Innlent

Hátt í helmingur hlynntur ESB-aðild Ís­lands og þriðjungur mót­fallinn

Atli Ísleifsson skrifar
Ísland sótti um aðild að ESB árið 2009 og hófust viðræður um ári síðar. Í mars 2015 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því að Ísland yrði ekki lengur talið í hóp umsóknarríkja og lauk þá viðræðum.
Ísland sótti um aðild að ESB árið 2009 og hófust viðræður um ári síðar. Í mars 2015 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því að Ísland yrði ekki lengur talið í hóp umsóknarríkja og lauk þá viðræðum. Getty

Hátt í helmingur landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) en þriðjungur mótfallinn. Umtalsvert fleiri eru hlynntir ESB-aðild nú en þegar spurt var fyrir átta árum síðan.

Þetta er niðurstaða nýs Þjóðarpúls Gallup. Þar var einnig spurt um afstöðu Íslendinga til NATO-aðildar og leiddi könnunin í ljóst að þrír af hverjum fjórum landsmönnum sögðust hlynntir veru Íslands í NATO, en minna en einn af hverjum tíu andvígur. Er um að ræða svipað hlutfall og fyrir um tveimur áratugum.

Könnunin var framkvæmd dagana 3. til 7. mars 2022 og var heildarúrtaksstærð var 1.780 og þátttökuhlutfall var 50,1 prósent. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Að neðan má sjá niðurstöður þessu hluta könnunarinnar þar sem spurt var hvort viðkomandi væri hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB).

Að neðan má svo sjá niðurstöðu þess hluta könnunarinnar þar sem spurt var hvort viðkomandi sé hlynnt(ur) eða andvíg(ur) veru Íslands í NATO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×