Sverrir: Markmiðið er að fá stöðugleika í Grindavík Andri Már Eggertsson skrifar 4. mars 2022 22:20 Sverrir Þór Sverrisson er mættur aftur í Grindavík Facebook/Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Grindavík vann sextán stiga sigur á Vestra í HS-Orku höllinni í kvöld. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var afar ánægður með að byrja á sigri í sínum fyrsta leik sem nýr þjálfari Grindavíkur. „Það er mjög gaman að vera mættur aftur og er afar mikilvægt að byrja á sigri,“ sagði Sverrir um endurkomuna í Grindavík. Vestri byrjaði leikinn betur en Grindavík vann sig inn í leikinn og missti aldrei forskotið lengra niður en sex stig sem Sverrir var þó svekktur með. „Við vorum slakir varnarlega í fyrsta leikhluta en við spiluðum betur í öðrum leikhluta. Eftir góða byrjun í seinni hálfleik fannst mér við vera kærulausir og misstum forskotið niður í sex stig sem ég var ekki ánægður með.“ Grindavík lék afar vel sóknarlega í þriðja leikhluta sem endaði með að heimamenn skoruðu 30 stig á tíu mínútum. „Mér fannst vörnin góð, það var gott flæði á boltanum og allir voru með á nótunum. Þeir dekkuðu Ivan Aurrecoechea vel en hann náði að koma boltanum frá sér sem skilaði sér í góðum skotum.“ „Vestri er líklegast á leiðinni niður í næst efstu deild og var þetta einfaldlega leikur sem við áttum að vinna en þeir eru með góða leikmenn og létu okkur hafa fyrir þessu í kvöld.“ Sverrir taldi sig vera með gott lið í höndunum en vildi þó ekki gefa út miklar yfirlýsingar heldur tekur hann einn leik í einu. „Grindavík hefur sýnt það í vetur að það eru fullt af góðum einstaklingum í liðinu og þegar skipulagið hefur verið að ganga upp þá hefur Grindavík verið að vinna toppliðin en svo hefur Grindavík einnig tapað fyrir Vestra og Þór Akureyri sem sýnir hversu slæma og góða daga þetta lið getur átt,“ sagði Sverrir um þakið á liðinu og hélt áfram. „Það er markmiðið hjá okkur þjálfarateyminu að reyna fá meiri stöðugleika í Grindavík og ef við náum því eigum við að geta tryggt okkur í úrslitakeppnina og gott sæti í deildinni. En ég ætla samt bara að taka einn leik í einu og er ég bara að velta fyrir mér næsta leik gegn Stjörnunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson að lokum. UMF Grindavík Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Sjá meira
„Það er mjög gaman að vera mættur aftur og er afar mikilvægt að byrja á sigri,“ sagði Sverrir um endurkomuna í Grindavík. Vestri byrjaði leikinn betur en Grindavík vann sig inn í leikinn og missti aldrei forskotið lengra niður en sex stig sem Sverrir var þó svekktur með. „Við vorum slakir varnarlega í fyrsta leikhluta en við spiluðum betur í öðrum leikhluta. Eftir góða byrjun í seinni hálfleik fannst mér við vera kærulausir og misstum forskotið niður í sex stig sem ég var ekki ánægður með.“ Grindavík lék afar vel sóknarlega í þriðja leikhluta sem endaði með að heimamenn skoruðu 30 stig á tíu mínútum. „Mér fannst vörnin góð, það var gott flæði á boltanum og allir voru með á nótunum. Þeir dekkuðu Ivan Aurrecoechea vel en hann náði að koma boltanum frá sér sem skilaði sér í góðum skotum.“ „Vestri er líklegast á leiðinni niður í næst efstu deild og var þetta einfaldlega leikur sem við áttum að vinna en þeir eru með góða leikmenn og létu okkur hafa fyrir þessu í kvöld.“ Sverrir taldi sig vera með gott lið í höndunum en vildi þó ekki gefa út miklar yfirlýsingar heldur tekur hann einn leik í einu. „Grindavík hefur sýnt það í vetur að það eru fullt af góðum einstaklingum í liðinu og þegar skipulagið hefur verið að ganga upp þá hefur Grindavík verið að vinna toppliðin en svo hefur Grindavík einnig tapað fyrir Vestra og Þór Akureyri sem sýnir hversu slæma og góða daga þetta lið getur átt,“ sagði Sverrir um þakið á liðinu og hélt áfram. „Það er markmiðið hjá okkur þjálfarateyminu að reyna fá meiri stöðugleika í Grindavík og ef við náum því eigum við að geta tryggt okkur í úrslitakeppnina og gott sæti í deildinni. En ég ætla samt bara að taka einn leik í einu og er ég bara að velta fyrir mér næsta leik gegn Stjörnunni,“ sagði Sverrir Þór Sverrisson að lokum.
UMF Grindavík Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Sjá meira