Rósa, sem hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2018, hlaut 784 atkvæði í fyrsta sætið. Alls kusu 1114 í prófkjörinu.
Orri Björnsson, forstjóri líftæknifyrirtækisins Algalífs, varð í öðru sæti með 384 atkvæði í 1.-2.sæti og Kristinn Andersen í þriðja sæti með 404 atkvæði í fyrstu þrjú sætin.
Kristín Thoroddsen skipar fjórða sæti listans og Guðbjörg Oddný Jónasdóttir það fimmta.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm menn kjörna af ellefu í síðustu kosningum.