Framarar söfnuðu fyrir aðgerð ungrar konu Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2022 09:01 Framarar lögðu hönd á plóg fyrir einn af sínum dyggustu sjálfboðaliðum. vísir/daníel Leikur Fram og Víkings í Olís-deild karla í handbolta síðastliðinn laugardag var um leið styrktarleikur til að fjármagna kostnaðarsama aðgerð ungrar konu. Framarar vildu nýta leikinn til að safna fé fyrir Ingunni Gísladóttur sem gegnt hefur sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið og situr í stjórn handknattleiksdeildar Fram. Nítján ára gömul dóttir Ingunnar fór í aðgerð vegna endómetríósu á Klíníkinni í febrúar – aðgerð sem að ekki er greidd af Sjúkratryggingum Íslands. Aðgerðin heppnaðist vel og líður dótturinni mikið betur eftir aðgerðina, að sögn Ingunnar. Söfnunin gekk einnig vel og söfnuðust rúmlega 700.000 krónur fyrir Ingunni og fjölskyldu hennar. Hún kvaðst afar þakklát fyrir stuðninginn: „Ég er orðlaus yfir því hvað Frammarar, leikmenn annarra liða, stuðningsmenn og vinir og ættingjar, lögðust á eitt til að hjálpa okkur. Leikmenn Víkings, eftirlitsmaður, dómarar og íþróttafréttamenn borguðu sig allir inn á leikinn til að styrkja okkur. Þessir styrkir og stuðningur er okkur mæðgum ómetanlegur. Við þökkum ykkur öllum sem lögðuð hönd á plóg alveg kærlega fyrir ykkar framlag og stuðning,“ skrifaði Ingunn á Facebook. View this post on Instagram A post shared by Fram handbolti (@framhandbolti) Ingunn og aðrir Framarar gátu einnig fagnað því að Fram vann leikinn gegn Víkingi, 25-23, og náði sér í tvö stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Fram Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Framarar vildu nýta leikinn til að safna fé fyrir Ingunni Gísladóttur sem gegnt hefur sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið og situr í stjórn handknattleiksdeildar Fram. Nítján ára gömul dóttir Ingunnar fór í aðgerð vegna endómetríósu á Klíníkinni í febrúar – aðgerð sem að ekki er greidd af Sjúkratryggingum Íslands. Aðgerðin heppnaðist vel og líður dótturinni mikið betur eftir aðgerðina, að sögn Ingunnar. Söfnunin gekk einnig vel og söfnuðust rúmlega 700.000 krónur fyrir Ingunni og fjölskyldu hennar. Hún kvaðst afar þakklát fyrir stuðninginn: „Ég er orðlaus yfir því hvað Frammarar, leikmenn annarra liða, stuðningsmenn og vinir og ættingjar, lögðust á eitt til að hjálpa okkur. Leikmenn Víkings, eftirlitsmaður, dómarar og íþróttafréttamenn borguðu sig allir inn á leikinn til að styrkja okkur. Þessir styrkir og stuðningur er okkur mæðgum ómetanlegur. Við þökkum ykkur öllum sem lögðuð hönd á plóg alveg kærlega fyrir ykkar framlag og stuðning,“ skrifaði Ingunn á Facebook. View this post on Instagram A post shared by Fram handbolti (@framhandbolti) Ingunn og aðrir Framarar gátu einnig fagnað því að Fram vann leikinn gegn Víkingi, 25-23, og náði sér í tvö stig í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Olís-deildarinnar.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Fram Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira