Körfubolti

Ekkert ryð í Durant og Clippers vann borgarslaginn gegn Lakers

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kevin Durant skoraði 31 stig í fyrsta leik sínum eftir nokkurra vikna fjarveru vegna meiðsla.
Kevin Durant skoraði 31 stig í fyrsta leik sínum eftir nokkurra vikna fjarveru vegna meiðsla. getty/Michelle Farsi

Eftir eins og hálfs mánaðar fjarveru vegna meiðsla sneri Kevin Durant aftur á völlinn þegar Brooklyn Nets tapaði fyrir Miami Heat, 107-113, í NBA-deildinni í nótt.

Durant skoraði 31 stig í endurkomunni og var stigahæstur á vellinum. Þetta var þriðja tap Brooklyn í röð en liðinu gekk bölvanlega í fjarveru Durants.

Bam Adebayo skoraði þrjátíu stig og tók ellefu fráköst í liði Miami sem er á toppnum í Austurdeildinni. Tyler Herro skoraði 27 stig af bekknum.

Los Angeles Clippers vann borgarslaginn gegn Lakers, 132-111. Þetta var fimmti sigur Clippers í röð en fjórða tap Lakers í röð.

Reggie Jackson átti frábæran leik fyrir Clippers, skoraði 36 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Ivica Zubac skoraði nítján stig og tók níu fráköst. LeBron James skoraði 26 stig fyrir Lakers.

Luka Doncic skoraði 41 stig þegar Dallas Mavericks sigraði Golden State Warriors, 122-113, á heimavelli. Þetta var þriðji sigur Dallas í röð.

Auk þess að skora 41 stig tók Doncic tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Í síðustu tíu leikjum Dallas er hann með 33,2 stig, 10,5 fráköst og 8,3 stoðsendingar að meðaltali.

Jordan Poole skoraði 23 stig fyrir Golden State og Stephen Curry 21. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð og sjö af síðustu tíu.

Úrslitin í nótt

  • Brooklyn 107-113 Miami
  • LA Clippers 132-111 LA Lakers
  • Dallas 122-113 Golden State
  • Atlanta 130-124 Chicago
  • Boston 120-107 Memphis
  • Toronto 106-108 Detroit
  • San Antonio 112-115 Sacramento
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×