Lokaður inni í átta fermetra gámi í viku Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2022 10:31 Sturla fékk veiruna á versta mögulega tíma. Eftir þrotlausa vinnu, undirbúning og æfingar mátti skíðakappinn Sturla Snær Snorrason sætta sig við að verja meirihluta tíma síns á Ólympíuleikunum lokaður inni í átta fermetra gluggalausum gámi eftir að hafa greinst með covid smit á versta mögulega tíma. Aðstæður á kórónuveirusjúkrahúsinu hafa verið harðlega gagnrýndar og jafnvel líkt við fangabúðir, en Sturla var þar í viku. Hann missti af annarri keppnisgrein sinni vegna veikindanna og rétt náði að keppa í hinni, en var svo óheppinn að rífa þar vöðva og detta úr keppni. „Ég fæ veiruna á mögulega versta tíma sem hægt var að fá hana. Daginn eftir setningarathöfnina vakna ég svona hálfslappur og hélt ég væri bara illa sofinn. Svo fer ég á æfingu og þá finn ég að það er eitthvað annað meira að en bara lítill svefn. Ég tek þá annað covid próf og fer síðan og legg mig. Síðan þegar ég vakna koma tveir Kínverjar í skemmtilegum covidbúningum og segja við mig að ég sé með veiruna,“ segir Sturla sem var fluttur með hraði á sjúkrahús þar sem hann var með einkenni. Í raun leið honum eins og að hann væri að deyja í sjúkrabílnum þar sem umstangið var svo mikið í kringum hann og sjúkrabíllinn á fleygiferð, en Sturla með smá beinverki og hausverk. Sjúkrahúsið var í raun heilt þorp af gámum. Þar var hann í viku. „Þegar ég fór að hressast byrjaði ég að reyna að gera æfingar inni í gámnum. Það gekk ekki, því ég var alveg búinn á því. Netflix og allt svona afþreyingarefni er bannað í Kína svo ég gat ekki horft á það. Svo ég hugsaði, áður en ég verð geðveikur á því að gera ekkert verð ég að finna mér eitthvað að gera. Svo ég byrjaði að smíða mér heimasíðu sem ég kann ekkert og hef aldrei gert. Ég þurfti þar að fikta mig áfram sem var mikil þolinmæðisvinna,“ segir Sturla. Beint í sóttkví Sturla bjó til vefsíðuna Vegamál.is en það er fyrirtæki sem hann rekur með föður sínum. „Eftir að ég losna af spítalanum er mér hent í viku sóttkví og fæ samt að fara á æfingar við mjög sérstakar aðstæður. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að ég gæti ekki keppt í stórsviginu og ákveð því að stefna á svigið sem er mín grein,“ segir Sturla. En örfáum dögum síðar var Sturla mættur í brekkurnar til að keppa í svigi. Það vildi ekki betur til en svo að Sturla féll úr keppni eftir að hafa misst af beygju í brautinni. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni í fréttum af atvikinu að hann missti af beygjunni eftir að hafa meiðst. Sturla, sem hefur verið atvinnumaður á skíðum frá árinu 2015 og æfir stærstan hluta ársins með liði á Ítalíu, hann var bjartsýnn á að meiðslin væru minniháttar en nú er komið í ljós að þau eru alvarlegri en talið var í fyrstu. „Það er búið að taka þá ákvörðun að ég fer á meiðslalistann og tímabilið er búið hjá mér. Þetta tímabil fór alveg í vaskinn hjá mér.“ Sigrún Ósk ræddi við Sturlu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og má sjá innslagið í heild sinni hér að neðan. Ísland í dag Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Sjá meira
Aðstæður á kórónuveirusjúkrahúsinu hafa verið harðlega gagnrýndar og jafnvel líkt við fangabúðir, en Sturla var þar í viku. Hann missti af annarri keppnisgrein sinni vegna veikindanna og rétt náði að keppa í hinni, en var svo óheppinn að rífa þar vöðva og detta úr keppni. „Ég fæ veiruna á mögulega versta tíma sem hægt var að fá hana. Daginn eftir setningarathöfnina vakna ég svona hálfslappur og hélt ég væri bara illa sofinn. Svo fer ég á æfingu og þá finn ég að það er eitthvað annað meira að en bara lítill svefn. Ég tek þá annað covid próf og fer síðan og legg mig. Síðan þegar ég vakna koma tveir Kínverjar í skemmtilegum covidbúningum og segja við mig að ég sé með veiruna,“ segir Sturla sem var fluttur með hraði á sjúkrahús þar sem hann var með einkenni. Í raun leið honum eins og að hann væri að deyja í sjúkrabílnum þar sem umstangið var svo mikið í kringum hann og sjúkrabíllinn á fleygiferð, en Sturla með smá beinverki og hausverk. Sjúkrahúsið var í raun heilt þorp af gámum. Þar var hann í viku. „Þegar ég fór að hressast byrjaði ég að reyna að gera æfingar inni í gámnum. Það gekk ekki, því ég var alveg búinn á því. Netflix og allt svona afþreyingarefni er bannað í Kína svo ég gat ekki horft á það. Svo ég hugsaði, áður en ég verð geðveikur á því að gera ekkert verð ég að finna mér eitthvað að gera. Svo ég byrjaði að smíða mér heimasíðu sem ég kann ekkert og hef aldrei gert. Ég þurfti þar að fikta mig áfram sem var mikil þolinmæðisvinna,“ segir Sturla. Beint í sóttkví Sturla bjó til vefsíðuna Vegamál.is en það er fyrirtæki sem hann rekur með föður sínum. „Eftir að ég losna af spítalanum er mér hent í viku sóttkví og fæ samt að fara á æfingar við mjög sérstakar aðstæður. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir því að ég gæti ekki keppt í stórsviginu og ákveð því að stefna á svigið sem er mín grein,“ segir Sturla. En örfáum dögum síðar var Sturla mættur í brekkurnar til að keppa í svigi. Það vildi ekki betur til en svo að Sturla féll úr keppni eftir að hafa misst af beygju í brautinni. Það fylgdi hins vegar ekki sögunni í fréttum af atvikinu að hann missti af beygjunni eftir að hafa meiðst. Sturla, sem hefur verið atvinnumaður á skíðum frá árinu 2015 og æfir stærstan hluta ársins með liði á Ítalíu, hann var bjartsýnn á að meiðslin væru minniháttar en nú er komið í ljós að þau eru alvarlegri en talið var í fyrstu. „Það er búið að taka þá ákvörðun að ég fer á meiðslalistann og tímabilið er búið hjá mér. Þetta tímabil fór alveg í vaskinn hjá mér.“ Sigrún Ósk ræddi við Sturlu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og má sjá innslagið í heild sinni hér að neðan.
Ísland í dag Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Sjá meira