Fyrrverandi leikmaður Arsenal genginn í úkraínska herinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2022 13:01 Oleg Luzhny fagnar tvennunni sem Arsenal vann vorið 2002. getty/Stuart MacFarlane Ekkert vantar upp á ættjarðarástina hjá úkraínsku íþróttafólki sem hefur gengið til liðs við herinn þar í landi til að reyna að halda aftur af Rússum sem réðust inn í Úkraínu fyrir tólf dögum. Meðal þeirra er Oleg Luzhny sem lék með Arsenal á árunum 1999-2003. Hann varð einu sinni Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Skyttunum. Luzhny er nú kominn aftur til heimalandsins og genginn í úkraínska herinn. „Eins og allir tryggir Úkraínumenn er ég í Úkraínu með öllu fólkinu að verja heimalandið. Ég gekk í landvarnarliðið,“ sagði Luzhny við Mirror. „Staðan er mjög viðkvæm. Maður heyrir í sírenum þrisvar til fjórum sinnum á dag, einnig á nóttunni. Fólk flýr í örvæntingu niður í neðanjarðarbyrgi, konur með ung börn sem skilja ekki hvað er í gangi. Þau eru óttaslegin. Heilu borgirnar og þorpin eru eyðilögð. Fólk stendur eftir án rafmagns, hita, vatns og matar.“ Luzhny segir að úkraínska þjóðin sýni ótrúlega samstöðu í skelfilegum aðstæðum. „Þjóðin stendur sameinuð sem aldrei fyrr. Við gefumst ekki upp og allir reyna að aðstoða sem best þeir geta,“ sagði Luzhny sem hvetur rússneskt íþróttafólk til að láta í sér heyra. „Ég styð allar refsiaðgerðir. Íþróttafólk er hluti af þjóðinni. Þegar fólk kýs sér forseta ber það líka ábyrgð á gjörðum hans. Ef það stendur þögult hjá er það sama og samþykki fyrir því sem gerðist: innrás í friðsælt land. Rússneskt íþróttafólk ætti að tala við forsetann og biðja hann um að stöðva stríðið.“ Eftir innrásina hefur Luzhny verið í sambandi við fyrrverandi samherja sína hjá Arsenal, meðal annars Patrick Viera sem er knattspyrnustjóri Crystal Palace í dag. Luzhny lék 110 leiki fyrir Arsenal. Sá síðasti var úrslitaleikur bikarkeppninnar 2003 gegn Southampton. Skytturnar unnu leikinn, 1-0. Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Sjá meira
Meðal þeirra er Oleg Luzhny sem lék með Arsenal á árunum 1999-2003. Hann varð einu sinni Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með Skyttunum. Luzhny er nú kominn aftur til heimalandsins og genginn í úkraínska herinn. „Eins og allir tryggir Úkraínumenn er ég í Úkraínu með öllu fólkinu að verja heimalandið. Ég gekk í landvarnarliðið,“ sagði Luzhny við Mirror. „Staðan er mjög viðkvæm. Maður heyrir í sírenum þrisvar til fjórum sinnum á dag, einnig á nóttunni. Fólk flýr í örvæntingu niður í neðanjarðarbyrgi, konur með ung börn sem skilja ekki hvað er í gangi. Þau eru óttaslegin. Heilu borgirnar og þorpin eru eyðilögð. Fólk stendur eftir án rafmagns, hita, vatns og matar.“ Luzhny segir að úkraínska þjóðin sýni ótrúlega samstöðu í skelfilegum aðstæðum. „Þjóðin stendur sameinuð sem aldrei fyrr. Við gefumst ekki upp og allir reyna að aðstoða sem best þeir geta,“ sagði Luzhny sem hvetur rússneskt íþróttafólk til að láta í sér heyra. „Ég styð allar refsiaðgerðir. Íþróttafólk er hluti af þjóðinni. Þegar fólk kýs sér forseta ber það líka ábyrgð á gjörðum hans. Ef það stendur þögult hjá er það sama og samþykki fyrir því sem gerðist: innrás í friðsælt land. Rússneskt íþróttafólk ætti að tala við forsetann og biðja hann um að stöðva stríðið.“ Eftir innrásina hefur Luzhny verið í sambandi við fyrrverandi samherja sína hjá Arsenal, meðal annars Patrick Viera sem er knattspyrnustjóri Crystal Palace í dag. Luzhny lék 110 leiki fyrir Arsenal. Sá síðasti var úrslitaleikur bikarkeppninnar 2003 gegn Southampton. Skytturnar unnu leikinn, 1-0.
Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona - Girona | Börsungar geta komist á toppinn Manchester City - Everton | Enginn Grealish hjá gestunum Hitnar enn undir Postecoglou Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Sjá meira