Á Kúbu ríkir einræðisstjórn og harðræði Alberto Borges Moreno skrifar 2. mars 2022 13:00 Virðing fyrir öðru fólki, ást og góðvild er hluti af mannlífinu, í þessum heimi. Við lifum og mun lifa fyrir hið sameiginlega góða, þetta eru leiðir til að haga sér sem manneskjur. Að elska náunga okkar, að ljúga ekki, drepa ekki, lifa með umburðarlyndi og samúðar að leiðarljósi. Þetta hljóta að vera gildi lýðræðis samfélagsins í dag. Mexíkóski öldungadeildarþingmaðurinn Alejandra Noemi Reynoso Sanchez hélt því fram í vikunni að samstaða landsins ætti að vera með kúbversku þjóðinni sem berst fyrir frelsi. Á mínum 23 árum á Íslandi hef ég lært nýtt tungumál og aðlagast menningu landsins. Héðan frá þessu fallega landi hugsa ég í dag til Kúbu. Hvernig er mögulegt að heimurinn finni ekki til samúðar með fólkinu á Kúbu sem er kúgað, bælt, misboðið með miskunnarlausri harðstjórn. Íbúar Kúbu þarfnast samstöðu manna og þjóða. Við verðum að eyða þeirri rómantísku hugmynd, sem haldið er á lofti og margir íslenskir ferðamenn hafa séð, að Kúbverska stjórnarfarið sé tilvalið. Á Kúbu ríkir einræðisstjórn og harðræði, misskipting og þar eru framin mannréttindabrot. Aldrei fyrr hefur heimurinn haft svo mikinn aðgang að upplýsingum, skriflegum vitnisburði, lýsandi hljóðum, myndböndum frá atburðum samtímans. Í dag er sannleikurinn sýndur heiminum skýrt og á fjölbreyttan hátt. Kúbverjar þjást vegna atburða sem nú eiga sér stað á Kúbu meðan lýðræðissamfélag heimsins aðhefst ekkert. Ósanngjarnar og rangar sakargiftir hafa verið birtar undanfarna daga gegn mótmælendum og baráttu fólki fyrir frelsi á Kúbu. Manneskjum sem hafa verið í haldi síðan 11. júlí 2021 þegar alda mótmæla gegn stjórnvöldum reis um alla eyjuna. Hundruð pólitískra fanga á Kúbu sitja nú í fangelsum landsins, þeirra á meðal konur og börn, mörg þeirra niðurlægð, pyntuð, kúguð og öll mannréttindi þeirra brotin. Meðal þeirra fangelsuðu eru listamenn sem hafa í list sinni bent á mein samfélagsins. Reynt að þagga niður þeirra raddir. Fólki er hótað fangelsunum fyrir það eitt að hugsa öðruvísi, vilja frelsi og hafna kúbverska kommúnista kerfinu. Það hafa verið framin morð t.d. var Diubis Laurencio Tejeda drepinn, fólk er barið og fangelsað eins og dýr. Hvað varð um samúð og samstöðu manna? Sem borgari á Íslandi og virkur meðlimur í samfélaginu sem vinnur, og greiðir skatta, hef ég sent nokkra tölvupósta til íslenskra stjórnvalda til að greina frá aðstæðum kúbversku þjóðarinnar. Kúbversku fréttirnar virðast ekki vekja mikið áhuga, eins og aðgerðir okkar Kúbverja í íslensku samfélagi. Við höfum látið innflytjendur á áfengum drykkjum t.d. vita af siðleysi þess að selja kúbversk romm í íslenskum verslunum, vegna þess að peningarnir frá þeim framleiðendum styrkja einræði Kúbu beint. Almenningur á Kúbu fær ekki krónu frá þessum fyrirtækjum, peningarnir fara beint til Castro fjölskyldunnar og spilltra ættingja þeirra sem eru við völd, sem dæmi er ekki til rommi á kúbu til að selja með kúbu gjáldeyri heldur er það selt í dollurum, fólk fær laun í kúbu pessosum og er seldar vörur í dollurum. Í Kanada hafa þeir verið móttækilegir og það hefur verið skorinn niður allur innflutning á kúbversku kaffi, tóbaki og rommi. Við sem Íslendingar höfum samúð með öðrum þjóðum. Ég held að Íslendingum líði þannig, því ég þekki marga hér á landi, með því að vera hluti af samfélaginu, mannleg samstaða einkennir hina göfugu íslensku þjóð. Evrópusambandið hefur fordæmt einræðisstjórn Kúbu með tveimur ályktunum, ein í september 2021 og önnur í desember 2021, í báðum ályktunum sem samþykktar voru með meirihlutakosningu á Evrópuþinginu, viðurkennir Evrópusambandið að á Kúbu ríki einræðisstjórn, fordæmir kúbversk stjórnvöld, viðurkennir að kúbönsk stjórnvöld hafa beitt óásættanlegum pyntingum og illri meðferð gegn þjóð sinni. Sjá P9_TA(2021)0389, P9_TA(2021)0510. Sameinuðu Þjóðirnar hafa óskað eftir að senda eftirlitsmenn til að meta ástand mannréttindamála á Kúbu en þeim hefur verið meinað, neita um að koma til landsins af stjórnvöldum þar. Á Kúbu hafa kúbversk stjórnvöld lagt á ráðin og hyggjast halda áfram að leggja kommúnisma með valdi, íbúar Kúbu kröfðust frelsis með mótmælum 11. og 12. júlí 2021. Kúbversk stjórnvöld stunda það að senda andstæðinga kerfisins í útlegð frá landinu eða fangelsa þá með fölskum réttarhöldum. Þannig skapa þau ótta íbúa og halda aftur af þeim að tjá sig um ástandið eða mótmæla. Á Kúbu ríkir ritskoðun og takmarkanir í fjölmiðlun, netlokanir og yfirráð yfir innlendum fjölmiðlum er leið þeirra til að reyna að fela sannleikann. Harðstjórarnir sem stjórna Kúbu hafa vitorðsmenn í Evrópu. Stjórnvöld á Spáni, PSOE og Podemos flokkurinn hefur ekki enn viðurkennt að á Kúbu sé einræði og eru þögul um málefnið. Havana, 10. febrúar (EFE) .- Forseti Kúbu, Miguel Díaz-Canel, fundaði með forseta kommúnistaflokksins á Spáni (PCE), José Luis Centella. Háttsettur fulltrúi utanríkisráðuneytis Evrópusambandsins, Josep Borrell, heldur áfram að rétta fram hönd sína í einræðisríkinu með ríkisstjórn Ítalíu, sem ásamt SÞ hafa samþykkt aðstoð upp á 2 milljónir dollara í nóvember síðastliðnum til að efla viðskiptatengsl við Kúbu. Skortur á samstöðu og samúð manna. Sérhver viðskipti sem fara fram við eyjuna Kúbu fara beint á bankareikninga kommúnista í Sviss og önnur skattaskjól. Þeir borga ekki skatta á Kúbu og ekkert kemur frá þessum fyrirtækjum fyrir kúbversku þjóðina. Íbúar á Kúbu deyja úr hungri og skorti á lyfjum. Þar er skortur á orku og nauðsynjavörum, niðurskurður af öllu tagi, boð og bönn þar sem almenningi er haldið niðri og öll framleiðsla er alfarið á hendi ríkisvaldsins. Afsökunin sem notuð er til að réttlæta þetta kerfi er viðskiptabann Bandaríkjanna. Það er gömul og slitin afsökun sem ekki heldur vatni. Viðskiptabannið ber ekki ábyrgð á því að kúbverska þjóðin megi ekki stunda fiskveiðar, þjóð sem býr á eyju sem er umkringd sjó fullum af fiski og skelfiski. Kommúnistar selja hæstbjóðanda þau réttindi og einn þeirra er ítalskur eiginmaður dóttur Raul Castro. Skjöl sem sanna þessa spillingu og margt fleira sem ég hef sent ríkisstjórn Íslands og eru aðgengileg til samráðs á vefnum. Viðskiptabannið er ekki ábyrgt fyrir því að það er ekkert salt á Kúbu, til manneldis. Miklar hömlur eru á kúbönskum landbúnaði og bændum er bannað að rækta og selja vörur sínar, allt ætti að vera grænt til Kúbu ríkisins; þeir flytja út og selja það erlendis; allt fyrir þá, ekkert fyrir almenning. Ekki er hægt að tala um viðskiptabann sé að ræða ef 80 prósent af því sem neytt er á Kúbu er innflutt frá Bandaríkjunum, fjölmörg skip með varning frá Bandaríkjunum koma til kúbverskra hafna mánaðarlega, mest af þessum vörum eru fyrir ferðamenn og stjórnvöld. Það sem er á Kúbu er innri blokkun sem kúbversk stjórnvöld hafa lagt á borgara sína sem bannar allt, jafnvel andardrátt. Eftir 11. júlí voru gerðar lítilsháttar tilslakanir með reglur um innflutning í farangri ferðamanna og rekstur lítilla einkafyrirtækja, tilslakanir sem sýna hversu þjökuð kúbanska þjóðin er og hefur verið af boðum og bönnum stjórnvalda. Kúbustjórn styður innrás Rússa í Úkraníu, fjórar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna, þ.e.Venuzuela, Nikaragva, Norður Kórea og Kúba styðja innrás Rússa í Úkraníu, þetta eru sömu þjóðir auk Rússa sem styðja einræðisstjórnina á Kúbu. Vínbúðin hefur hætt sölu á rússnesku vodka. Vínbúðin selur en þá romm frá Kúbu. Við hvetjum Vínbúðina að hætta sölu á rommi frá Kúbu og lýsa þar með stuðningi við almenna borgara á Kúbu um frelsi og lýðræði. Einnig hvetjum við Icelandair til að hætta flugi til Kúbu. Við styðjum Úkraníu, Frelsi fyrir Kúbu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Kúba Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Virðing fyrir öðru fólki, ást og góðvild er hluti af mannlífinu, í þessum heimi. Við lifum og mun lifa fyrir hið sameiginlega góða, þetta eru leiðir til að haga sér sem manneskjur. Að elska náunga okkar, að ljúga ekki, drepa ekki, lifa með umburðarlyndi og samúðar að leiðarljósi. Þetta hljóta að vera gildi lýðræðis samfélagsins í dag. Mexíkóski öldungadeildarþingmaðurinn Alejandra Noemi Reynoso Sanchez hélt því fram í vikunni að samstaða landsins ætti að vera með kúbversku þjóðinni sem berst fyrir frelsi. Á mínum 23 árum á Íslandi hef ég lært nýtt tungumál og aðlagast menningu landsins. Héðan frá þessu fallega landi hugsa ég í dag til Kúbu. Hvernig er mögulegt að heimurinn finni ekki til samúðar með fólkinu á Kúbu sem er kúgað, bælt, misboðið með miskunnarlausri harðstjórn. Íbúar Kúbu þarfnast samstöðu manna og þjóða. Við verðum að eyða þeirri rómantísku hugmynd, sem haldið er á lofti og margir íslenskir ferðamenn hafa séð, að Kúbverska stjórnarfarið sé tilvalið. Á Kúbu ríkir einræðisstjórn og harðræði, misskipting og þar eru framin mannréttindabrot. Aldrei fyrr hefur heimurinn haft svo mikinn aðgang að upplýsingum, skriflegum vitnisburði, lýsandi hljóðum, myndböndum frá atburðum samtímans. Í dag er sannleikurinn sýndur heiminum skýrt og á fjölbreyttan hátt. Kúbverjar þjást vegna atburða sem nú eiga sér stað á Kúbu meðan lýðræðissamfélag heimsins aðhefst ekkert. Ósanngjarnar og rangar sakargiftir hafa verið birtar undanfarna daga gegn mótmælendum og baráttu fólki fyrir frelsi á Kúbu. Manneskjum sem hafa verið í haldi síðan 11. júlí 2021 þegar alda mótmæla gegn stjórnvöldum reis um alla eyjuna. Hundruð pólitískra fanga á Kúbu sitja nú í fangelsum landsins, þeirra á meðal konur og börn, mörg þeirra niðurlægð, pyntuð, kúguð og öll mannréttindi þeirra brotin. Meðal þeirra fangelsuðu eru listamenn sem hafa í list sinni bent á mein samfélagsins. Reynt að þagga niður þeirra raddir. Fólki er hótað fangelsunum fyrir það eitt að hugsa öðruvísi, vilja frelsi og hafna kúbverska kommúnista kerfinu. Það hafa verið framin morð t.d. var Diubis Laurencio Tejeda drepinn, fólk er barið og fangelsað eins og dýr. Hvað varð um samúð og samstöðu manna? Sem borgari á Íslandi og virkur meðlimur í samfélaginu sem vinnur, og greiðir skatta, hef ég sent nokkra tölvupósta til íslenskra stjórnvalda til að greina frá aðstæðum kúbversku þjóðarinnar. Kúbversku fréttirnar virðast ekki vekja mikið áhuga, eins og aðgerðir okkar Kúbverja í íslensku samfélagi. Við höfum látið innflytjendur á áfengum drykkjum t.d. vita af siðleysi þess að selja kúbversk romm í íslenskum verslunum, vegna þess að peningarnir frá þeim framleiðendum styrkja einræði Kúbu beint. Almenningur á Kúbu fær ekki krónu frá þessum fyrirtækjum, peningarnir fara beint til Castro fjölskyldunnar og spilltra ættingja þeirra sem eru við völd, sem dæmi er ekki til rommi á kúbu til að selja með kúbu gjáldeyri heldur er það selt í dollurum, fólk fær laun í kúbu pessosum og er seldar vörur í dollurum. Í Kanada hafa þeir verið móttækilegir og það hefur verið skorinn niður allur innflutning á kúbversku kaffi, tóbaki og rommi. Við sem Íslendingar höfum samúð með öðrum þjóðum. Ég held að Íslendingum líði þannig, því ég þekki marga hér á landi, með því að vera hluti af samfélaginu, mannleg samstaða einkennir hina göfugu íslensku þjóð. Evrópusambandið hefur fordæmt einræðisstjórn Kúbu með tveimur ályktunum, ein í september 2021 og önnur í desember 2021, í báðum ályktunum sem samþykktar voru með meirihlutakosningu á Evrópuþinginu, viðurkennir Evrópusambandið að á Kúbu ríki einræðisstjórn, fordæmir kúbversk stjórnvöld, viðurkennir að kúbönsk stjórnvöld hafa beitt óásættanlegum pyntingum og illri meðferð gegn þjóð sinni. Sjá P9_TA(2021)0389, P9_TA(2021)0510. Sameinuðu Þjóðirnar hafa óskað eftir að senda eftirlitsmenn til að meta ástand mannréttindamála á Kúbu en þeim hefur verið meinað, neita um að koma til landsins af stjórnvöldum þar. Á Kúbu hafa kúbversk stjórnvöld lagt á ráðin og hyggjast halda áfram að leggja kommúnisma með valdi, íbúar Kúbu kröfðust frelsis með mótmælum 11. og 12. júlí 2021. Kúbversk stjórnvöld stunda það að senda andstæðinga kerfisins í útlegð frá landinu eða fangelsa þá með fölskum réttarhöldum. Þannig skapa þau ótta íbúa og halda aftur af þeim að tjá sig um ástandið eða mótmæla. Á Kúbu ríkir ritskoðun og takmarkanir í fjölmiðlun, netlokanir og yfirráð yfir innlendum fjölmiðlum er leið þeirra til að reyna að fela sannleikann. Harðstjórarnir sem stjórna Kúbu hafa vitorðsmenn í Evrópu. Stjórnvöld á Spáni, PSOE og Podemos flokkurinn hefur ekki enn viðurkennt að á Kúbu sé einræði og eru þögul um málefnið. Havana, 10. febrúar (EFE) .- Forseti Kúbu, Miguel Díaz-Canel, fundaði með forseta kommúnistaflokksins á Spáni (PCE), José Luis Centella. Háttsettur fulltrúi utanríkisráðuneytis Evrópusambandsins, Josep Borrell, heldur áfram að rétta fram hönd sína í einræðisríkinu með ríkisstjórn Ítalíu, sem ásamt SÞ hafa samþykkt aðstoð upp á 2 milljónir dollara í nóvember síðastliðnum til að efla viðskiptatengsl við Kúbu. Skortur á samstöðu og samúð manna. Sérhver viðskipti sem fara fram við eyjuna Kúbu fara beint á bankareikninga kommúnista í Sviss og önnur skattaskjól. Þeir borga ekki skatta á Kúbu og ekkert kemur frá þessum fyrirtækjum fyrir kúbversku þjóðina. Íbúar á Kúbu deyja úr hungri og skorti á lyfjum. Þar er skortur á orku og nauðsynjavörum, niðurskurður af öllu tagi, boð og bönn þar sem almenningi er haldið niðri og öll framleiðsla er alfarið á hendi ríkisvaldsins. Afsökunin sem notuð er til að réttlæta þetta kerfi er viðskiptabann Bandaríkjanna. Það er gömul og slitin afsökun sem ekki heldur vatni. Viðskiptabannið ber ekki ábyrgð á því að kúbverska þjóðin megi ekki stunda fiskveiðar, þjóð sem býr á eyju sem er umkringd sjó fullum af fiski og skelfiski. Kommúnistar selja hæstbjóðanda þau réttindi og einn þeirra er ítalskur eiginmaður dóttur Raul Castro. Skjöl sem sanna þessa spillingu og margt fleira sem ég hef sent ríkisstjórn Íslands og eru aðgengileg til samráðs á vefnum. Viðskiptabannið er ekki ábyrgt fyrir því að það er ekkert salt á Kúbu, til manneldis. Miklar hömlur eru á kúbönskum landbúnaði og bændum er bannað að rækta og selja vörur sínar, allt ætti að vera grænt til Kúbu ríkisins; þeir flytja út og selja það erlendis; allt fyrir þá, ekkert fyrir almenning. Ekki er hægt að tala um viðskiptabann sé að ræða ef 80 prósent af því sem neytt er á Kúbu er innflutt frá Bandaríkjunum, fjölmörg skip með varning frá Bandaríkjunum koma til kúbverskra hafna mánaðarlega, mest af þessum vörum eru fyrir ferðamenn og stjórnvöld. Það sem er á Kúbu er innri blokkun sem kúbversk stjórnvöld hafa lagt á borgara sína sem bannar allt, jafnvel andardrátt. Eftir 11. júlí voru gerðar lítilsháttar tilslakanir með reglur um innflutning í farangri ferðamanna og rekstur lítilla einkafyrirtækja, tilslakanir sem sýna hversu þjökuð kúbanska þjóðin er og hefur verið af boðum og bönnum stjórnvalda. Kúbustjórn styður innrás Rússa í Úkraníu, fjórar aðildarþjóðir Sameinuðu þjóðanna, þ.e.Venuzuela, Nikaragva, Norður Kórea og Kúba styðja innrás Rússa í Úkraníu, þetta eru sömu þjóðir auk Rússa sem styðja einræðisstjórnina á Kúbu. Vínbúðin hefur hætt sölu á rússnesku vodka. Vínbúðin selur en þá romm frá Kúbu. Við hvetjum Vínbúðina að hætta sölu á rommi frá Kúbu og lýsa þar með stuðningi við almenna borgara á Kúbu um frelsi og lýðræði. Einnig hvetjum við Icelandair til að hætta flugi til Kúbu. Við styðjum Úkraníu, Frelsi fyrir Kúbu. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar