Umfjöllun: KR - ÍR 93-80 | KR-ingar unnu sannfærandi sigur gegn ÍR í Frostaskjólinu Hjörvar Ólafsson skrifar 4. mars 2022 20:06 Vísir/Elín Björg KR-ingar unnu sannfærandi sigur þegar liðið fékk ÍR í heimsókn Subway-deild karla í körfubolta í DHL-höllina í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 93-80 KR í vil. Leikmenn KR voru sterkari aðilinn í leiknum strax frá fyrstu mínútu leiksins og leikurinn var í raun aldrei spennandi. KR-ingar voru með forystuna allan leikinn og bættu við hana jafnt og þétt. Sóknarleikur KR var skynsamlega spilaður og varnarleikurinn þéttur. Carl Allan Lindbom, Adama Darbo og Dani Koljanin fóru fyrir KR-liðinu hvað stigaskorun varðar. Forskot KR-inga varð mest 30 stig í leiknum og aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. ÍR-ingar náðu hins vegar góðum endaspretti og náðu muninum niður í 13 stig. Þar af leiðandi náðu ÍR-ingar að sjá til þess að liðið hefði betur í innbyrðisviðureignum sínum gegn KR sem gæti skipt sköpum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Ángægður með varnarleikinn „Ég er sérstaklega ánægður með hvernig við útfærðum varnarleikinn okkar og náðum að þvinga þá í slæm skot. Þá er ég bara sáttur við að byrja þennan marsmánuð þar sem það verður nóg að gera með sigri,” sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR eftir góðan 93-80 sigur liðsins gegn ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í DHL-höllinni í kvöld. Við munum spila sjö leiki í mars og við stefnum að því að klífa upp töfluna. Þetta hefur verið skrýtið tímabil og við eigum leiki inni sem geta komið okkur í góða stöðu. Nú eru sex leikir eftir á skömmum tíma sem er bara frábært. Það skemmtilegasta sem þú gerir sem íþróttamaður og keppnismaður er að spila leiki og það verður nóg af því hjá okkur í mars. Þetta var fín byrjun á törninni,” sagði Helgi Már enn fremur. KR náði mest 30 stiga forskoti í leiknum en ÍR-ingar náðu að laga stöðuna undir lok fjórða leikhluta og koma munum niður í 13 stig. Af þeim sökum er ÍR með betri stöðu í innbyrðisviðureignum liðanna. Eftir þennan sigur er hins vegar KR í áttunda sæti deildarinnar með 16 stig en ÍR í því níunda með 14 stig. „Að mínu mati er bara gott að hafa náð góðri spilamennsku og í sigur í þessum leik. Hitt er bara aukaatriði að ÍR sé með betri stöðu á okkur,” sagði þjálfari KR-inga. Gott að ná að enda leikinn vel „Ég kann í raun engar skýringar á því hvers vegna við byrjuðum þennan leik svona illa. Fyrri hálfleikurinn var það versta sem við höfum sýnt í langan tíma. Eftir að við höfum náð saman þeim kjarna sem er að spila núna höfum við ekki spilað jafn illa," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari ÍR. „Það er hins vegar jákvætt að við höfum náð að sýna okkar rétta andlit í seinni hálfleik og laga stöðuna. Það gæti skipt máli þegar upp verður staðið. Nú verðum við bara að skoða þennan leik og læra af honum," sagði Friðrik Ingi enn fremur. Af hverju vann KR? KR-ingar settu tóninn strax í upphafi leikins með góðum varnarleik og vel útfærðum sóknarleik. Leikmenn KR slökðu aldrei á klónni og kláruðu verkefnið af stakri prýði. Leikmenn náðu aldrei takti í sinn leik og af þeim sökum fór KR með sigur af hólmi. Hverjir stóðu upp úr? Það voru margir sem lögðu hönd á plóg hjá KR en Carl Allan Lindbom var stigahæstur hjá KR með 24 stig, Adama Darbo skoraði 22 stig og Dani Koljanin 21 stig. Koljanin reif þar að auki niður 16 fráköst. Hvað gekk illa? ÍR-ingar voru einkar flatir í þessum leik og náðu aldrei upp neinum takti í spilamennsku sína, hvorki í vörn né sókn. Leikmönnum Breiðhyltinga voru mislagðar hendur en náðu þó að klóra í bakkann sem gæti reynst mikilvægt þegar upp er staðið. Hvað gerist næst? KR sækir Tindastól heim á Sauðarkrók á mánudaginn kemur en ÍR-ingar fá Stólana í heimsókn í Breiðholtið í næsta deildarleik sínum. Subway-deild karla KR ÍR
KR-ingar unnu sannfærandi sigur þegar liðið fékk ÍR í heimsókn Subway-deild karla í körfubolta í DHL-höllina í Vesturbæinn í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 93-80 KR í vil. Leikmenn KR voru sterkari aðilinn í leiknum strax frá fyrstu mínútu leiksins og leikurinn var í raun aldrei spennandi. KR-ingar voru með forystuna allan leikinn og bættu við hana jafnt og þétt. Sóknarleikur KR var skynsamlega spilaður og varnarleikurinn þéttur. Carl Allan Lindbom, Adama Darbo og Dani Koljanin fóru fyrir KR-liðinu hvað stigaskorun varðar. Forskot KR-inga varð mest 30 stig í leiknum og aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. ÍR-ingar náðu hins vegar góðum endaspretti og náðu muninum niður í 13 stig. Þar af leiðandi náðu ÍR-ingar að sjá til þess að liðið hefði betur í innbyrðisviðureignum sínum gegn KR sem gæti skipt sköpum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Ángægður með varnarleikinn „Ég er sérstaklega ánægður með hvernig við útfærðum varnarleikinn okkar og náðum að þvinga þá í slæm skot. Þá er ég bara sáttur við að byrja þennan marsmánuð þar sem það verður nóg að gera með sigri,” sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR eftir góðan 93-80 sigur liðsins gegn ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í DHL-höllinni í kvöld. Við munum spila sjö leiki í mars og við stefnum að því að klífa upp töfluna. Þetta hefur verið skrýtið tímabil og við eigum leiki inni sem geta komið okkur í góða stöðu. Nú eru sex leikir eftir á skömmum tíma sem er bara frábært. Það skemmtilegasta sem þú gerir sem íþróttamaður og keppnismaður er að spila leiki og það verður nóg af því hjá okkur í mars. Þetta var fín byrjun á törninni,” sagði Helgi Már enn fremur. KR náði mest 30 stiga forskoti í leiknum en ÍR-ingar náðu að laga stöðuna undir lok fjórða leikhluta og koma munum niður í 13 stig. Af þeim sökum er ÍR með betri stöðu í innbyrðisviðureignum liðanna. Eftir þennan sigur er hins vegar KR í áttunda sæti deildarinnar með 16 stig en ÍR í því níunda með 14 stig. „Að mínu mati er bara gott að hafa náð góðri spilamennsku og í sigur í þessum leik. Hitt er bara aukaatriði að ÍR sé með betri stöðu á okkur,” sagði þjálfari KR-inga. Gott að ná að enda leikinn vel „Ég kann í raun engar skýringar á því hvers vegna við byrjuðum þennan leik svona illa. Fyrri hálfleikurinn var það versta sem við höfum sýnt í langan tíma. Eftir að við höfum náð saman þeim kjarna sem er að spila núna höfum við ekki spilað jafn illa," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari ÍR. „Það er hins vegar jákvætt að við höfum náð að sýna okkar rétta andlit í seinni hálfleik og laga stöðuna. Það gæti skipt máli þegar upp verður staðið. Nú verðum við bara að skoða þennan leik og læra af honum," sagði Friðrik Ingi enn fremur. Af hverju vann KR? KR-ingar settu tóninn strax í upphafi leikins með góðum varnarleik og vel útfærðum sóknarleik. Leikmenn KR slökðu aldrei á klónni og kláruðu verkefnið af stakri prýði. Leikmenn náðu aldrei takti í sinn leik og af þeim sökum fór KR með sigur af hólmi. Hverjir stóðu upp úr? Það voru margir sem lögðu hönd á plóg hjá KR en Carl Allan Lindbom var stigahæstur hjá KR með 24 stig, Adama Darbo skoraði 22 stig og Dani Koljanin 21 stig. Koljanin reif þar að auki niður 16 fráköst. Hvað gekk illa? ÍR-ingar voru einkar flatir í þessum leik og náðu aldrei upp neinum takti í spilamennsku sína, hvorki í vörn né sókn. Leikmönnum Breiðhyltinga voru mislagðar hendur en náðu þó að klóra í bakkann sem gæti reynst mikilvægt þegar upp er staðið. Hvað gerist næst? KR sækir Tindastól heim á Sauðarkrók á mánudaginn kemur en ÍR-ingar fá Stólana í heimsókn í Breiðholtið í næsta deildarleik sínum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum