Kjalnesingar vilja slíta sig frá Reykjavík á ný Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. mars 2022 21:35 Guðni Ársæll Indriðason, formaður íbúasamtaka Kjalarness, segir borgina hafa vanrækt Kjalarnesið frá því að sveitarfélögin sameinuðust árið 1998. vísir/bjarni Kjalnesingar vilja nú margir slíta sig frá Reykjavíkurborg og annaðhvort endurheimta sjálfstæði sitt eða sameinast sveitarfélagi sem er staðsett nær hverfinu. Krafa er uppi um að fá að kjósa um þetta samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan sveitarfélagið Kjalarneshreppur, sem var og hét, ákvað að sameinast Reykjavík fyrir 24 árum. Nú vilja margir íbúanna endurskoða þessa ákvörðun. „Öll svona uppbygging og alvöruþjónusta miðast mjög mikið við 101 Reykjavík. Þetta bitnar svoldið á okkur hér,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, formaður íbúasamtaka Kjalarness. Kjalarnes er stærsta og jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar en þar búa í dag um þúsund manns. Upplifir sig sem íbúa í einræðisríki Hverfið liggur auðvitað ekki upp við neitt annað hverfi borgarinnar heldur stendur eitt og sér milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps. En upplifa Kjalnesingar sig sem Reykvíkinga? „Fyrir mitt leyti þá upplifi ég mig sem íbúa í einræðisríki með því að búa hér og vera hluti af Reykjavík,“ segir Guðni Ársæll. Íbúafundur var haldinn í hverfinu í gær þar sem afstaðan var nokkuð skýr; íbúar vilja kjósa um það samhliða sveitarstjórnarkosningum hvort þeir verði aftur sjálfstætt sveitarfélag eða sameinist jafnvel frekar Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Fólkvangur, þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru, er enn merktur hinu gamla sveitarfélagi Kjalarneshreppi sem var og hét.vísir/bjarni „Á þessum fundi voru um fimmtíu íbúar. Það var einhver sem hafði orð á því að það þyrfti nú töluvert stærra hús til að fá um fimm prósent íbúa úr öðrum hverfum borgarinnar. Og ég held að ég geti fullyrt það að það hafi nánast allir skrifað undir listann í gær sem mættu og mikill hugur í fólki að halda undirskriftasöfnuninni áfram,“ segir Guðni Ársæll. Kjalnesingum þykir borgin þannig vanrækja hverfið algerlega. „Sko athyglin sem Kjalarnesið fær virðist snúast um það að hér megi ekki gera neitt. Það er bara í 101 þar sem má fara fram uppbygging. Það er oft litið svo á að Kjalarnesið gleymist... ég held að þetta sé bara vísvitandi gleymska, því miður,“ segir Guðni Ársæll, sem er allt annað en sáttur með borgarstjórnina. Hérna búa hraustir menn Og fyrir utan gömlu bæjarskrifstofurnar má finna listaverk, þessa vísu eftir Pétur Þórðarson, fyrrverandi sveitarstjóra Kjalarneshrepps, sem stendur á glerskúlptúr þar sem menn horfa í átt til Reykjavíkur. Hún lýsir einmitt viðhorfi margra íbúa: Á Kjalarnesi hvessir enn hvítfyssir á sænum. Hérna búa hraustir menn hinir eru í bænum. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan sveitarfélagið Kjalarneshreppur, sem var og hét, ákvað að sameinast Reykjavík fyrir 24 árum. Nú vilja margir íbúanna endurskoða þessa ákvörðun. „Öll svona uppbygging og alvöruþjónusta miðast mjög mikið við 101 Reykjavík. Þetta bitnar svoldið á okkur hér,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, formaður íbúasamtaka Kjalarness. Kjalarnes er stærsta og jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar en þar búa í dag um þúsund manns. Upplifir sig sem íbúa í einræðisríki Hverfið liggur auðvitað ekki upp við neitt annað hverfi borgarinnar heldur stendur eitt og sér milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps. En upplifa Kjalnesingar sig sem Reykvíkinga? „Fyrir mitt leyti þá upplifi ég mig sem íbúa í einræðisríki með því að búa hér og vera hluti af Reykjavík,“ segir Guðni Ársæll. Íbúafundur var haldinn í hverfinu í gær þar sem afstaðan var nokkuð skýr; íbúar vilja kjósa um það samhliða sveitarstjórnarkosningum hvort þeir verði aftur sjálfstætt sveitarfélag eða sameinist jafnvel frekar Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Fólkvangur, þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru, er enn merktur hinu gamla sveitarfélagi Kjalarneshreppi sem var og hét.vísir/bjarni „Á þessum fundi voru um fimmtíu íbúar. Það var einhver sem hafði orð á því að það þyrfti nú töluvert stærra hús til að fá um fimm prósent íbúa úr öðrum hverfum borgarinnar. Og ég held að ég geti fullyrt það að það hafi nánast allir skrifað undir listann í gær sem mættu og mikill hugur í fólki að halda undirskriftasöfnuninni áfram,“ segir Guðni Ársæll. Kjalnesingum þykir borgin þannig vanrækja hverfið algerlega. „Sko athyglin sem Kjalarnesið fær virðist snúast um það að hér megi ekki gera neitt. Það er bara í 101 þar sem má fara fram uppbygging. Það er oft litið svo á að Kjalarnesið gleymist... ég held að þetta sé bara vísvitandi gleymska, því miður,“ segir Guðni Ársæll, sem er allt annað en sáttur með borgarstjórnina. Hérna búa hraustir menn Og fyrir utan gömlu bæjarskrifstofurnar má finna listaverk, þessa vísu eftir Pétur Þórðarson, fyrrverandi sveitarstjóra Kjalarneshrepps, sem stendur á glerskúlptúr þar sem menn horfa í átt til Reykjavíkur. Hún lýsir einmitt viðhorfi margra íbúa: Á Kjalarnesi hvessir enn hvítfyssir á sænum. Hérna búa hraustir menn hinir eru í bænum.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent