IKEA, Apple, Netflix og fleiri stórfyrirtæki gera hlé á starfsemi í Rússlandi Eiður Þór Árnason skrifar 3. mars 2022 13:05 Verslun IKEA í Novosibirsk í Rússlandi. Getty/lvinst Forsvarsmenn IKEA hafa ákveðið að stöðva rekstur fyrirtækisins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi tímabundið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Verslunum verður lokað og um leið gert hlé á hráefnakaupum í ríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá húsgagnarisanum sem segir þetta hafa áhrif á um fimmtán þúsund starfsmenn fyrirtækisins. Streymisveitan Netflix, fatakeðjan H&M, tæknifyrirtækin Apple og Oracle, og flutningafyrirtækin Maersk og MSC Mediterranean Shipping Company, eru meðal þeirra aðila sem hafa hætt eða gert hlé á starfsemi sinni í Rússlandi vegna stríðsins. Netflix hefur gert hlé á framleiðslu sjónvarpsefnis í Rússlandi, H&M, Apple og Oracle hafa stöðvað alla sölu þarlendis, og tvö stærstu gámaflutningafyrirtæki heims eru hætt að flytja gáma til og frá Rússlandi sem innihalda annað en matvæli, heilbrigðisvörur og mannúðaraðstoð. Rússland tíundi stærsti markaður IKEA „Þetta hrikalega stríð í Úkraínu er mannlegur harmleikur og okkar dýpsta samúð er hjá þeim milljónum manna sem verða fyrir áhrifum,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Inter IKEA og Ingka Group. Hið fyrra sér um framleiðslu IKEA á meðan Ingka Group rekur verslanir keðjunnar, þar á meðal sautján í Rússlandi. Á seinasta rekstrarári, sem lauk í lok ágúst, var Rússland tíundi söluhæsti markaður IKEA sem samsvarar um fjórum prósentum af heildarsölu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Seldi fyrirtækið vörur í landinu fyrir 1,8 milljarða Bandaríkjadala á tímabilinu, eða sem nemur um 234 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur IKEA segja að stríðið hafi bæði haft gríðarleg áhrif á fólk og valdið alvarlegum truflunum á aðfangakeðjum og viðskiptaumhverfi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í stríði Rússa og Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Verslun Hvíta-Rússland IKEA Apple Netflix H&M Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá húsgagnarisanum sem segir þetta hafa áhrif á um fimmtán þúsund starfsmenn fyrirtækisins. Streymisveitan Netflix, fatakeðjan H&M, tæknifyrirtækin Apple og Oracle, og flutningafyrirtækin Maersk og MSC Mediterranean Shipping Company, eru meðal þeirra aðila sem hafa hætt eða gert hlé á starfsemi sinni í Rússlandi vegna stríðsins. Netflix hefur gert hlé á framleiðslu sjónvarpsefnis í Rússlandi, H&M, Apple og Oracle hafa stöðvað alla sölu þarlendis, og tvö stærstu gámaflutningafyrirtæki heims eru hætt að flytja gáma til og frá Rússlandi sem innihalda annað en matvæli, heilbrigðisvörur og mannúðaraðstoð. Rússland tíundi stærsti markaður IKEA „Þetta hrikalega stríð í Úkraínu er mannlegur harmleikur og okkar dýpsta samúð er hjá þeim milljónum manna sem verða fyrir áhrifum,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Inter IKEA og Ingka Group. Hið fyrra sér um framleiðslu IKEA á meðan Ingka Group rekur verslanir keðjunnar, þar á meðal sautján í Rússlandi. Á seinasta rekstrarári, sem lauk í lok ágúst, var Rússland tíundi söluhæsti markaður IKEA sem samsvarar um fjórum prósentum af heildarsölu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Seldi fyrirtækið vörur í landinu fyrir 1,8 milljarða Bandaríkjadala á tímabilinu, eða sem nemur um 234 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur IKEA segja að stríðið hafi bæði haft gríðarleg áhrif á fólk og valdið alvarlegum truflunum á aðfangakeðjum og viðskiptaumhverfi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í stríði Rússa og Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Verslun Hvíta-Rússland IKEA Apple Netflix H&M Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira