og frumkvæðis en ekki frá miðstýrðri stofnun. Við áttuðum okkur líka á því hversu einhæft lífið getur verið þegar aðgangur okkar að fjölbreyttu og spennandi menningar- og skemmtanalífi er takmarkaður. Og við áttuðum okkur á því hvað mannleg samskipti og nánd eru okkur mikilvæg. Heimsfaraldur varpaði þannig ljósi á mikilvægi fjölbreyttra lausna, sveigjanleika og nýrra nálganna. Nú þegar við erum að stíga aftur okkar fyrstu skref í heimi án samkomutakmarkanna er mikilvægt að við nýtum þennan lærdóm til að huga að verkefnum sem hafa mætt afgangi á þessum tíma og fólki sem ástandið hefur bitnað harðast á. Við þurfum að sjá til þess að það geti eignast eða leigt öruggt húsnæði, við þurfum að styðja við atvinnulífið, skapa mannvænni borg sem gerir eldra fólki auðveldara að vera virkir þátttakendur í og skapa ný tækifæri fyrir það í takt við þarfir samfélagsins. Við þurfum nýjar tæknilausnir og fjölbreyttari nálganir. Við þurfum að ráðast í breytingar og hafa þor til að takast á við áskoranir samtímans. Stöðnun er ekki í boði. Ég hef reynslu af því að leiða framsækin umbreytingarverkefni með góðum árangri og vil leggja mitt af mörkum í þágu borgarbúa. Stefna Viðreisnar í borginni hefur skipt höfuðmáli við stjórn Reykjavíkurborgar síðustu ár en það er brýnt að koma enn meira af þeirri stefnu í framkvæmd. Ég tel mig hafa alla burði til þess að koma að tryggja að stefna Viðreisnar um framsæknari, fjölbreyttari, grænni og meiri borg verði leiðarstef í stefnu borgarinnar næstu fjögur árin. Til þess þarf ég þinn stuðning í 1. sæti lista Viðreisnar í prófkjöri flokksins sem fer fram 4. og 5. mars. Höfundur býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík 4. – 5. mars .
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun