Eignarhald í laxeldi á Íslandi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 2. mars 2022 20:01 Fiskeldi á Íslandi er ung atvinnugrein í örum vexti en mikill uppgangur hefur verið í fiskeldi á heimsvísu undanfarna áratugi. Gríðarleg framþróun hefur einnig orðið í laxeldi í nágrannalöndum okkar í Norður-Atlantshafi; laxeldi er til að mynda umfangsmeira í hagkerfi Noregs en hefðbundinn sjávarútvegur. Mikilvægt er að við horfum til þróunar í nágrannalöndum og nýtum okkur þá reynslu sem þar hefur orðið til svo að hægt verði að byggja upp heilbrigða starfsemi hér á landi. Nú berast fréttir af frekari samþjöppun laxeldisfyrirtækja á Íslandi. Ekki er að finna takmarkanir á eignarhald í laxeldi hérlendis og því er ekkert því til fyrirstöðu að einn aðili eignist öll gild rekstrarleyfi hérlendis og stýri þannig allri framleiðslu á eldisfiski og seiðaeldi á sjó og landi. Við það skapast sú hætta að einn aðili stjórni stórum landsvæðum með þeim afleiðingum að samfélög, sveitarstjórnir og stjórnvöld eigi meira undir honum en góðu hófi gegnir. Horfum til þeirra sem hafa reynslu Samkeppnislög ná illa utan um samþjöppun í laxeldi á Íslandi þar sem laxeldisfyrirtæki selja meginþorra framleiðslu sinnar úr landi. Undirrituð hefur áhyggjur af þróun mála hérlendis og hefur af því tilefni lagt fram þingsályktunartillögu ásamt nokkrum þingmönnum Framsóknar þess efnis að stjórnvöldum hér á landi verði falið að skipi starfshóp sem hefur það að markmiði að koma með tillögur hvernig takmarka mætti samþjöppun eignarhalds aðila á laxeldisleyfum á Íslandi. Þá verði hópnum samhliða því falið að skoða hvort takmarka ætti með einhverjum hætti eignarhald erlendra aðila á laxeldisleyfum á Íslandi. Þegar útlit var að sama staða kæmi upp í Færeyjum brugðust frændur okkar í Færeyjum við með því að setja inn ákvæði í þarlend fiskeldislög sem takmarka að lögaðili geti eignast meira en helming útgefinna laxeldisleyfa. Við erum ekki ein sem erum að velta þessu fyrir okkur, nú ræða stjórnvöld í Noregi um að hömlur þurfi að setja á hve fyrirtækin mættu eiga stóra hlutdeild í eldisleyfum. Erlendir aðilar halda á stærsta hluta leyfanna Þá eru laxeldisfyrirtæki á Íslandi í meirihlutaeigu útlendinga, í íslenskum lögum er ekki að finna takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila í fiskeldi. Undirrituð telur brýnt að skoðað verði hvort takmarka beri slíkt eignarhald erlendra aðila. Líta má til þess að í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991, er ákvæði um að fiskveiðar í íslenskri efnahagslögsögu séu eingöngu heimilar fyrirtækjum sem eru ekki í eigu erlendra aðila að meira leyti en 25% sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Mikilvægt er að kannað i hvort setja þurfi sambærilegar reglur að því er snertir laxeldi. Færeyingar fóru þá leið að setja lagaákvæði þess efnis að enginn lögaðili, sem er ekki búsettur í Færeyjum, geti átt meira en 20% af atkvæðisbærum hlutum í fyrirtækjum sem hafa laxeldisleyfi. Laxeldi er mikilvæg atvinnugrein Við stöndum á tímamótum þar sem við þurfum að spyrja okkur hvort við viljum halda áfram á sömu leið eða tryggja með lagasetningu að laxeldi á Íslandi verði ekki í eigu örfárra aðila, að fjölbreytni ríki í greininni og að eignarhald verði staðbundið. Við framþróun laxeldisfyrirtækja á Íslandi þarf að horfa til byggðasjónarmiða og sjá til þess að eldið skili tekjum til þeirra samfélaga þar sem fyrirtækin eru staðsett. Undirrituð er svo sannarlega hlynnt laxeldi á Íslandi en telur þýðingarmikið að greinin verði ekki í eigu örfárra aðila. Laxeldi á Íslandi verður að vaxa og dafna í sátt við umhverfi og samfélag. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Framsóknarflokkurinn Halla Signý Kristjánsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fiskeldi á Íslandi er ung atvinnugrein í örum vexti en mikill uppgangur hefur verið í fiskeldi á heimsvísu undanfarna áratugi. Gríðarleg framþróun hefur einnig orðið í laxeldi í nágrannalöndum okkar í Norður-Atlantshafi; laxeldi er til að mynda umfangsmeira í hagkerfi Noregs en hefðbundinn sjávarútvegur. Mikilvægt er að við horfum til þróunar í nágrannalöndum og nýtum okkur þá reynslu sem þar hefur orðið til svo að hægt verði að byggja upp heilbrigða starfsemi hér á landi. Nú berast fréttir af frekari samþjöppun laxeldisfyrirtækja á Íslandi. Ekki er að finna takmarkanir á eignarhald í laxeldi hérlendis og því er ekkert því til fyrirstöðu að einn aðili eignist öll gild rekstrarleyfi hérlendis og stýri þannig allri framleiðslu á eldisfiski og seiðaeldi á sjó og landi. Við það skapast sú hætta að einn aðili stjórni stórum landsvæðum með þeim afleiðingum að samfélög, sveitarstjórnir og stjórnvöld eigi meira undir honum en góðu hófi gegnir. Horfum til þeirra sem hafa reynslu Samkeppnislög ná illa utan um samþjöppun í laxeldi á Íslandi þar sem laxeldisfyrirtæki selja meginþorra framleiðslu sinnar úr landi. Undirrituð hefur áhyggjur af þróun mála hérlendis og hefur af því tilefni lagt fram þingsályktunartillögu ásamt nokkrum þingmönnum Framsóknar þess efnis að stjórnvöldum hér á landi verði falið að skipi starfshóp sem hefur það að markmiði að koma með tillögur hvernig takmarka mætti samþjöppun eignarhalds aðila á laxeldisleyfum á Íslandi. Þá verði hópnum samhliða því falið að skoða hvort takmarka ætti með einhverjum hætti eignarhald erlendra aðila á laxeldisleyfum á Íslandi. Þegar útlit var að sama staða kæmi upp í Færeyjum brugðust frændur okkar í Færeyjum við með því að setja inn ákvæði í þarlend fiskeldislög sem takmarka að lögaðili geti eignast meira en helming útgefinna laxeldisleyfa. Við erum ekki ein sem erum að velta þessu fyrir okkur, nú ræða stjórnvöld í Noregi um að hömlur þurfi að setja á hve fyrirtækin mættu eiga stóra hlutdeild í eldisleyfum. Erlendir aðilar halda á stærsta hluta leyfanna Þá eru laxeldisfyrirtæki á Íslandi í meirihlutaeigu útlendinga, í íslenskum lögum er ekki að finna takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila í fiskeldi. Undirrituð telur brýnt að skoðað verði hvort takmarka beri slíkt eignarhald erlendra aðila. Líta má til þess að í lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991, er ákvæði um að fiskveiðar í íslenskri efnahagslögsögu séu eingöngu heimilar fyrirtækjum sem eru ekki í eigu erlendra aðila að meira leyti en 25% sé miðað við hlutafé eða stofnfé. Mikilvægt er að kannað i hvort setja þurfi sambærilegar reglur að því er snertir laxeldi. Færeyingar fóru þá leið að setja lagaákvæði þess efnis að enginn lögaðili, sem er ekki búsettur í Færeyjum, geti átt meira en 20% af atkvæðisbærum hlutum í fyrirtækjum sem hafa laxeldisleyfi. Laxeldi er mikilvæg atvinnugrein Við stöndum á tímamótum þar sem við þurfum að spyrja okkur hvort við viljum halda áfram á sömu leið eða tryggja með lagasetningu að laxeldi á Íslandi verði ekki í eigu örfárra aðila, að fjölbreytni ríki í greininni og að eignarhald verði staðbundið. Við framþróun laxeldisfyrirtækja á Íslandi þarf að horfa til byggðasjónarmiða og sjá til þess að eldið skili tekjum til þeirra samfélaga þar sem fyrirtækin eru staðsett. Undirrituð er svo sannarlega hlynnt laxeldi á Íslandi en telur þýðingarmikið að greinin verði ekki í eigu örfárra aðila. Laxeldi á Íslandi verður að vaxa og dafna í sátt við umhverfi og samfélag. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun