Þú getur hjálpað úkraínskum konum Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2022 08:00 Það að hafa aðeins fáeinar mínútur til að ákveða hvort betra sé að flýja heimilið sitt vegna yfirvofandi innrásar í landið sem maður býr í eða vera um kyrrt eru aðstæður sem fæst okkar tengja við. Það að vita ekki hvert skuli halda, hvað skuli taka með og hvort það sé yfir höfuð mögulegt að komast á leiðarenda yfir landamæri í öruggt skjól er svo enn fjarlægari hugsun fyrir þau okkar sem erum svo lánsöm að hafa alist upp og búið við almennt öryggi og frið alla okkar tíð. Þetta eru þær aðstæður og veruleiki sem íbúar í Úkraínu búa við á þessari stundu og vöknuðu við fyrir rúmlega viku síðan. Aðstæður þar sem hver mínúta skiptir máli. Taka þarf mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna Raunveruleiki fólks í Úkraínu er að meirihluti þeirra sem nú flýja landið eru konur með börn sín. Það stafar af þeirri ástæðu að karlmönnum á aldrinum 18-60 ára var meinað að yfirgefa Úkraínu í kjölfar átakanna. Konurnar eru því að skilja við eiginmenn, bræður, syni og feður sína í algjörri óvissu. Slíkur aðskilnaður mun án efa skilja eftir sig ótal ör á sálum og skarð sem jafnvel aldrei verður fyllt upp í. Í aðstæðum sem þessum skiptir máli að tryggja að fólk á flótta fái öryggi og skjól. Framkvæmdastýra UN Women, Sima Bahous lýsti því yfir á dögunum að UN Women hefðu þungar áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu og áhrifum átakanna á líf og lífsviðurværi úkraínskra kvenna og stúlkna. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að allir áhættuþættir sem fylgja því að eiga ekki öruggt skjól séu í öllum viðbragðsáætlunum og tekið sé mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna þegar mannúðaraðstöð er veitt vegna átakanna. Hún undirstrikaði einnig mikilvægi þess að tryggja þátttöku kvenna til jafns við karla í friðarviðræðum og uppbyggingu svo lausnir taki mið af þörfum sem flestra. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Í dag, 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Þrátt fyrir að opinbert þema dagsins í ár sé áhersla á loftslagsmál og kynjuð áhrif þeirra er hugur heimsbyggðar hjá úkraínskum almenningi þessa dagana. Þegar eru farnar að berast fregnir af því að rússnenskir hermenn hafi nauðgað konum og stúlkum í úkraínskum borgum sem þeir hafa náð á vald sitt. Konur sem eru að öllum líkindum vopnlausar og berskjaldaðar á flótta frá heimilum sínum. Samkvæmt Sameinðu þjóðunum er þörf á umtalsverðum fjárhæðum svo unnt sé að bregðast við þeirri neyð sem nú hefur skapast vegna þeirra milljóna Úkraínubúa sem nú eru á flótta eða hafa orðið fyrir áhrifum af þessu hörmulega stríði. UN Women hefur verið starfandi í Úkraínu um árabil og mun halda starfi sínu í þágu úkraínskra kvenna og stúlkna áfram. UN Women tryggir að þörfum allra kvenna og stúlkna sé mætt. Rannsóknir UN Women sýna að í neyð; hvort sem er vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka, þá eru auknar líkur á kynbundnu ofbeldi, mansali og almennri neyð en á friðartímum. Að auki búa óléttar konur og sængurkonur við aukna ógn við líf og heilsu sína og nýfæddra barna sinna þar sem grundvallarinnviðir eins og sjúkrahús eru orðin skotmörk rússnenska hersins. Konur með fatlanir eiga erfðara með að komast í öruggt skjól og Róma konur, sem eru meðal þeirra jaðarsettustu í úkraínsku samfélagi, eiga í hættu á að verða eftir og gleymast þegar neyðaraðstoð er veitt. Fyrst og fremst skiptir máli að fólk í viðkvæmri stöðu haldi reisn sinni og huga að áfallahjálp þegar neyðarástand ríkir. Þar kemur UN Women sterk til leiks, með áralanga þjálfun og sérhæfingu í að veita öryggi og skjól á vettvangi. UN Women er á staðnum og verður áfram til staðar fyrir konur og börn þeirra í Úkraínu. Þú getur hjálpað með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1900kr). Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum í gegnum AUR/KASS: 839-0700 og á reikning: 0537-26-55505 / 551090-2489. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það að hafa aðeins fáeinar mínútur til að ákveða hvort betra sé að flýja heimilið sitt vegna yfirvofandi innrásar í landið sem maður býr í eða vera um kyrrt eru aðstæður sem fæst okkar tengja við. Það að vita ekki hvert skuli halda, hvað skuli taka með og hvort það sé yfir höfuð mögulegt að komast á leiðarenda yfir landamæri í öruggt skjól er svo enn fjarlægari hugsun fyrir þau okkar sem erum svo lánsöm að hafa alist upp og búið við almennt öryggi og frið alla okkar tíð. Þetta eru þær aðstæður og veruleiki sem íbúar í Úkraínu búa við á þessari stundu og vöknuðu við fyrir rúmlega viku síðan. Aðstæður þar sem hver mínúta skiptir máli. Taka þarf mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna Raunveruleiki fólks í Úkraínu er að meirihluti þeirra sem nú flýja landið eru konur með börn sín. Það stafar af þeirri ástæðu að karlmönnum á aldrinum 18-60 ára var meinað að yfirgefa Úkraínu í kjölfar átakanna. Konurnar eru því að skilja við eiginmenn, bræður, syni og feður sína í algjörri óvissu. Slíkur aðskilnaður mun án efa skilja eftir sig ótal ör á sálum og skarð sem jafnvel aldrei verður fyllt upp í. Í aðstæðum sem þessum skiptir máli að tryggja að fólk á flótta fái öryggi og skjól. Framkvæmdastýra UN Women, Sima Bahous lýsti því yfir á dögunum að UN Women hefðu þungar áhyggjur af stöðu mála í Úkraínu og áhrifum átakanna á líf og lífsviðurværi úkraínskra kvenna og stúlkna. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að allir áhættuþættir sem fylgja því að eiga ekki öruggt skjól séu í öllum viðbragðsáætlunum og tekið sé mið af sértækum þörfum kvenna og stúlkna þegar mannúðaraðstöð er veitt vegna átakanna. Hún undirstrikaði einnig mikilvægi þess að tryggja þátttöku kvenna til jafns við karla í friðarviðræðum og uppbyggingu svo lausnir taki mið af þörfum sem flestra. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna Í dag, 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Þrátt fyrir að opinbert þema dagsins í ár sé áhersla á loftslagsmál og kynjuð áhrif þeirra er hugur heimsbyggðar hjá úkraínskum almenningi þessa dagana. Þegar eru farnar að berast fregnir af því að rússnenskir hermenn hafi nauðgað konum og stúlkum í úkraínskum borgum sem þeir hafa náð á vald sitt. Konur sem eru að öllum líkindum vopnlausar og berskjaldaðar á flótta frá heimilum sínum. Samkvæmt Sameinðu þjóðunum er þörf á umtalsverðum fjárhæðum svo unnt sé að bregðast við þeirri neyð sem nú hefur skapast vegna þeirra milljóna Úkraínubúa sem nú eru á flótta eða hafa orðið fyrir áhrifum af þessu hörmulega stríði. UN Women hefur verið starfandi í Úkraínu um árabil og mun halda starfi sínu í þágu úkraínskra kvenna og stúlkna áfram. UN Women tryggir að þörfum allra kvenna og stúlkna sé mætt. Rannsóknir UN Women sýna að í neyð; hvort sem er vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka, þá eru auknar líkur á kynbundnu ofbeldi, mansali og almennri neyð en á friðartímum. Að auki búa óléttar konur og sængurkonur við aukna ógn við líf og heilsu sína og nýfæddra barna sinna þar sem grundvallarinnviðir eins og sjúkrahús eru orðin skotmörk rússnenska hersins. Konur með fatlanir eiga erfðara með að komast í öruggt skjól og Róma konur, sem eru meðal þeirra jaðarsettustu í úkraínsku samfélagi, eiga í hættu á að verða eftir og gleymast þegar neyðaraðstoð er veitt. Fyrst og fremst skiptir máli að fólk í viðkvæmri stöðu haldi reisn sinni og huga að áfallahjálp þegar neyðarástand ríkir. Þar kemur UN Women sterk til leiks, með áralanga þjálfun og sérhæfingu í að veita öryggi og skjól á vettvangi. UN Women er á staðnum og verður áfram til staðar fyrir konur og börn þeirra í Úkraínu. Þú getur hjálpað með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1900kr). Einnig er tekið á móti frjálsum framlögum í gegnum AUR/KASS: 839-0700 og á reikning: 0537-26-55505 / 551090-2489. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar